Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 4

Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 4
Að eiga val Jólahugvekja Hannes Björnsson guðjrœðingur og Þuríður dóttur hans sem er mikill Valsari í hjartanu. Að eiga val er að eiga von. í vandasömu vali er það vonin sem sigrar vafann. Þegar við svo svífum á þöndum vængjum von- arinnar sést birting morgunroðans í fjarska úr ríkjandi nátt- myrkri. Þannig bæði festir vonin stefnuna á val okkar og ber okkur áfram að settu marki. Án vonarinnar ríkir myrkrið eitt. Ef við teljum að ekki sé um neitt að velja lengur, þá dofnar vonin í brjósti okkar. En það er alltaf von. Þegar sr. Friðrik stofnaði Knattspyrnufélagið Val árið 191 i blés hann drengjum von í brjóst. Þeir vonuðu á sigra og titla sem létu á sér standa fyrstu árin. f áratugi var félagið á hrakhól- um þar til það eignaðist Hlíðarenda fyrir sjötíu árum. Vonin bar Val áfram þannig að félagið er í dag hið sigursælasta á íslandi og með óviðjafnanlega aðstöðu. Sr. Friðrik lagði Valsmönnum til lífsreglur sem gerði þeim kleift að ná þessum árangri. Valsmenn áttu alltaf að velja hið góða, fagra og fullkomna. Kappið mátti aldrei bera fegurðina ofurliði. Hvorki erfiðleikar né velgengni máttu verða til þess að Valsmenn misstu sjónar af þessu miði. Þegar vonin er þannig fest koma sigrarnir af sjálfu sér, fyrr eða síðar. Nú líður að jólum. Þau eru á myrkasta tíma ársins, þegar kuldi og myrkur magna allt böl. Fátækt par á leið til skrásetn- ingar á ekki í nein hús að venda. Dag dregur að kveldi og það er kalt úti. Hann er hokinn og þreyttur og hún virðist geta alið barn sitt þá og þegar. Þrátt fyrir ástand sitt og erfiði höfðu þau valið að leggja upp í þessa langferð. Nú eru þau komin í litla þorpið Betlehem og það lítur hreint ekki vel út með framhaldið. Það reynir á okkur þegar vonin dofnar. Myrkrið verður enn myrkara og kuldinn bítur æ fastar. Þá geta opnast nýjar dyr sem við sáum ekki fyrr. En vaninn, höfuðandstæðingur vonarinnar, getur byrgt okkur sýn. Stundum greinum við ekki leiðina vegna þess að vaninn ræður för. Margtroðna slóð má feta í blindni. Sú leið er átakalaus og áhættulaus ef allt er sem áður. En lífið er breytilegt og vaninn er vondur leiðsögumaður þegar illa er kom- ið. Þá þurfum við bæði ljósið og opin augu sem sjá það. Senn fæðist Jesús í jötu. Maríu og Jósef opnuðust dyr og þau fóru inn um þær. Þau fengu skjól, þó að þeim byðist ekki glæst húsakynni. Svo gerðist undrið mikla sem við enn gleðjumst yfir. Við sem eldri eru könnumst mörg hver við að jólin voru öðru- vísi á yngri árum okkar. Aðventan var hlaðin tilhlökkun og aðfangadagskvöld var engu öðru kvöldi líkt. Svo dofnaði yfir tilfinningunni, jól urðu jafnvel vanabundin líkt og svo margt annað. Ef til vill dimmdi yfir jólaljósunum og kannski snerti lyktin af kertum og greni ekki við okkur sem fyrr. Þannig get- ur vaninn byrgt okkur sýn frá von jóla um nýtt og betra h'f fyrir hvern sem vill við því taka. Nú nálgast sú von okkur enn. Ef til vill hafa aðstæður okkar breyst á þann veg að umskipta er þörf. Frá vana til vonar liggja dyr Krists sem fæddist í jötu. Hann býður okkur að fyrra bragði að stíga þar inn þessi jól. Fyrir nær hundrað árum síðan leiddi sr. Friðrik hóp af ungu fólki inn um dyr. Enginn var húsakosturinn né leikvöllurinn, en í Val bjó von sem ekki brást. Að þeirri von búa fyrstu keppendur Vals enn, því hún nær út fyrir allt sem við skynjum og skiljum. Myrkur dauðans getur ekki grandað þeirri von, hvað þá grámi hversdagsins eða nokkuð annað. Fögnum því og gleðjumst yfir jólum í skini vonarstjörnu Betlehems. I skini þeirrar vonar sem Valur varð til, keppir enn og sigrar áfram. Guð gejt okkur öllum gleðileg jól. Hannes Björnsson guðfrœðingur, sóknarnefndarmaður í Háteigskirkju og Valsari Valsmenn - bestll ðskir um gleðileg jol og farsælt nýtt ár HENSON VatnaskTl PrICEWÁTeRHOUsEQoPERS § 4 Valsblaðið 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.