Valsblaðið - 01.05.2009, Page 12

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 12
,syYRNUF& ...V Elín Metta með Dóru Maríu Lárusdóttur leikmanni meistaraflokks Vals íknattspyrnu sem einnig fékk Lollabikarinn áyngri árum. Frábær tilfinning að fá Lollabikarinn Elfn Metta Jensen er 14 ára og leikur fótbolta með 4. tiokki og er handhafi Loilabikarsins 2009 Elín Metta hefur æft fótbolta með Val frá því að hún var tæplega 5 ára gömul og segir að það hafi verið frábær hvatning að fá Lollabikarinn á uppskeruhátíðinni. „Tilfinningin var frábær og með bestu tilfinningum sem ég hef upplifað, enda mikill heiður að fá þessi verðlaun.“ Stuðningur foreldra? „Foreldrar mín- ir hafa alltaf stutt mig mjög vel og hafa mikið mætt á leiki og mót. Ég tel að stuðningur foreldra skipti höfuðmáli og geti haft áhrif á líðan barna í íþróttum yfirleitt." Hvernig gekk ykkur í 4. flokki í sum- ar? „Okkur í 4. flokknum gekk hrikalega vel allt þetta tímabil og töpuðum ekki leik. Við unnum öll mót sem við tók- um þátt í, þ.e.a.s; Rey-Cup, Jólamótið, Haustmótið Reykjavíkurmótið, íslands- mótið innanhúss og íslandsmótið utan- húss. Við urðum líka íslandsmeistarar í 4. flokki í fyrra. Við vorum flott lið und- ir handleiðslu þjálfaranna okkar Sossu og Möggu sem náðu fram því besta úr hópn- um. Ég tel að góður þjálfari hafi fjöl- breyttar og skemmtilegar æfingar, hugsi bæði um einstaklingana og liðsheildina, sé hvetjandi og metnaðarfullur.“ Viðurkenningar Skemmtilegt atvik úr boltanum. „Á Pæjumótinu í 6. flokki vorum við að vinna eitthvert liðið og staðan var 7-0 fyrir okkur þegar við skoruðum eitt markið til viðbótar. Okkur datt þá í hug að fagna markinu með því að hlaupa til Leu Sifjar, okkar þáverandi þjálfara, en á meðan tók hitt liðið miðju og bolt- inn var kominn skuggalega nálægt marki okkar þegar við hlupum í offorsi og hirt- um boltann af þeim. Mjög eftirminnilegt atvik.“ Fyrirmyndir í boltanum. „Fyrirmynd- ir mínar eru Lionel Messi, Margrét Lára, Kata Jóns, Dóra María, Frank Lampard og Sergio Aguero." Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Það þarf rosalega mikla æfingu, þraut- seigju, getu, þolinmæði og gott matar- ræði. Ég þarf helst að bæta skallatækni og sjálfsagt eitthvað fleira. Ég hef verið með boltann á tánum frá því að ég man eftir mér og fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt hjá mér. Ég hef að vísu kíkt á æfingar í handbolta, badminton og blaki, og lék á píanó í tæp 5 ár.“ Valsarar í fjölskyldunni? „Eldri systk- ini mín voru bæði að æfa og mikill áhugi á fótboltanum í fjölskyldunni. Allir í fjöl- skyldunni eru miklir Valsarar." Framtíðardraumar? „Ég stefni á að komast í meistaraflokk Vals, landslið- ið og atvinnumennsku í fótbolta. Svo vil ég mennta mig vel og hafa það gott með fjölskyldu og vinum.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson, þann 11. maí árið 1911“ Að lokum er Elín Metta með fullt af hugmyndum um hvern- ig Vaiur eigi að halda upp á 100 ára afmælið. • halda risaveislu fyrir iðkendur félagsins í Vodafonehöllinni og hafa svo sýningu þar sem allir flokkar sýna atriði • halda útiveislu um sumarið fyrir alla Valsara þar sem boðið verð- ur upp á boltaþrautir og keppni • gefa út kvikmynd um félagið • safna 100 nýjum iðkendum • heiðra minningu fallinna Vals- ara • hleypa 100 blöðrum upp í him- ininn • halda mót innan félags í yngri flokkum 12 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.