Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 26
leikmenn meistaraflokks Vals og hefur
hópurinn stækkað jafnt og þétt undanfar-
in ár. Valur old boys æfa tvisvar í viku og
taka þeir þátt í mótum bæði innanlands
og utan. Með þessum tveimur liðum hef-
ur körfuknattleiksdeild Vals bakland með
yfir 40 félagsmönnum sem styðja við
deildina með einum eða öðrum hætti.
Fjáraflanir
Meistaraflokkar deildarinnar hafa staðið
sig vel í fjáröflunum undanfarna vetur og
er framlag leikmanna til fjáröflunar mjög
mikilvægt fyrir starfið. Stjórn deildarinn-
ar þakkar sérstaklega öllum leikmönn-
um og öðrum sem komið hafa að fjáröfl-
ununum í vetur. Svali Björgvinsson og
Ragnar Þór Jónsson stýra fjármálaráði
deildarinnar eins og undanfarin ár.
Yngpi flokkar
Lýður Vignisson var ráðinn yfirþjálfari
yngri flokka fyrir tímabilið 2009-2010
og tekur hann við af Birgi Mikaelssyni.
Körfuknattleiksdeild Vals þakkar Birgi
gott starf á undanfömum árum og óskar
honum góðs gengis hjá nýju félagi. Lýð-
ur hefur mikla reynslu af körfuknattleik,
bæði sem leikmaður og þjálfari, og lauk
BA gráðu í íþróttafræðum frá Háskól-
anum í Reykjavík vorið 2009. Ráðn-
ing Lýðs er mikil lyftistöng fyrir yngri-
flokkastarfið og er liður í því að koma
allri þjálfun yngri flokka í fastari skorður.
Aðrir þjálfarar eru Guðrún Baldursdótt-
ir, Sigurður Sigurðarson, Björgvin Rúnar
Valentínusarson, Hörður Helgi Hreiðars-
son og Þorgrímur Guðni Bjömsson.
Hátt í 120 krakkar æfðu körfuknatt-
leik hjá Val á árinu sem er að líða. Allir
árgangar tóku þátt í íslandsmóti og bik-
arkeppni KKÍ. Yngri flokkar léku vel á
þriðja hundrað kappleiki og af þeim voru
fjölmargir leikir í umsjón Vals að Hlíðar-
enda. fslandsmótinu og bikarkeppninni
fylgdu mörg skemmtileg og eftirminni-
leg ferðalög víða um landið. Yngstu iðk-
endurnir tóku þátt í mörgum boðsmótum
og gekk það vel fyrir sig.
Þorgrímur Guðni Björnsson varð
Norðurlandameistari með U18 lands-
liðinu og lék síðan með sama landsliði í
Evrópukeppninni síðastliðið sumar. Þær
Sara Diljá Sigurðardóttir, Selma Skúla-
dóttir, Elsa Rún Karlsdóttir og Margrét
Ósk Einarsdóttir léku með Reykjavíkur-
úrvalinu í skólamóti höfuðborga Norður-
landanna sem fram fór í Stokkhólmi.
Genni ynnri flokka á síðasta tímabili
(2008-2009)
Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar var
haldin mánudaginn 18. maí. Mikill fjöldi
ungra körfuboltaiðkenda ásamt foreldrum
og öðmm aðstandendum mætti á hátíðina.
Hátíðin hófst í hátíðarsal Vals með því að
þjálfarar yngri flokka veittu viðurkenning-
ar í sínum flokkum. Að því búnu var hald-
ið út í góða veðrið þar sem foreldrar og
þjálfarar stóðu við grillið og buðu upp á
pulsur með öllu.
Unglinga- og drengjaflokkur
Pjálfari: Rob Newson
Uppistaðan í flokknum voru leikmenn
sem æfa með meistaraflokki. Höfðu á að
skipa mjög sterku byrjunarliði sem hafði
getu til að vinna öll liðin í unglinga-
flokki. Strákarnir lentu í öðru sæti í bik-
arkeppni KKÍ eftir spennandi leik við
Keflavík.
Unglingaflokkur
Besti leikmaður: Hjalti Friðriksson og
Hörður Helgi Hreiðarsson
Drengjaflokkur.
Besti leikmaður: Þorgrímur Guðni
Bjömsson
11. flokkur, fæddir 1992
Þjálfari: Rob Newson
Mjög samhentur hópur drengja sem
hafa verið mjög duglegir að æfa, enda
hafa þeir bætt sig mikið á vetrinum.
Leikmenn 11. flokks kepptu jafnframt
með drengja- og unglingaflokki félags-
ins.
Mestu framfarir: Magnús Sigurðsson
Besta ástundum: Bergur Ástráðsson
Leikmaður ársins: Ásgeir Barkarson
9. -10. flokkur, fæddir 1993-1994
Þjálfarar: Birgir Mikaelsson og Rob
Newson
Það vom margir efnilegir strákar í 10.
flokki sem hafa bætt sig mikið í vetur.
Strákarnir spiluðu mikið upp fyrir sig
í vetur, með 11., drengja- og unglinga-
flokki.
10. flokkur, fæddir 1993
Mestu framfarir: Benedikt Blöndal
Bestu ástundun: Benedikt Blöndal
Leikmaður ársins: Knútur Ingólfsson
9. flokkur, fæddir 1994
Mestu framfarir: Wei Quan
Leikmaður ársins: Magni Þór Walterson
8. flokkur, fæddir 1995
Þjálfari: Birgir Mikaelsson
Mikill efniviður í þessum árgangi.
Strákarnir þurfa að halda áfram að leggja
mikið á sig við æfingar og framtíðin er
þeirra.
Mestu framfarir: Sigurður Dagur Einars-
son
26
Valsblaðið 2009