Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 19
Æskufélagarnir Theódór Hjalti Valsson og Óskar Bjarni Óskarsson héldu sameig-
inlega brúökaupsveislu í Valsheimilinu i sumar og var þessi mynd tekin á brúðkaups-
daginn. Frá vinstri: Theódór Hjalti Valsson, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Einar Örn
Theódórsson, Katla Margrét Óskarsdóttir, Arna Þórey Þorsteinsdóttir, Óskar Bjarni
Oskarsson. Fyrir framan: Benedikt Gunnar Óskarsson, Arnór Snœr Óskarsson.
allan daginn er ógleymanlegt. Þarna voru
líka bestu þjálfararnir. Fyrstu tvo dagana
horfði ég bara og gapti. Ég tímdi aldrei
að fara út úr Ólympíuþorpinu. Varðandi
liðið þótti mér alveg eins líklegt að við
myndum tapa öllum leikjunum eins og
að fara alla leið. ísland er með þann-
ig lið. Ég einsetti mér að njóta verunnar
og fá sem mest út úr hverjum degi. Sjálf-
ur var ég aldrei A-landsliðsmaður og mér
þótti því heiður að vera þarna. Ég fór í
lyftingasalinn og hljóp reglulega, ekki
síst til að vera í kringum þá bestu, læra
nýjar æfingar. Andinn í Ólympíuþorpinu
var ólýsanlegur.
Við áttum í vandræðum með varn-
arleikinn fyrir mótið og spiluðum illa
í Frakklandi á síðast mótinu fyrir leik-
ana. Strákarnir höfðu sín markmið og ef
vörnin hefði ekki smollið hefði þetta orð-
ið erfitt. Ég efast um að ég eigi eftir að
upplifa eins sterka fundi fyrir leiki og
áttu sér stað á Ólympíuleikunum. Þegar
maður finnur fyrir þessa bullandi sjálfs-
trausti leikmanna er unun af því að vera
á fundum og undirbúa liðið fyrir leiki.
Samvinnan, jákvæðnin og ábyrgðin voru
mögnuð. Fundurinn fyrir leikinn gegn
Póllandi í 8-liða úrslitum var rosalegur.
Menn voru að skiptast á skoðunum um
vamarleikinn og ég hef sjaldan verið eins
tilbúinn að fara í leik, sannfærður um að
allt myndi ganga okkur í hag. Pólland er
með eina mestu skyttu heims, Bieleke og
fyrir hann að komast á 12 metra er eins
og fyrir aðra að komast á 6 metra. Þenn-
an mann þurfti að stoppa. Við þjálfararnir
komum með tvær lausnir en niðurstaðan
var að grípa til þriðju lausnarinnar sem
kom frá leikmönnum. Svona er hægt að
Hver er Valsmaðurinn?
vinna með lið sem geislar af sjálfstrausti.
Þetta þriðja afbrigði gekk engan veginn á
æfingum en í leiknum gekk allt upp.
Ein af ástæðum þess að liðinu gekk
svona vel var að það var ekkert skemmt
epli í hópnum, menn þekktu sitt hlutverk
og voru eins og ein liðsheild. Fjöldi leið-
toga var í hópnum og ef menn fengu ekki
að spila fór þeir í ræktina, lyftu og hlupu
til að vera tilbúnir í næsta leik ef þess
gerðist þörf. Það var aldrei baktal í gangi
og blandan var algjörlega rétt. Stundum
er betra að vera með örlítið verri leik-
mann ef það er betra fyrir liðsheildina,
heldur en að taka betri leikmann sem
fellur ekki inn í hópinn. Sturla Ásgeirs-
son var lítið með af því Guðjón Valur er
heimsklassa leikmaður. Hann steig hins
vegar inn þegar Guðjón meiddist og spil-
aði frábærlega. í næsta leik fór hann á
bekkinn og var tilbúinn ef hans var þörf.
Þetta er alvöru íþróttamennska.
Ég er svo heppinn að þekkja þessa sig-
urtilfinningu úr yngri flokkunum, meist-
araflokki og með landsliðinu og veit
hvað samheldni og litlu hlutirnir skipta
miklu máli til að ná frábærum árangri."
- Hvaða væntingar hefurðu til vetr-
arins hjá Val?
„Mjög góðar. Hópurinn er flottur,
strákamir skemmtilegir en við getum
unnið alla og líka tapað fyrir öllum. Við
bjóðum upp á séræfingar sem leikmenn
nýta vel og ef við bætum okkur sem lið
getum við farið langt. Við erum ekki
með sömu breidd og áður og þurfum að
treysta á leikmenn úr 2. flokki en hinir í
liðinu eru í kringum 23 ára. Það er kúnst
að gera þessa leikmenn góða en það eru
krefjandi verkefni framundan."
- Hvernig sinnir Valur ungviðinu,
bæði félagslega og íþróttalega, ekki
síst hvað varðar að aia upp frábæra
einstaklinga sem og íþróttamenn?
„Valur er sérlega ríkt af einstaklingum
sem bera hag félagsins fyrir brjósti og
eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum
svo að félagið verði alltaf í fremstu röð.
Ég er frekar jákvæður að eðlisfari og tel
þar af leiðandi að allt starf í Val sé á upp-
leið. Við höfum bara verið í þessum nýju
húsakynnum í tvö ár og það tekur ákveð-
inn tíma að slípa starfið til að nýju. Ég
vil að sjálfsögðu sjá Val gera margt mun
betur en í dag en þetta er alltaf spurning
um peninga, tíma og forgangsröðun. Ég
myndi vilja sjá styrktarþjálfara hjá Val
sem vinnur alfarið með leikmenn niður
L.
Valsblaðið 2009
19