Valsblaðið - 01.05.2009, Side 32
MottóAra: Leggja mitt af mörkum og
gera mitt besta.
um hjá ykkur? Ari er ekki neinum vafa
með það: „ Hápunktur minn er úrslita-
viðureignin með Val við Keflavík 1992,
þá búnir að slá út ósigrandi lið Njarð-
víkur. Upplifunin að koma inn í íþrótta-
húsið klukkutíma fyrir leik og húsið fullt
af áhorfendum var mögnuð tilfinning,"
segir Ari. Yngvi segist eiga margar góð-
ar minningar frá ferlinum. „Maður hef-
ur upplifað sigra og sorgir í þessu eins
og öðru en fyrsti og eini titillinn með Val
er ógleymanlegur, Reykjavíkurmeist-
ari í Hagaskóla eftir sigur gegn ÍR 114—
29. Hópurinn var ótrúlega öflugur hjá
okkur, t. a. m.voru Ragnar Steinsson og
Ægir Hrafn Jónsson, sem var seinna val-
inn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar-
innar ekki alltaf í A-liðinu, það segir allt
sem segja þarf um styrk flokksins. Ann-
ars átti ég mikilli velgengni að fagna hjá
frændum vorum í Haukum og er íslands-
meistaratitillinn 2009 með stelpunum þar
án efa hápunktur ferilsins enn sem komið
er,“ segir Yngvi.
Hvernig er að koma aftur í Val? Báð-
ir eru þeir Yngvi og Ari ánægðir að vera
komnir heim og Yngvi segir:„Þegar kall-
ið kom og Valur vildi fá mig heim þá var
allt annað formsatriði. Ég verð að viður-
kenna að ég brosti allan hringinn þegar
ég tók beygjuna niður að Hlíðarenda og
það er ekkert sem jafnast á við að þjálfa
félagið sem stendur manni svo nærri
hjartanu. Ég vil leggja lóð mín á vogar-
skálarnar og hjálpa til við koma körfunni
á þann stall sem hún á skilið.“ Ari tekur
undir þetta og segir: „Það er frábært að
vera kominn aftur heim á Hlíð-
arenda. Það hefur ýmislegt
breyst og þá flest til batnaðar.
Aðstaðan hér er til fyrirmyndar
og sú allra flottasta á landinu.
Stefna mín hefur alltaf verið sú
að koma aftur á Hlíðarenda að
þjálfa og í vor gafst mér færi á
því sem ég greip.“
Hvaða markmið setjið þið
fyrir meistaraflokkana og
hvaða kröfur eru raunhœfar í
vetur? Þeir segjast báðir hafa
mjög breytta hópa frá fyrra
tímabili. Yngvi segir: „Margir
af strákunum sem voru þá eru
hættir og því þurfti að byggja
upp nýtt lið frá grunni. Endur-
nýjunin tókst framar vonum og
er ég í skýjunum með hvernig
til tókst. Við erum með blöndu
af ungum og efnilegum leik-
mönnum auk manna sem hafa
átt góðu gengi að fagna hjá sín-
um uppeldisfélögum. Allir þess-
ir strákar fagna þeirri áskorun
að koma Val upp um deild enda væri allt
annað óeðlilegt. Annars þarf liðið að fá
tíma til að slípast saman og byggist það
á þolinmæði og Ieikgleði.“ Ari segir að
hópurinn samanstandi af tiltölulega nýju
liði. „Miklar breytingar hafa átt sér stað
í liðinu frá því á síðasta tímabili. Mark-
mið okkar er að komast í úrslitakeppnina
og teljum við þau markmið vel raunhæf,"
segir hann.
Hvernig viljið þið byggja upp körf-
una hjá Val á nœstum árum?
Ari segir að til að laða að sem
flesta krakka þurfi að hafa góð-
ar fyrirmyndir, gott lið og góða
meistaraflokka. „Það þarf að
vera markviss þjálfun hjá yngri
flokkunum sem kemur von-
andi með ráðningu Lýðs sem
yfirþjálfara yngri flokka. Valur
ætti að bjóða upp á rútuferðir í
nálæga skóla til að sækja til sín
fleiri krakka. Strætósamgöngur
í kringum Hlíðarenda eru ekki
góðar og gerir það krökkum
erfitt fyrir að koma á æfingar.
Ekki eru mörg félög í Reykja-
vík sem hafa körfuboltadeildir
og ætti Valur því að eiga góða
möguleika á að fá til sín fullt
af krökkum" segir Ari. Yngvi
tekur undir þetta og segir; „Við
þurfum að búa til nýjar hetjur,
ala upp leikmenn með aga og
metnað sem vilja ná í fremstu röð með
Val og engum öðrum. Krakka sem bera
virðingu fyrir merki félagsins og sögu og
sætta sig einungis við að vera í toppbar-
áttu með Val. Uppbygging tekur tíma, en
með góðum árangri er alltaf auðveldara
að ná til barna. Þess vegna skiptir máli
að báðir meistaraflokkarnir spili í deild
þeirra bestu.“
Hvernig líst ykkur á yngri flokkana í
körfunni, bœði í karla og kvenna? Yngvi
segir: „Það er sérstaklega ánægjulegt að
Valur haldi úti starfi fyrir bæði kynin.
Það eru margir efnilegir iðkendur en við
þurfum fleiri. Of fáir eru í sumum flokk-
um og nauðsynlegt að fjölga iðkendum.
Ég bind miklar vonir við nýráðinn yfir-
þjálfara yngri flokka Lýð Vignisson, all-
ar forsendur eru fyrir hendi, aðstaðan,
staðsetningin og metnaðarfullir þjálfar-
ar.“ Ari tekur undir þetta og segir að hon-
um finnist verulega þurfa að auka þátt-
töku stelpna.
Vinnið þið Ari saman sem þjálfar-
ar, hvernig eru tengslin milli meistara-
flokks karla og kvenna í körfu? Ari segir:
„Við Yngvi eigum mikil samskipti varð-
andi körfuna og leggjum ýmislegt und-
ir hvorn annan. Samskiptin á milli meist-
araflokkanna er fín en mætti vera meiri á
milli leikmanna." Yngvi tekur undir þetta
en honum finnst þó að leikmenn liðanna
fylgist vel með gangi hvors annars og
hvetji til dáða.
Mottó Yngva: Reyndu að vera betri í dag
en í gœr. Lœrðu eins og þú munt lifa að
eilífu en lifðu eins og þú munt deyja á
morgun.
32
Valsblaðið 2009