Valsblaðið - 01.05.2009, Side 79
Berglind í 3.flokki, en hún vann fjölda
titla í handbolta með yngri flokkum Vals.
í hvern leik til að sigra,“ segir Berglind.
„Við höldum síðan góðu sambandi fyr-
ir utan æfingar og hittumst reglulega til
að gera eitthvað skemmtilegt saman, t.d.
höfum átkvöld, höldum golfmót, förum
í sund, óvissuferðir og margt fleira." Til
gamans má geta þess að kvennalið Vals
í handbolta varð síðast íslandsmeistari
1983 þegar Berglind var tveggja ára en
síðast bikarmeistari árið 2000.
Byrjaði í fótbolta hjá Val og hefur
afltaf fengið mikinn stuðning
foreldra
„Ég byrjaði að æfa fótbolta með Val 9
ára gömul, en byrjaði líka í handboltan-
um 12 ára. Ég æfði báðar íþróttirnar til
16-17 ára aldurs en ákvað þá að velja
handboltann, þar sem ég var valin í U20
ára landsliðið. Annars hef ég ekki æft
aðrar íþróttir fyrir utan fimleika í nokkra
mánuði. Pabbi, Hans Bjarni Guðmunds-
son, er mikill Valsari, og öll hans fjöl-
skylda og spilaði hann áður fyrr fótbolta
með Val, það lá því beinast við að fara
í Val en ekki Víking þrátt fyrir að búa í
Víkingshverfinu. Mamma, Steinunn E.
Njálsdóttir, og pabbi hafa bæði stutt mig
ótrúlega mikið og á ég þeim mikið að
þakka. Systkini mín hafa einnig stutt mig
dyggilega og skiptir það ótrúlega miklu
máli að mínu mati. Þau hafa öll verið
mjög dugleg að mæta á leiki hjá mér, upp
alla yngri flokkana og missa varla af leik
með meistaraflokknum eða með landslið-
inu. Það er einstaklega gott að spjalla við
pabba um leikina og hann lumar alltaf á
góðum ráðum. Svo hefur auðvitað frá-
bæri kærastinn rninn hann Bjarni Olafur
einnig stutt mig ótrúlega mikið og er frá-
bært að hafa hann til staðar.“
í sinursælum ynuri flokkum í
handbolta hjá vat
„Þegar ég byrjaði í handbolta 12 ára í 5.
flokki var Dagur Sigurðsson þjálfari. Ég
íslenski þjóðsöngurinn sunginn í Póllandi 2008. Berglind hefur leikið 90 landsleiki
með A landsliðinu í handknattleik og 45-50 með yngri landsliðum íslands.
tók tvær æfingar sem útileikmaður, en
svo vantaði markmann á æfingu og ég
ákvað að prufa og gekk ágætlega og fest-
ist því í marki. Ég var í mjög sigursælum
árgangi í Val og unnum við marga titla
upp alla yngri flokkana. í 3. flokki unn-
um við t.d. allt, þ.e. vorum deildarmeist-
arar, bikarmeistarar og íslandsmeistarar
en þá þjálfaði Erlingur Richardsson okk-
ur. Titlarnir hafa hins vegar ekki alveg
fylgt mér upp í meistaraflokkinn, en von-
andi breytist það fljótlega. Ég gleymi þó
aldrei þegar við unnum bikarmeistaratit-
illinn 2000 eftir ótrúlegan tvíframlengd-
an spennuleik. Ég hef haft frábæra þjálf-
ara í gegnum árin t.d. Dag Sigurðs, Óskar
Bjarna, Erling Richards, Ágúst Jóhanns-
son, Guðríði Guðjóns og nú Stefán Arn-
arson, og á ég þessum þjálfurum mikið
að þakka. Óskar og Dagur hugsuðu sér-
staklega vel um þjálfun markmanna þeg-
ar ég var í 5. og 4. flokki og hef ég búið
að þessum góða grunni. Þeir þjálfar-
ar sem ég hef haft í seinni tíð hafa einn-
ig kennt mér margt og er frábært að hafa
haft jafn færa þjálfa en jafnframt ólíka.“
Engir sépstakir draumar um
frekari atvinnumennsku í handbolta
Berglind reyndi fyrir sér í Danmörku þar
sem hún lék eitt ár með SK Árhus. Hún
segir að það hafi verið mjög gaman að
prufa atvinnumennskuna og sú reynsla
muni alltaf nýtast sér. „Ég fékk lítið að
spila og ákvað eftir tímabilið að koma
heim og spila með Val og byrja að vinna
sem hjúkrunarfræðingur hér heima. Ég
Deildarbikarmeistarartitli fagnað árið 2006.
Valsblaðið 2009
79