Valsblaðið - 01.05.2009, Side 110

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 110
Sigurður Marelsson fæddur 5. nóvember 1931 Dáinn 16. janúar 2009 Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Enn fækkar gömlu félögunum að Hlíðar- enda. Nú er Sigurður Marelsson eða Siggi Mar eins og allir Valsmenn þekktu hann, látinn. Sigurður er samofin minningum fullorðinna Valsmanna af Hlíðarenda sér- staklega á 7. áratugnum og er undirritaður í þeim hópi. Siggi Mar var að Hlíðarenda flestum stundum á þessum árum og sinnti félagsþörf yngri Valsmanna með samkom- um, sem haldnir voru í gamla „Fjósinu“. Þar sýndi hann fótboltamyndir og skrípa- myndir á forláta kvikmyndasýningarvél sem oftar en ekki sleit filmuna, en Siggi Mar reddaði alltaf málum með bros á vör. Þama sáum við strákamir Puskas taka Englendinga í nefið, Pele slá í gegn á HM í Svíþjóð 1958 og fleiri gullmola á milli þess sem Andrés Önd og Mikki Mús léttu okkur lund. Þessar stundir eru ógleyman- legar okkur Valsdrengjunum. sem þeirra nutu. Sigurður glímdi við Bakkus eins og margir af hans kynslóð, en hélt ávallt reisn í störfum sínum. Ef hann var að blóta Bakkus ferðaðist hann gjarnan um með gamla, snjáða, brúna skjalatösku, sem geymdi nauðsynleg gögn. Hann tók stund- um þátt í keppnisferðum mfl. karla í knatt- spyrnu á ámm áður og þá var „Ég kyssti hana kossinn einn“ sungið hástöfum í rút- unni á leiðinni í bæinn alveg upp í tíu kossa undir ömggri söngstjóm Sigga Mar. Sigurður var kennari við Breiðagerðis- skóla allan sinn starfsaldur eða í 38 ár. Eftir starfslok fór heilsu Sigurðar að hraka og dvaldi hann við góða umönnun að Vífilsstöðum síðustu árin,en alltaf var hugurinn hjá Val og að Hlíðarenda. Minn- isstæð er samverustund með Sigurði að Vífilsstöðum í tilefni 75 ára afmælis hans, sem nokkrir eldri Valsmenn stóðu að af ræktarsemi og virðingu við Sigga Mar. Við Valsmenn vottum aðstandendum Sigurðar samúð okkar. Minning Sigga Mar mun ávallt lifa með okkur að Hlíðarenda. Grímur Sœmundsen, formaöur Knattspyrnufélagsins Vals Gísli ÞÓP Sigurðsson Fæddur 3. mars 1922 Dáinn 29. október 2999 Við Valsmenn kveðjum góðan félaga þeg- ar við sjáum á bak Gísla Þór Sigurðssyni. Gísli var fæddur Vestmannaeyingur. Tengsl voru ætíð mikil milli Vals og Eyjamanna og Gísli var einn hlekkurinn í þeim góðu tengslum. Fljótlega eftir að Gísli flutti til Reykjavíkur árið 1963 hóf hann störf sem húsvörður í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda og starfaði þar í átta ár eða frá 1965-1973. Gísli sýndi mikla röggsemi í störfum sín- um að Hlíðarenda jafnframt því sem hann lagði sig fram um að tryggja að umgengni um mannvirki félagsins væri iðkendum til sóma. Það gat orðið nokkuð stormasamt á köflum en Gísli naut virðingar þeirra sem gengu um íþróttahúsið og á góðum stund- um var stutt í brosið. Gísli unni sínu félagi og sat í stjóm knatt- spymudeildar Vals frá árinu 1967 til ársins 1978, lengst af sem gjaldkeri en jafnframt sem formaður deildarinnar árið 1975. Þeg- ar stjómarsetu hjá Val lauk tók hann sæti í stjóm Knattspymuráðs Reykjavíkur - KRR og sat þar sem fulltrúi Vals frá árinu 1979 til 1989 og sem formaður ráðsins frá 1982. Ennfremur var Gísli formaður Fulltrúaráðs Vals frá 1983-1987. Gísli var afar traust- ur maður, fylginn sér og framsýnn og var fljótur að leggjast á sveif með málum sem horfðu til framfara. Gísli var sæmdur gull- merkjum Vals, KRR, KSÍ og ISI og einnig Valsorðunni. Á kveðjustund þakkar Knattspymu- félagið Valur innilega fyrir hið mikla og óeigingjarna starf sem Gísli lagði til félagsins um leið og fjölskyldu hans eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Vals Magnús Þópapinn Sigupjónsson Fæddur 31. ágúst, 1913 Dáinn 21. september 2999 Það hefur ávallt yljað mér um hjartarætur að hitta eldheita Valsmenn sem bera sanna umhyggju fyrir félaginu og láta aldrei sitt eftir liggja þegar leitað er til þeirra. Þessir einstaklingar styðja félagið sitt í gegnum súrt og sætt og er auðvelt á sjá Valsglamp- ann í augum þeirra. Magnús Þórarinn Sig- urjónsson var einn traustasti Valsmaður sem ég þekkti. Hann var fastagestur á vell- inum þegar ég sleit takkaskónum á Hlíð- arenda, ómissandi þáttur á leikdegi ásamt fleiri fræknum köppum sem höfðu sterkar skoðanir og létu í sér heyra. Slíkir kappar heyra nánast sögunni til, kappar sem létu aldrei kappið bera feg- urðina ofurliði. Stuðningur þeirra var ómetanlegur, þægileg nærvera og hávær hróp. Það að hlaupa inn á völlinn og sjá styrkustu stoðir Vals á hliðarlínunni gaf okkur Valsmönnum ákveðið forskot, innan vallar sem utan. Magnús Sigurjónsson var ein af perlum miðbæjarins, hnarreistur, fjallmyndarlegur, snyrtilega klæddur, ákveðinn, brosmildur, viðræðusnjall og síðast en ekki síst sannur Valsmaður. Við hittumst oft á göngu eða á kaffihúsum og hann var ávallt skemmti- lega sprækur og unglegur og forvitinn um okkar ástkæra félag. Hann og vinir hans 110 Valsblaðið 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.