Valsblaðið - 01.05.2009, Side 20
Hver er Valsmaðurinn?
í 4. flokk, kennir þeim æfingar þar sem
eingöngu er unnið með eigin líkams-
þyngd og að þessi aðili vinni síðan í nánu
samvinnu við aðra þjálfara varðandi upp-
byggingu leikmanna. Þessi þjálfari á allt-
af að vera til staðar, skrá allt sem iðk-
endur gera, kennir jafnvel hlaupatækni
og svo framvegis. Með þessum hætti er
hægt að fylgjast með „æfingasögu“ hvers
og eins. Við tölum dálítið mikið um þetta
en ég trúi því að þetta verði að veruleika
fyrr en síðar.
Ég vil sjá það sama að Hlíðarenda og
í Vatnaskógi þar sem verið er að keppa
um ákveðinn tíma í brekkuhlaupum og
fleiru. Það væri gaman ef skráðir væru
bestu tímamir í háskólahlaupi, sem margir
þekkja, og að menn reyndu að bæta það.
Ég myndi vilja sjá menn keppa um besta
tímann í sprettum upp hitaveitustokk-
inn, Öskjuhlíðarhlaup, flestar armbeygj-
ur, upphífur og svo framvegis. Þetta yrði
hvetjandi fyrir iðkendur sem vildu að
sjálfsögðu bera sig saman við þá sem eru
bestir í þessum hliðargreinum, sem eru
ákveðinn undirstaða. Ég myndi vilja að
Valur gerði ákveðnar kröfur til líkamlegs
atgervis leikmanna. Hver vill ekki bera sig
saman við Ólaf Stefánsson í einhverjum
greinum? Svona upplýsingar mætti hengja
upp á vegg hjá Val, öðrum til hvatningar
um að slá met þekktra leikmanna.
Valur er með rauðan þráð í starf-
inu og við þurfum að kenna þjálfurum
Vals að nýta hann betur. Við þurfum að
fjölga æfingum í hverjum flokki, vera
með æfingar á DVD diskum sem íþrótta-
iðkendur geta fengið svo þeir viti hvað
þeir eiga að vera búnir að læra í hverjum
flokki. Við eigum að skipuleggja hvern-
ig við vinnum með félagsþroska, liðs-
heild, leiðtogaþjálfun, hugarþjálfun og
svo mætti lengi telja. Þjálfarnir verða að
vera mjög leitandi svo að þetta nái allt
fram að ganga.
Þegar öllu er á botninn hvolft skipt-
ir öllu máli hverjir eru að þjálfa hjá
félaginu. Þeir þurfa að elska starfið sitt
og eldmóðurinn þarf að skína úr aug-
um þeirra. Við höfum verið heppnir með
marga þjálfara sem hafa verið flottar fyr-
irmyndir. í handboltanum höfðum við
Boris sem kenndi ákveðna tækni, síðan
Magga Blöndal, Theodor, Tobba, Geir,
Valda og fleiri en í fótboltanum höfum
við verið sérstaklega heppin í kvenna-
flokkunum. Við höfðum Elísabetu Gunn-
arsdóttur sem bjó ekki bara til góða leik-
menn, heldur líka „litlar Betur“ sem tóku
við af henni í þjálfun og unnu á svipuð-
um nótum, félagslega og tæknilega. Fót-
boltinn karla megin hefur reyndar bætt
sig gríðarlega síðustu 10 árin og loksins
eru þjálfaramálin í yngri flokkunum að
komast í gott horf. í öllum greinum hjá
Val þurfum við að búa til miklu fleiri frá-
bæra þjálfara.
Ég elska að vera að Hlíðarenda og öll
fjölskyldan unir sér hvergi betur en hér.
Svona vil ég að öllum Valsmönnum eigi
að líða. Það er draumur margra í félaginu
að geta komið hingað og fundið ýmislegt
við sitt hæfí, spila bridds, horfa á fótbolta,
gera eitthvað saman í Lollastúku. Það
er ekki nóg að búa til nýja Óla Stef eða
Guðna Bergs, heldur þurfum við að búa
til enn sterkari félagsmenn og það gerum
við með enn öflugra starfi. Ég sjálfur get
gert miklu betur í þessum efnum.
Þegar ég starfaði sem íþróttafulltrúi
Vals var einstaklega gaman að vinna með
Ágústi Björgvinssyni og Elísabetu Gunn-
arsdóttur. Þorlákur Árnason átti góð-
ar stundir með okkur. Þarna voru grein-
arnar þrjár í góðu samstarfi og þetta fólk,
auk mín, ætti að vera í fullu starfi við að
sinna yngri flokkunum. Ekki meistara-
flokki. Þótt ég telji mig einn af hæfustu
þjálfurum í meistaraflokki ætti ég miklu
frekar að einbeita mér að yngri iðkend-
um. Við þrjú skiptumst á skoðunum
endalaust enda vorum við miklu meira
en þjálfarar, við bárum hag iðkenda fyr-
ir brjósti og fylgdumst með hvernig gekk
í skólanum og heimafyrir. Boris gamli er
endalaust að hvetja mig til að sinna ung-
viðinu því hann segir að ég viti aldrei
hvenær ég missi lykilmenn í meistara-
flokki í burtu. Hann vill endalausar sér-
æfingar sem skila vitanlega frábærum
árangri. Þetta lærði ég hjá honum, Tobba
og Theodori."
Fjölskylda Óskar Bjarna telur sex
manns en auk hans og Ömu eru það Am-
ór Snær 9 ára, Benedikt Gunnar 7 ára,
Katla Margrét 2 ára og Laufey Helga
Óskarsdóttir 2 mánaða. Óskar og Ama
giftu sig 4. júlí síðastliðinn en þau héldu
sameiginlegt brúðkaup með Tedda og
Auði en eins og allir vita er Teddi einn af
starfsmönnum Vals.
„Við Teddi spiluðum saman í gegn-
um alla yngri flokkana, höfum ávallt ver-
ið bestu vinir, þannig að það var ekkert
annað í stöðunni en að taka sama dag-
inn í þetta. Eiginkonur okkar vom báð-
ar í Gerplu, í kvennó og saumó og þar
fyrir utan eigum við sameiginlega vini.
Það var því heppilegt að láta pússa okkur
saman hlið við hlið. Brúðkaupið var eft-
irminnilegt enda fór presturinn á kostum
og fjöldi vina tróð upp í veislunni. Stebbi
Hilmars tók lagið, Bjarki Sig tók Michael
Jackson, Stefán æskuvinur og tenór söng
líka og gaf tóninn varðandi framtíð Vals
og okkar sem verður ein sigurganga."
Michael Jackson dansar
Break | Freestyle | Mambó
Salsa | Brúðarvals
Hiphop | Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn - Unglingar -
Fullorðnir
DANSSKÓLI
Jóns Péturs og Köru
Dansfélag Reykjavíkur
l
Ýmis starfsmanna,- stéttar- og sveitarfélög
veita styrki vegna dansnámskeiöa.
Dansráð Islands | Faglærðir danskennarar Valsheimilið Hllðarenda | 101 Reykjavfk | Slmi 553 6645 | dans@dansskoli.is
| www.dansskoli.is
20
Valsblaðið 2009