Valsblaðið - 01.05.2009, Side 104
Á laugardögum kl. 9:40 er starfræktur íþróttaskóli Vals fyrir litla Valsara
á aldrinum 2-6 ára. Námskeiðin eru tvö í vetur og mættu 60 börn á fyrsta
námskeið sem var frá sept. - des. 10 skipti samtals. Seinna námskeiðið
byrjar 23. janúar og er í 10 skipti. Námskeiðið kostar 6.000 kr.
Margt skemmtilegt var í boði, s.s. þrautabrautir, leikir, boltaleikir
o.s.frv. Börnin tóku virkan þátt og foreldrar þeirra líka. Námskeiðin eru
fjáröflun hjá 3. fl.kv. en þjálfarar þeirra Sossa og Orri skipuleggja tímana.
Jákvætt andrúmsloft ríkir í skólanum og er þetta skemmtileg leið fyr-
ir unga Valsara að kynnast Hlíðarenda og því fjölbreytta starfi sem í boði
er hjá Val. Fyrstu skrefin eru tekin í íþróttaskóla Vals og þess vegna mikið
lagt upp úr gleði og fjöri.
Við viljum þakka litlu vinum okkar fyrir síðasta námskeið og vonumst
til þess að sjá sem flesta aftur. Skráning fer fram á soal3@hi.is
Valskveðja jrá Sossu, Orra
og 3.fl. kvenna
Knattspyrnuskóli Vals 2009
í sumar voru haldin fjögur tveggja vikna námskeið í Knatt-
spyrnuskóla Vals. Öll námskeiðin voru vel sótt af börnum af
báðum kynjum og var kynskiptingin nokkuð jöfn. Þjálfar-
ar skólans voru flestir þjálfarar í Val og voru ásamt undirrit-
uðum, Breki, Margrét, Kristín Lovfsa, Valdimar, Guðmund-
ur Steinn og Eddi.
Skóladagurinn var tvískiptur, fyrir kaffi var farið í tækni-
æfingar, sendingar, skot, fyrirgjafir o.fl. En eftir kaffi var
skipt í nokkur lið og spilað. Á fyrstu tveimur námskeiðun-
um var krökkunum skipt niður eftir aldri og kyni en á síð-
ari tveimur voru hóparnir blandaðir. Á síðasta degi hvers
námskeiðs var haldin keppni á milli liða og að auki var víta-
keppni. Öll börnin fengu svo verðlaun í lokin.
Það er frábært fyrir börnin að koma á æfingasvæði Vals
snemma á morgnana yfir sumarið og vera með bolta á tán-
um fram að hádegi, flest af þessum börnum eru síðan líka að
æfa með sínum flokki eftir hádegið, þetta mun gera þau betri
í fótbolta án efa.
Æfingasvæðið sem börnin hafa í dag er mun betra en áður
fyrr og ég mæli með því að foreldrar barnanna sendi börnin
sín í knattspyrnuskóla Vals næsta sumar.
Takk fyrir frábært sumar. Bestu kveðjur
Hallur Kristján Asgeirsson, skólastjóri knattspyrnuskóla
Vals sumarið 2009
104
Valsblaðið 2009