Valsblaðið - 01.05.2009, Side 9

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 9
Starfið er margt Öflugt félags- og sjálfboðastarf í sumar var gert sérstakt átak í fjölg- un félagsmanna í Val. Til að stjórna því verkefni var fenginn Ingi Björn Alberts- son og eins og hans var von þá fjölgaði skráðum félagsmönnum töluvert og eru þeir nú á sjötta hundrað. Markmið okk- ar er að fjölga þeim mun meira á þessu ári og næsta því sannarlega erum við allt offá. Það hefur oft verið rætt hin síðari ár að tími sjálfboðaliða væri liðinn. Sem bet- ur fer er þetta ekki raunin og innan okk- ar félags er margt fólk sem finnur sig í að styðja við félagið sér til ánægju í símum frítíma. Þessu fólki þakka ég þeira fram- lag sem aldrei er of þakkað. Einnig finn ég fyrir því í starfi mínu sem formaður hversu gott er að leita aðstoðar með ýmis mál til félagsmanna sem undantekning- arlítið eru tilbúnir til að ljá félaginu lið- sinni sitt. Ég vil hvetja fólk til að koma til starfa fyir félagið á sínum forsendum, næg og fjölbreytt verkefni eru fyrir alla í lengri eða skemmri tíma. Sterkir innvið- ir eru undirstaða hvers félags og það er í höndum okkar félagsmanna hverju sinni að efla þá og styrkja. Það þótti tíðindum sæta í haust þeg- ar Valur féllst á beiðni bræðrafélagsins Hauka um að þeir fengju að leika nokkra leiki á knattspyrnuvelli Vals næsta sum- ar. Haukar sem nú eru í efstu deild að nýju í knattapymu eftir nokkra fjarvem bæði í kvenna- og karlaflokki, hafa ekki aðstöðu á félagssvæði sínu fyrir stærri viðburði í knattspyrnu, fengu ekki áheym hjá nágrönnum sínum í FH um afnot að velli þeirra. í ljósi sögunnar og uppmn- ans kom ekki annað til greina af hálfu Vals en að gata Hauka yrði greidd eins og kostur yrði, þó þannig að það kæmi ekki niður á meistaraflokkum Vals. Þetta var ekki síst gert til að heiðra minningu stofnanda félaganna sr. Friðriks Friðriks- sonar. Við tökum því vel á móti Haukum hér á Hlíðarenda næsta sumar og bjóðum þá velkomna. Valsmenn hf. em ómetanlegur bak- hjarl Vals og ekki síst á tímum eins og við upplifum nú um stundir. Á árinu hafa þeir styrkt félagið til að laga aðstöðu fyr- ir iðkendur og foreldra í félagsaðstöð- unni, lagfært aðkomu við húsið, lagt til útilýsingu, greitt fyrir girðingarvinnu í kringum félagssvæðið svo fátt eitt sé nefnt. Vil ég þakka Brynjari Harðarsyni stjórnarformanni og stjóm Valsmanna fyrir umhyggju þeirra fyrir öllu sem að Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 2009 með framkvœmdastjóra. Frá vinstri. Stefán Karlsson framkvœmdastjóri Vals, Sveinn Stefánsson formaður handknattleiks- deildar, Hörður Gunnarsson formaður, Eggert Þór Kristófersson varaformaður og Lárus Blöndal formaður körfuknattleiksdeildar. A myndina vantar E. Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar, Hafrúnu Kristjánsdóttur og Hermann Jónasson. Val snýr og virkilega gott samstarf á árinu sem er að líða. Ný stjóm var kjörin á aðalfundi félags- ins 1. apríl sl. Stjórnina skipa: Hörður Gunnarsson formaður, Eggert Þór Krist- ófersson varaformaður, Hafrún Kristjáns- dóttir, Hermann Jónasson, Edvard Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar, Sveinn Stefánsson formaður handknatt- leiksdeildar og Láms Blöndal formaður körfuknattleiksdeildar. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Knattspymufélagsins Vals undir stjóm Stefáns Karlssonar framkvæmdastjóra fyr- ir vel unnin störf og gott samstarf og óska þeim ásamt öllum Valsmönnum og fjöl- skyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að saman ger- um við Val að enn stærra og betra félagi. Valskveðja, Hörður Gunnarsson formaður Knattspyrnufélagsins Vals Baldur Bongó ódrepandi í pöllunum með trommurnar að vopni. Stuðningsmenn geta skipt sköpum og gefa liðinu þann aukakraft sem þarftil að fara alla leið. Valsblaðið 2009 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.