Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 74
Sigurvegar Old girls Vals á haustmóti 2008. Efri röð frá vinstri: Sojfía Ámundadóttir,
Guðrún Sœmundsdóttir, Eva Halldórsdóttir, Sigrún Birna Norðfjörð, Erna Lind
Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Kristbjörg Helga
lngadóttir, íris Björk Eysteinsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir og Margrét Óskarsdóttir.
Fótbolti er lífið
Ragnheiður Víklngsdóttir lék ánum saman
fðtbolta í Val í fyrsta afrekshópi fólagsins í
kvennaknattspyrnu. Nó feta dætur hennar prjár,
Heiða Dröfn, Hildur og Harpa Karen, í fótspor hennar
í yngri flokkum Vals í fótbolta með dyggum stuðningj
foreldranna, Röggu og Antons Ettir cmm mgeírsson
Það fer ekkert á milli mála að Valur á
stóran sess í lífi Ragnheiðar Víkingsdótt-
ur og fjölskyldu hennar sem komið hef-
ur sér vel fyrir í Kjalarlandi í Bústaðar-
hverfinu. Blaðamaður Valsblaðsins mælti
sér mót við fjölskylduna eina kvöldstund
í nóvember til að ræða um tengslin við
Val og hitti alla meðlimi fjölskyldunnar
heima nema Anton Karl Jakobsson sem
var á fundi hjá Fylki þar sem hann lék
fótbolta á yngri árum. Það var notalegt
að setjast niður í stofunni og ræða um
Val, bæði gamla tíma og stöðuna í dag,
100 ára afmælið sem er framundan og
það er greinilegt að í þeim öllum er stórt
Valshjarta og sannkölluð Valsfjölskylda
á ferð. Ragga lék fótbolta með Val allt
frá stofnun kvennaknattspyrnu hjá Val
1977 til 1994 og vann til fjölda titla með
félaginu á þeim tíma. Anton lék fótbolta
á yngri árum með Fylki og hefur síðari ár
stutt dyggilega við íþróttaiðkun dætranna
og hafa þau bæði tekið virkan þátt í for-
eldra- og félagsstarfi hjá Val. Elsta dótt-
ir þeirra, Heiða Dröfn, er 17 ára og leik-
ur fótbolta með 2. og meistaraflokki Vals
og yngri landsliðum, Hildur er 14 ára og
er nýbyrjuð í 3. flokki Vals og Harpa er
yngst 10 ára í 5. flokki Vals. Þær hafa
allar gríðarlega mikinn áhuga á fótbolta,
mikinn metnað og stefna allar á að leika
með meistaraflokki Vals, kvennalands-
liðinu og verða atvinnumenn erlendis í
framtíðinni. Fótbolti er mjög mikilvæg-
ur fyrir fjölskylduna, er áhugamál þeirra
allra og daglegt líf snýst mikið í kring-
um fótboltann, enda ófáar stundirnar sem
fara í æfingar, leiki, keppnisferðir, fjár-
Valsfjölskyldan
öflun og að starfa í kringum fótboltann
og horfa á leiki.
Frumbernska kvennafótboltans hjá
Val
Ragga var í Hvassaleitisskóla og æfði
ekki íþróttir í barnæsku nema í leik-
fimitímum. Það var ekki fyrr en hún var
um fermingu sem hún fékk áhuga á að
fara að æfa fótbolta en íþróttakennar-
inn hennar hjálpaði henni að finna lið. Á
þeim árum var ekkert fjallað um kvenna-
knattspyrnu í fjölmiðlum og örfá lið voru
með kvennadeildir. Fyrsta íslandsmótið í
kvennaknattspyrnu fór fram 1972, þeg-
ar Ragga var 10 ára, með örfáum Iiðum
en fyrstu árin voru FH og Ármann aðal-
liðin. Ragga leitaði að liðum, kynnti sér
m.a. starfið hjá Ármanni, en leist ekki
nægilega vel á það. Á þeim árum var
ekki kvennafótbolti hjá Val, en nokkr-
ar handboltastelpur höfðu áhuga á því að
spila fótbolta á sumrin og þannig kynnt-
ist Ragga Val, fór að æfa fótbolta með
handboltastelpunum og nokkrum stelp-
um úr Ármanni og fljótlega tók að mynd-
ast góður kjarni. Ragga segir að þær
hafi fengið tvær æfingar á viku á vet-
urna en 3^1 á sumrin, þjálfunin hafi ver-
ið mjög góð, fínar tækniæfingar og þær
fengu mikið að spila fótbolta. Aðalþjálf-
ari liðsins var Júrí Ilichef og ber Ragga
honum vel söguna. I þessum kjarna voru
t.d. stelpur sem áttu eftir að leika árum
saman fótbolta með Val og ná langt, t.d.
Bryndís Valsdóttir, Anna Eðvaldsdótt-
ir, Sólrún Ástvaldsdóttir, Cora Barker,
Jóhanna Pálsdóttir og Erna Lúðvíksdótt-
ir. Miðað við aðstæður og umgjörð þá
megi teljast sérstakt hversu sterkur hópur
myndaðist strax i árdaga hjá Val.
Fyrsti íslandsmeistaratitillinn og
bikardrottningar
Ragga segist muna mjög vel eftir þess-
um fyrstu árum, áhuginn á fótbolta og
leikgleðin hafi drifið stelpurnar áfram og
1977 tóku þær í fyrsta sinn þátt í íslands-
móti. Strax árið á eftir lönduðu þær fyrsta
íslandsmeistaratitlinum og á næsta ára-
tug náðu þær fjórum titlum. „Breiðablik
var langerfiðasti mótherjinn á þessum
árum og síðar var Skaginn með hörkulið
en það var sálrænt mjög mikilvægt hjá
okkur að vinna Breiðablik í fyrsta sinn,
eftir það vissum við að okkur væru all-
ir vegir færir“, segir Ragga sannfærandi.
Hún segir að þeim hafi gengið mun bet-
74
Valsblaðið 2009