Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 80
Berglind með góðum Valsfélaga Hafrúnu
Kristjánsdóttur eftir landsleik.
hef í raun ekki sett mér nein frekari mark-
mið um atvinnumennsku, mér hefur verið
sýndur áhugi frá liðum erlendis en aðstæð-
ur hafa ekki verið alveg nógu heppilegar
til að ég hafi ákveðið að slá til.“
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki til
að ná einbeitingu?
„Það er í raun bara þetta klassíska, ég
hugsa vel um mataræðið og hvíldina,
reyni að borða hollan og góðan mat og
fara snemma að sofa fyrir leiki. Ég skoða
stundum myndbönd af andstæðingunum
og reyni að kortleggja skotin þeirra. Á
leikdegi hvíli ég mig alltaf í klukkustund
fyrir leiki þar sem ég einbeiti mér ein-
göngu að leiknum, en annars er ég ekki
með neina ákveðna rútínu fyrir hvern
leik, fer í raun bara eftir því hvemig mér
líður hverju sinni.“
Hvernig finnst þér umgjörðin vera í
handboltanum hjá Val?
„Umgjörðin er mjög góð að mínu mati,
það er hugsað einstaklega vel um okkur
og er allur aðbúnaður 100% og em allir
alltaf tilbúnir að gera betur. Þjálfarinn og
teymið hans, þ.e. Jói Lange, Valli og Við-
ar em topp klassa menn. Stjórnin og all-
ir starfsmenn Vals eiga mikið hrós skilið
fyrir flott starf. Stuðningsmennirnir okk-
ar em klárlega þeir bestu og eiga hvflikt
hrós skilið, mæta á alla leiki og láta enda-
laust mikið í sér heyra, sama hver staðan
er og em algjörlega ómissandi. Auðvit-
að viljum við samt fá fleira fólk á leik-
ina, en þeir sem koma em frábærir. Svo
þegar Baldur bongó og sambasveitin hans
mætir þá toppar ekkert þá stemningu. Það
vinna margir í kringum okkur mjög óeig-
ingjarnt starf í sjálfboðavinnu og án þeirra
væri þessi flotta umgjörð og flotta stemn-
ing sem oft myndast ekki til staðar."
Skemmtilent að komast með
landsliði UZO ára í lokakeppni HM
til Kína
„Ég hef tekið þátt í mörgum skemmtileg-
um verkefnum með landsliðinu og er erf-
Gengið á Esjuna með kvennalandsliðinu
í handbolta.
og getan er til staðar, þannig að vonandi
mun okkur takast að komast á EM.“
Nú hefur þú séð mikla breytingu á
allri aðstöðu á Hlíðarenda. Hvaða máli
telur þú að það skipti fyrir starfið hjá
félaginu?
„Aðstaðan á Hlíðarenda er rosalega flott
og frábært að fá að æfa í jafn glæsilegri
höll. í dag er hægt að bjóða iðkendum
upp á topp aðstöðu í handbolta, fótbolta
og körfubolta. Hægt er að bjóða flokk-
um upp á betri æfingatíma þar sem fleiri
flokkar geta verið að æfa í einu og hægt
er að taka á móti fleiri iðkendum. Gervi-
grasvöllurinn hefur auk þess breytt miklu
fyrir fótboltann og í framtíðinni verð-
ur frábært að fá yfirbyggðan völl. Með
þessari flottu aðstöðu er hægt að bjóða
öllum að æfa á Valssvæðinu í stað þess
að dreifa æfingum um íþróttasali og velli
í borginni. Valsheimilið er orðið að eins
konar miðstöð með frábærum anda, þar
er einnig flott aðstaða fyrir foreldra til
að fylgjast með æfingum hjá börnunum
og einnig er góð aðstaða fyrir félagsleg
verkefni. Þessi flotta aðstaða laðar von-
andi fleiri iðkendur til félagsins. Aðstað-
an er einnig mjög flott fyrir áhorfend-
ur bæði inni í Vodafonehöllinni og úti á
Vodafonevellinum og vonandi að Valsar-
ar nær og fjær nýti sér það og mæti vel
á völlinn til að styðja Val, því jákvæður
stuðningur áhorfenda getur skipt sköp-
um. Svo er auðvitað æðislegt að hafa
heita potta í klefum, eitthvað sem okk-
ur stelpunum hefur dreymt um frá því
við vorum í 4. flokki er loksins orðið að
veruleika."
Hvernig líst þér á yngri flokkana
hjá Val í handbolta, bæði karla og
kvenna?
„Ég held það sé ágætlega staðið að yngri
flokka þjálfun í Val og er metnaður hjá
félaginu að standa vel að yngri flokkun-
um sem er að mínu mati afar mikilvægt,
þ.e. halda vel utan um yngri flokka starf-
ið til að krakkar haldi áhuga sínum og
skili sér upp í meistaraflokka félagsins.
Það hefur verið stofnað sérstakt barna-
itt að velja eitthvað eitt
sem stendur upp úr hjá
mér. Það var t.d. mjög
skemmtilegt að fá að
fara til Kína á HM U20 ára og kynnast
aðeins landinu og menningunni, auk þess
sem við vorum fyrsta kvennalandsliðið
í handbolta til að komast á lokakeppni.
Það var einnig mjög minnisstætt þeg-
ar við lékum á útivelli við Makedóníu í
undankeppni HM. Leikurinn fór fram í
niðurníddri höll þar sem fjalirnar í gólf-
inu voru lausar og klósettin í höllinni
voru hola ofan í jörðina. Leikurinn fór
fram í troðfullri höll af trylltum áhorf-
endum sem gerðu ekki annað en að púa
á okkur, hrækja inn á völlinn og á haus-
inn á þeim sem sátu á varamannabekkn-
um og kasta hnetum í leikmenn. Leik-
urinn tapaðist því miður en aðstæðurnar
gerðu leikinn mjög minnisstæðan.
Stemningin hjá landsliðinu er mjög
góð í dag. Það hefur verið mikil endur-
nýjun í landsliðinu undanfarin ár, en í
dag er kominn ákveðinn kjarni í hópinn
sem hefur verið saman um tíma og höf-
um við þ.a.l. spilað betur og betur upp á
síðkastið og er góður stígandi í leik liðs-
ins. Við hittumst oftast í stuttan tíma fyrir
hvert verkefni, en reynum alltaf að gera
eitthvað félagslegt saman til að þjappa
hópnum saman. Það er alltaf eitthvað
sprell í öllum ferðum eins og spurninga-
keppni milli yngri og eldri. Einnig borð-
um við oft saman í æfingatörnum, förum
í ratleik, óvissuferðir og annað skemmti-
legt.“
Hvaða möguleika telur þú að lands-
liðið hafi að komast í lokakeppni
stórmóts?
„Möguleikar kvennalandsliðsins á að
komast á stórmót eru virkilega góð-
ir. Við lentum nú í riðli með Austurríki,
Frakklandi og Bretlandi í undankeppni
fyrir EM og teljum möguleika okkar til
að komast áfram vera góða. Nú er leik-
ið heima og að heiman. Við höfum spil-
að 2 leiki í riðlakeppninni, tapað fyr-
ir Frakklandi og unnið Austurríki hér
heima. Möguleikinn er klárlega til stað-
ar og erum við staðráðnar í því að kom-
ast á lokamót og tel ég það mjög raun-
hæft markmið þar sem tvö lið komast
upp úr riðlinum. Það yrði frábær árangur.
Markmið hópsins eru skýr og allir stefna
að því sama, sem er mikilvægt. Trúin
80
Valsblaðið 2009