Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 111
Minning
áttu sín sæti á Hótel Borg árum saman
enda þurfti að útkljá margt yfir kaffibolla,
ráða lífsgátuna eða kitla hláturtaugarnar.
Með Magnúsi er genginn merkileg-
ur maður, traustur Valsmaður. Fyrir hönd
leikmanna meistaraflokks Vals í knatt-
spyrnu á níunda áratug síðustu aldar votta
ég fjölskyldu hans samúð.
Þorgrímur Þráinsson
Bergur Guðnason
Fæddur 29. september 1941
Dainn 5. nóvember 2009
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val
Valsmaðurinn Bergur Guðnason, lögmað-
ur, er látinn eftir stutta baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Bergur gekk ungur til liðs við
Knattspyrnufélagið Val og lék knattspyrnu
og handknattleik með félaginu allt upp
í meistaraflokk í báðum greinum. Þegar
þar var komið valdi hann handknattleik-
inn og lék hann með íslenska landsliðinu
í handknattleik. Bergur var ein kjölfest-
an í hinni frægu Mulningsvél sem varð til
í meistaraflokki Vals í handknattleik á átt-
unda áratugnum. Bergur varð tvisvar sinn-
um íslandsmeistari og einnig bikarmeistari
með Val á þessum árum. Mulningsvélin er
gott dæmi um hina einstöku vináttu sem
endurtekið hefur myndast innan keppn-
isflokka Vals, en Mulningsvélarhópur-
inn hefur haldið vel saman alla tíð síðan
og verið einn margra félagslegra bakhjarla
Knattspymufélagsins Vals.
Bergur var afar farsæll leiðtogi og leiddi
hann Knattspyrnufélagið Val sem formað-
ur á ámnum 1977-1981. Eftir það átti
hann sæti í stjóm Handknattleikssambands
íslands og átti auk þess lengi sæti í Iþrótta-
dómstóli íþróttasambands íslands. Bergur
var víðsýnn og jákvæður maður með góð-
an húmor og átti vini í öllum íþróttafélög-
um. Bergur var sæmdur Valsorðunni vegna
frábærra starfa sinna fyrir Knattspymu-
Valsblaðið 2009
félagið Val auk heiðursmerkja HSÍ og
ISI. Bergur stóð ekki einn þegar að stuðn-
ingi og þátttöku í félagsstarfi Vals kom.
Öll fjölskyldan stóð einhuga með honum.
Allir strákamir; Guðni, Böðvar og Bergur
hafa leikið fjölda leikja með félaginu auk
þess að vera því ávallt tryggir og hjálp-
fúsir. Elín, eiginkona Guðna, sat einnig í
aðalstjóm Vals í nokkur ár. Bergs verður
nú sárt saknað af fjölskyldunni og stómm
vinahópi í Val.
Knattspyrnufélagið Valur þakkar Bergi
af miklum hlýhug fyrir allt hans ómetan-
lega starf fyrir félagið og sendir Hjördísi
og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj-
ur. Góður Valsmaður er genginn langt um
aldur fram.
Höröur Gunnarsson, formaöur
Knattspyrnufélagsins Vals
Sigurður Ólafsson
Fæddur 7. desember 1910
Dáinn 25. febrúar 2009
Kveðja frá Knattspyrnufélaginii Val
Sigurður Ólafsson, heiðursfélagi Knatt-
spyrnufélagsins Vals, er fallinn frá 92ja ára
að aldri. Ævi og störf Sigurðar em samof-
in sögu Vals í meira en hálfa öld.
Sigurður átti einstakan afreksfer-
il í knattspyrnu með Val, sem spannaði á
þriðja áratug frá árinu 1935 til ársins 1957.
Á þessum tíma lék hann 207 leiki fyrir Val
og varð níu sinnum Islandsmeistari með
félaginu í knattspymu - oftar en nokk-
ur annar á Islandi. Hann var að sjálfsögðu
leikjahæsti leikmaður Vals á þessum árum.
Hann spilaði fjóra fyrstu landsleiki íslands
í knattspymu og var fyrirliði í þeim seinni
tveimur, en annar þeirra var fyrsti sigur-
leikur Islands gegn Finnum á Melavellin-
um árið 1948. En Siggi Óla tók einnig þátt
í uppbyggingu íslensks handknattleiks og
varð fjórum sinnum íslandsmeistari með
Val í þeirri grein þegar hún var að taka sín
fyrstu skref með þjóðinni á 5.áratugnum.
En þetta er aðeins afreksferillinn. Þá
er eftir hinn félagslegi þáttur, en Sigurð-
ur er í hópi þeirra einstaklinga sem skópu
Val, gerðu Val að því einstaka fþrótta- og
afreksfélagi, sem það er í dag. Sigurð-
ur var formaður Knattspyrnufélagsins
Vals árið 1946 og var í stjómum á vegum
félagsins í áratugi, en enginn þekkti hið
innra starf þess betur en Siggi Óla. Hann
var ötull þátttakandi uppbyggingar að
Hlíðarenda og lyfti mörgu Grettistakinu í
þeim efnum, en hæst ber malarvöllinn sem
vígður var af sr. Friðrik árið 1949, íþrótta-
húsið, sem enn er í fullri notkun og vígt
var árið 1957 og síðan grasvöllinn, sem
tekinn var í notkun á 7. áratugnum. Til
af taka af tvímæli þá er hér verið að vísa
til þess, að Siggi Óla ásamt félögum sín-
um í Val byggði þessi mannvirki meira og
minna eigin höndum.
Sigurður var gerður að heiðursfélaga
Vals árið 1977. Hugur Sigurðar var ávallt
að Hlíðarenda og hann fylgdist alla tíð vel
með gengi Vals og keppnisliða þess, þó
að aldurinn færðist yfir. Sigurður var með
ljúfa nærvem og hvatti ætíð til íþrótta-
mannslegrar framkomu, þó að engum
dyldist að þar færi mikill keppnismað-
ur með mikinn metnað fyrir sínu ástkæra
félagi. Það er á engan hallað, þó að sagt sé,
að með Sigurði sé genginn fremstur Vals-
manna, ekki einungis vegna þess,að hann
var einstakur afreksmaður og félagsmála-
frömuður innan félagsins í áratugi, heldur
einnig vegna þess að Sigurður var í hugum
okkar Valsmanna persónugervingur þeirra
mannræktargilda, sem Knattspymufélagið
Valur var stofnaður um, og em æðri afrek-
um á keppnisvellinum.
„Látið aldrei kappið bera fegurðina
ofurliði" sagði sr. Friðrik Friðriksson
aðalhvatamaður að stofnun Knattspymu-
félagsins Vals og fyrsti heiðursfélagi þess.
Prúðmennska var ætíð ofar kappinu hjá
Sigurði, þessum frábæra afreksmanni,
sem ávallt gekk brosandi af velli hver sem
úrslit höfðu orðið.
Við Valsmenn kveðjum einstakan félaga
með virðingu og söknuði. Það er gæfa
Knattspymufélagsins Vals að hafa átt Sig-
urð að liðsmanni. Ég flyt fjölskyldu Sig-
urðar samúðarkveðjur allra Valsmanna.
Grímur Sœmundsen, formaöur
Knattspyrnufélagsins Vals
111