Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 73
Notaðir Valsbúningar ganga aftur í
Kraftaverkaklúbbnum í Malaví
Eftir Benediktu Guðrúnu Sævansdóttur
Haustið 2008 lögðu Benedikta Guð-
rún Svavarsdóttir og Guðbjörg Berg-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingar af
stað til Malaví í sjálfboðastarf á vegum
Hjálparstarfs Kirkjunnar. Upphailega
markmiðið var að vinna á heilsugæslu
í litlu þorpi en vegna lítilla anna þar og
síðan lokunar á heilsugæslunni tók lífið
í þorpinu aðra og áhugaverða stefnu.
Gömlu góðu dagamir hjá Val skiluðu sér
margfalt til baka þegar ég kynntist glað-
lyndu börnunum í Madisi. Boltinn byrj-
aði að rúlla um leið og ég festi kaup á
fyrsta fótboltanum og byrjaði að leika
mér með krökkunum fyrir utan heima.
Áður en langt um leið var ég búin að
útvega fjóra bolta og farin að skipuleggja
æfingar eins og ég þekkti frá æskuárun-
um með Val. Strákarnir tóku þessu fagn-
andi og hvern virkan eftirmiðdag hittumst
við fyrir utan heilsugæsluna, þeir fengu
bönd í mismunandi litum sem skipti þeim
í lið og að tækniæfingum loknum spiluðu
liðin og svo endaði æfingin með góðum
teygjuæfingum. Á meðan á æfingunum
stóð sinnti Guðbjörg yngstu kynslóðinni
með leikjum og hókí pókí náði sérstök-
um vinsældum meðal þeirra.
Mikill stuðningur frá íslandi í miðri
kreppunni
íslenskir stórhugar létu sér þetta ekki
nægja og langaði okkur að gera eitthvað
meira. Þrátt fyrir ekkert nema krepputal
frá heimalandinu fagra sendum við bréf
til vina og vandamanna þar sem við báð-
um um stuðning til að byggja upp leik-
völl og íþróttaaðstöðu. Þar að auki bað
ég bróður minn um að athuga með bún-
inga og sagði honum að sjálfsögðu að
byrja á því að spyrja hjá gamla félaginu
mínu Val. Það voru ekki lengi að berast
jákvæð svör úr herbúðum Vals og fljótt
fékk ég tölvupóst frá mínum gamla þjálf-
ara Ragnhildi Skúladóttur um að tíma-
setningin hefði ekki getað verið betri,
nýbúið að finna fullt af gömlum bún-
ingum sem vantaði nýtt líf. Rauði kross-
inn skellti skóm, stuttbuxum og öðr-
um íþróttabúnaði í pakkann, adidas gaf
glæsilega bolta sem og síminn, puma
styrkti með glænýjum flottum æfinga-
treyjum. TNT sendi síðan þennan flotta
pakka yfir hnöttinn. Á meðan að pakk-
inn var í loftinu hófum við uppbyggingu
á vallarsvæðum og til urðu fótboltamörk,
netballkörfur, blakstangir og leikvöllur.
Hópur ungs fólks innan kirkjunnar tók
við íþróttafélaginu og skipuð var nefnd
og þjálfarar innan þess hóps.
The Miracles Sportsclub í Malaví
eða Kraftaverkin leika í flottum
Valsbúningum
Þegar allt var að verða klárt barst himna-
sendingin okkur eins og rúsínan í pylsu-
endanum og ekkert eðlilegra en að blása
til veislu og formlega stofna félagið „The
Miracles Sportsclub" eða „Kraftaverk-
in“. Til höfðu orðið tvö fótbolta-
lið og tvö netballlið og nóg var
af búningum á alla, þjálfararn-
ir fengu líka utanyfirgalla. Það
var nánast eins og einhver fugl
hefði hvíslað yfir Öskjuhlíð-
ina hvað okkur vantaði því þetta
hefði ekki getað passað mikið betur. Það
er ógjörningur að koma því í orð hvernig
upplifunin var að fylgjast með þeim fara
í búningana í fyrsta sinn. Þau trylltust
gjörsamlega af gleði og þeim fannst þau
svo flott að horfa á stolta strákana okkar
labba út í nýju Valsbúningunum var sýn
sem við gleymum aldrei. Opnunarhátíðin
gekk eins og í sögu og þjálfararnir leiddu
hver sitt lið að hátíðinni í söng. Að gam-
alli „Vals“ fyrirmynd báðum við þjálfar-
ana að velja besta leikmanninn og björt-
ustu vonina í hverju liði auk þess sem
allir leikmenn voru leystir út með nýj-
um bol eða biöðrum. Hátíðinni lauk síð-
an með fótboltaleik þar sem Kraftaverk-
in rúlluðu upp nágrannaliði sem sótti þá
heim. Þetta var einstakur dagur sem mun
lifa með okkur alla tíð.
Valur pladdi hjörtu baruanna í
Madisi
Það er nokkuð víst að Valur gladdi hjörtu
barnanna í Madisi með þessari góðu gjöf
og sendum við að lokum innilegar þakkir
frá okkur öllum.
Fyrir hönd Kraftaverkanna,
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Valsblaðið 2009
73