Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 76
Heiöa Dröfn Antonsdóttir er 17 ára og
varö í sumar Islandsmeistari með 2fl.
Vals, lék meö U17 landsliöinu og er í
leikmannahópi meistaraflokks kvenna í
knattspyrnu.
ans í Val sé eins og eins stór Valsfjöl-
skylda og geri meira saman en flestar
stórfjölskyldur. Hún segir að stelpurn-
ar hittist alltaf reglulega, borði saman og
spjalli um heima og geima, bæði með og
án maka og þá sé oft mjög glatt á hjalla.
Fjölskyldurnar fari einnig oft í útilegu á
sumrin og í sumarbústaðaferðir. Þá hafi
hópurinn farið með fjölskyldum í skíða-
ferð til Austurríkis og Akureyrar. „Þetta
er eins og ein stór fjölskylda, við höldum
ótrúlega vel hópinn, erum miklar vinkon-
ur. Síðan förum við eins mikið á völlinn
og við getum til að hvetja kvennaliðið
áfram og það hefur nú aldeilis verið gam-
an undanfarin ár,“ segir Ragga og brosir.
Harpa Karen fremst til vinstri á
fleygiferð meö 5.flokki kvenna.
Valsfjölskyldan
Einbeittar og eínilegar systup í
fótbolta
Dætur Röggu og Antons, þær Heiða
Dröfn, Hildur og Harpa Karen eru allar á
fullu í fótboltanum í Val. Heiða Dröfn er
17 ára og hefur æft fótbolta frá því hún
var 6 ára og segist hún hafa verið í mjög
góðum hópi alla tíð. Hún er nú í 2. flokki
sem varð íslandsmeistari í sumar og auk
þess hefur hún leikið með U17 og er nú
í hópi U19. Hún var einnig í meistarara-
flokkshópnum hjá Val sem vann tvö-
falt í sumar, bæði íslandsmótið og bik-
arkeppnina. Hún segist hafa ódrepandi
áhuga á fótbolta, það sé bæði gaman að
mæta á æfingar og einnig að keppa. Hún
stefnir að því að festa sig í sessi í meist-
araflokknum á næstu árum og stefnir auk
þess að komast í A landslið kvenna. Hún
er einnig með drauma um að geta stund-
að háskólanám erlendis og jafnframt leik-
ið þar fótbolta og fengið styrki til þess.
Það má segja að Hildur og Harpa Karen
hyggist feta í fótspor Heiðu, þær byrjuðu
báðar í fótbolta fjögra ára og hafa nán-
ast alist upp á Hlíðarenda með fótbolta
á tánum. Þær hafa báðar svipaða drauma
og Heiða og miklar væntingar um farsæl-
an fótboltaferil. Hildur aftur á móti hef-
ur verið í ótrúlega sigursælum og sam-
heldnum hópi frá upphafi og hefur hún
t.d. orðið íslandsmeistari með 4. flokki
tvö síðustu ár. Sem dæmi má nefna þá
vann 4. flokkurinn á síðasta tímabili bók-
staflega öll mót tímabilsins, flest með
miklum yfirburðum og liðið tapaði ekki
leik allt tímabilið. Hún telur ástæðu þess-
arar velgengni liggja í sterkum einstak-
lingum sem þekki vel hverja aðra og séu
samhentar. „Við förum í alla leiki með
því hugarfari að vinna og standa okk-
ur sem best og ekki síst að hafa gam-
an að því að spila fótbolta sem sé mikil-
vægasta af öllu. Síðast töpuðum við leik
með 4. fl. í úrslitaleik Rey Cup í fyrra, en
það var eini leikurinn sem tapaðist allt
það tímabil.“ segir Hildur. Harpa, yngsta
systirin, hefur verið í sterkum og góðum
hópi og varð hún t.d. í fyrra hnátumóts-
meistari í 6. flokki, sem er nokkurs kon-
ar íslandsmeistaratitill. Hún stefnir að
því að verða enn betri í fótbolta en systur
hennar og helstu fyrirmyndir hennar eru
Dóra María og Margrét Lára og Torres í
Liverpool. Þær segja allar að það sé mik-
ilvægt að stunda æfingar vel og hafa for-
gangsröðina á hreinu og það er greinilegt
að fótboltinn er í forgangi hjá þeim. Þær
segjast allar hafa prófað aðrar íþrótta-
Hildur Antonsdóttir er í ósigrandi 4.fl.
kvenna ífótbolta hjá Val.
greinar en ekkert komi í stað fótboltans.
Eins hafa þær allar lagt stund á tónlistar-
nám, allar lært á pianó. Það má því með
sanni segja að þær systurnar séu sam-
hentar og til að kóróna samheldnina þá
halda þær allar með Liverpool.
Frábært starf að Hlíðarenda
Talið barst að starfinu á Hlíðarenda, bæði
íþróttastarfinu og félagsstarfinu og er
Ragga afar ánægð með starfið í kvenna-
fótboltanum, sem hún þekkir best í gegn-
um dætur sfnar. Henni finnst allur aðbún-
aður, umgjörð, þjálfun og aðstaða allt
önnur en þegar hún var sjálf í eldlínunni
og stuðningur foreldra og virkni er miklu
meiri en þá tíðkaðist. Einnig finnst henni
frábært að krakkarnir í Val skuli hafa fyr-
irmyndir í fremstu röð í eigin félagi og
það telur hún að sé ákaflega mikilvægt.
Hún segir að stelpurnar í Víkingi sem
sé hverfafélagið þeirra þar sem sumir
skólafélagar stelpnanna og vinkonur æfa
hafi t.d. ekki fyrirmyndir í eigin félagi
og það skipti miklu máli upp á árang-
ur, þótt starfið geti að öðru leyti verið
gott. Ragga segist ekki hafa undan neinu
að kvarta hjá Val í sambandi við þjálf-
un yngri flokkanna, en hún segist samt
hafa nokkrar áhyggjur af því að félagið
eins og reyndar einnig önnur félög hafi
76
Valsblaðið 2009