Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 114
Félagsstarf
Getraunanúmer Vals
er 101. Allir að tippa!
Átak framundan til aö efla getraunastarfið hjá Val
Öflugur kjarni í getraunastarfi Vals. Frá vinstri: Sverrir Guðmundsson umsjónamaður
getrauna hjá Val, Þórarinn Gunnarsson, Jónas Guðmundsson, Viðar G. Elísson, Helgi
R. Magnússon, Jóhannes Jónsson, Hörður Gunnarsson formaður Vals. Sigurvin Sig-
urðsson.
í Vatsheimilinu er góð aðstaða fyrir
getraunir. Skemmtilegt félagsstarf á
laugardögum yfir vetrartímann og
miklir óvirkjaðir tekjumöguleikar
Á hverjum laugardegi frá kl. 11.00-
14.00 er hægt að mæta í Valsheimilið og
taka þátt á skemmtilegu félagsstarfi með
því að vera með í getraunum, fá sér kaffi
og spjalla við félagana. Þangað mæta
ýmsir Valsarar vikulega til að tippa, þ.e.
freista gæfunnar í getraunum. Getrauna-
nefnd félagsins hefur umsjón með þessu
starfi og hefur Sverrir Guðjónsson staðið
vaktina frá 1993. Sverrir segir að Valsar-
ar fái oft vinninga og nýlega hafi Friðjón
Guðmundsson og félagar fengið 650 þús.
kr. í vinning og munar um minna. Get-
raunanefndin hvetur Valsmenn að mæta
á Hlíðarenda á laugardögum og freista
gæfunnar, en hægt er að taka þátt í enska
boltanum eða þeim evrópska. Enski bolt-
inn er alltaf vinsælastur. Allir stuðnings-
menn Vals sem kaupa sér getraunaseðil,
hvort heldur í Valsheimilinu eða ann-
ars staðar, eru hvattir til að merkja seð-
ilinn með 101 sem er getraunanúmer
Vals, en félagið fær umtalsverðar tekjur
árlega af getraunum. Valur fær tæplega
40% af hverri röð sem keypt er í gegnum
getraunatölvu Vals, en ef miði er keypt-
ur í sjoppu fær Valur einungis 5% ef þeir
merkja röðina með getraunanúmeri Vals,
101. Því er til mikils að vinna fyrir stuðn-
ingsmenn að kaupa miða í Valsheimilinu
á laugardögum.
Sérstakt átak hjá ísienskri netspá
til að hleypa líti í getraunasfart
íþróttatéíaga
I haust hefur verið í undirbúningi sér-
stakt átak á vegum íslenskrar getspár í
nokkrum íþróttafélögum og þar á með-
al hjá Val. Markmiðið með átakinu er að
fjölga virkum þátttakendum í getraunum,
mynda fjölmarga hópa í félaginu og nýta
getraunir til að efla félagsstarfið um leið
og auka mögulega tekjur félagsins og
einnig er miði alltaf möguleiki, allir geta
unnið í getraunum. Átakið verður kynnt
strax eftir áramót. Hópar geta hist og
spáð í spilin, leiki helgarinnar í boltan-
um og síðan horft saman á leik en enski
boltinn er í beinni á stórum skjám alla
laugardaga yfir veturinn. Sverrir bindur
miklar vonir við þetta átaksverkefni og
Hörður Gunnarsson formaður Vals tekur
í sama streng. „Miklar vonir eru bundn-
ar við þetta átak Islenskrar getspár, ekki
síst til að efla félagsstarfið sem um leið
gefur möguleika á auknum tekjum fyrir
félagið," segir Hörður bjartsýnn.
Valsblaðið hvetur alla Valsmenn nær
og fjær að taka þátt í þessu átaki að efla
getraunastarfið hjá Val og mynda hópa
sem tippa reglulega á laugardögum. Svo
er mikilvægt að muna eftir getrauna-
númerinu, 101 þegar seðill er keyptur í
sjoppu. Ekki datt blaðamaður Valsblaðs-
ins í lukkupottinn síðasta laugardag í
nóvember þegar keyptur var seðill í Vals-
heimilinu, fékk aðeins 5 rétta af 13, en
það gengur bara betur næst.
114
Valsblaðið 2009