Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 45
Islandsmeistarar 4. fl. kvenna í knattspyrnu 2009. Efri röð frá vinstri: Soffía Ámundadóttir þjálfari, Aðalheiður Magnúsdóttir,
Thelma Atladóttir, Katla Rún Arnórsdóttir, Ásta Rún Agnarsdóttir, Eva Þóra Hartmannsdóttir, Árdís Jóhannsdóttir, Embla Ásgeirs-
dóttir, Hildur Antonsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Ása Bríet Ingólfsdóttir, María Soffía Júlíusdóttir og Margrét Magnúsdóttir
aðstoðarþjálfari. Neðri röðfrá vinstri: Rúna Oddsdóttir, Steiney sigurðardóttir, Elín Metta Jensen, Lísbet Sigurðardóttir, Ing-
ann Haraldsdóttir fyrirliði, Seima Dis Scheving heldur á bikar, Soffía Magnúsdóttir, Kara Magnúsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir,
Vigdís Þorsteinsdóttir og Vaka Njálsdóttir.
ust, stelpurnar voru haustmótsmeistar-
ar 2008, jólamótsmeistarar, Futsal meist-
arar, Reykjavíkurmeistarar, Rey Cup
meistarar og íslandsmeistarar 2009.
Flokkurinn er það sterkur að erfitt var að
fá æfingaleiki við önnur stúlknalið. Þess
vegna spiluðu stelpurnar alltaf við stráka
og stelpurnar í 3. fl. kv. 4. fl. kv. og ka.
fóru saman í æfingaferð til Grindavíkur
og sérstakt samstarf var á milli þessara
flokka og mikil vinátta myndaðist. Þegar
flokkurinn vann úrslitaleikinn á íslands-
mótinu mættu allir strákamir og voru
sem 13. maðurinn inn á vellinum. Sigur-
hringurinn var tekinn saman og allir sem
ein heild. Mikið var gert félagslegt með
flokknum sem er nauðsynlegt ef árangur
á að nást. Sem dæmi má nefna var far-
ið í keilu, bíó, landsleiki, sund, video-
kvöld, singstar kvöld, pizzukvöld, tekið
þátt í friðarhlaupi og margt meira. Valsari
mánaðarins var alltaf útnefndur og fékk
sú stúlka Dóru Maríu treyju í verðlaun
ásamt viðurkenningaskjali um kosti sína
sem leikmanns. Foreldrastarfið í flokkn-
um er mjög öflugt og stelpurnar voru
mjög duglegar að vinna á heimaleikjum
Vals. Árangur var í takt við metnað leik-
manna, foreldra og þjálfara.
4. flokkur karla
Flokkurinn tók þátt í 4 mótum samtals.
Fyrsta mótið sem flokk-
urinn tók þátt í var haust-
mótið snemma í október
og það reyndist vera stuðið
sem leikmenn þurftu að fá.
Árangurinn á Reykjavík-
urmótinu var mjög flottur
sem og spilamennskan hjá
liðinu. Því næst tók við
Islandsmótið þar sem liðið
spilaði í C-riðli ásamt góð-
um liðum. Margt jákvætt
er hægt að taka með sér
úr leikjum íslandsmóts-
ins og var uppskeran heilt
yfir fín. Einnig var far-
ið á Rey Cup með 2 lið.
J.flokkur kvenna ífjáröfhtn
fyrir Gothia Cup í Svíþjóð 2010.
Það mót reyndist hin besta skemmtun og
var mórallinn alveg hreint út sagt frábær
og frammistaðan. Lið 1 endaði í 10. sæti
Ingunnfagnar Islandsmeist-
aratitli í 4. fl. kvenna 2009.
Valsblaðið 2009
45