Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 105
Margrét Ósk Einarsdéttir leikur körfubolta í
8. og 9. flokki
Margrét Ósk hefur æft körfubolta síð-
an hún var 5-6 ára og býr í Valshverfinu.
Öll fjölskyldan hefur verið í Val, eldri
bræður hennar hafa báðir verið í körfu-
boltanum. Hún telur möguleika á því að
yngri flokkar Vals nái í titil í vetur þar
sem þeir hafa fengið liðsstyrk.
Stuðningur frá fjölskyldu? „Ég hef
fengið geðveikan stuðning frá foreldrun-
um, þau mæta á alla leiki sem þau mögu-
lega geta. Mér finnst stuðningur foreldra
gríðarlega mikilvægur, geta alltaf peppað
mann upp bæði í leik og eftir leik.“
Hvernig gengur í vetur? „Okkur hef-
ur gengið mjög vel, erum að flakka á
milli A og B-riðils. Hópurinn er hress
og skemmtilegur og við erum með rosa
stórt lið. Þjálfararnir eru mjög góðir. Mér
finnst rosalega skemmtilegt að spila á
móti eldri stelpum, þar sem ég get ekki
spilað á móti jafnöldrum í kvennaflokki
svo ég spila með strákunum í mínum ald-
ursflokki."
Eftirminnilegt atvik úr boltanum?
„Það var t.d. þegar við vorum í Gauta-
borg að keppa við danskt lið og það voru
5 sek. eftir af leiknum og staðan 22-20
fyrir danska liðið og Björg fékk víti og
setti þau bæði oní og það var bráðabani.
Þjálfarinn okkar hún Kristjana Magn-
úsdóttir kom með svakalegt plan og
Sara Diljá tók uppkastið, sló boltann á
Björgu, Rebekka alveg opin undir körf-
unni, Björg gaf boltann á Rebekku og
Rebekka skoraði og við unnum 24-22
alveg magnaður leikur. Þvflík fagnaðar-
læti. Svo er líka alltaf jafn fyndið að sjá
mótherja sína skora sjálfskörfu."
Fyrirmyndir í körfubolta? „Signý Her-
mannsdóttir og Helena Sverrisdóttir. Svo
er það líka auðvitað hann Michael Jor-
dan.“
Hvað þarf til að ná árangri? „Mæta á
hverja einustu æfingu, aukaæfingarnar
skapa meistarann, segi ég nú bara. Finna
sér alltaf markmið, fylgjast með á æfing-
um og hlusta og læra af meisturunum. Ég
þarf að bæta dripplið."
Hvers vegna körfubolti? „Báðir bræður
mínir þeir Sveinn Pálmar og Jón Kristinn
voru í körfunni og ég hafði bara svo mik-
inn áhuga á þessu, ég hef ekki æft aðr-
ar íþróttir og langar ekki til þess. Karfan
fær alltaf titilinn."
Framtíðardraumar? „Meistaraflokk-
urinn og landsliðið og svo langar mann
alltaf út í körfuboltanám. Landsliðs-
markmiðið er nú alveg að nálgast, var í
Reykjavíkurúrvalinu sumarið 2009 með
Söru, Selmu og Elsu úr Val, lentum í 3.
sæti í Stokkhólmi."
Aðrir Valsarar í fjölskyldunni? „Pabbi
og bræður mínir. Pabbi er nú þekktastur
fyrir stuðninginn og peppir okkur stelp-
urnar upp í leikjum.“
Stofnandi Vals? „Það var séra Friðrik
Friðriksson, 11. maí, 1911.“
Óskalisti á 100 ára afmæli Vals. „Ég
væri nú alveg til í körfuboltaleikvöll úti,
það er líka ekkert skemmtilegt að vera
að renna á skónum á æfingum eða í leik.
Gólfið er alveg rosalega sleipt, bæta það
kannski."
Hvað fínnst þér að þurfí að gera til að
efla körfuna í Val? „Fá fleiri stráka og
stelpur að æfa körfu og auglýsa körfuna
aðeins meira.“
Æfingabúðir körfunnar fyrir yngri flokka
Árlegar æfingabúðir körfuknattleiks-
deildar fóru fram um miðjan ágúst,
áður en æfingatímabilið hófst form-
lega. Yfirþjálfari æfingabúðanna var
Lýður Vignisson en honum til aðstoð-
ar voru Sævar Sigurmundsson fyrr-
verandi landsliðsmaður og leikmaður
FSU, Bergur Ástráðsson og Benedikt
Blöndal leikmenn drengjaflokks Vals.
Æfingahópnum var skipt í tvo hluta,
yngri og eldri iðkendur þar sem strák-
ar og stelpur æfðu saman. Fyrir yngri
iðkendur var aðallega lögð áhersla á
grunnatriði, leiki og skemmtun. Alls
voru um 20 böm á aldrinum 6-12 ára
mætt til æfinga.
í eldri hópnum (13-16 ára) voru
hátt í 30 iðkendur en þar var einnig
lögð aðaláhersla á grunn- og tækniat-
riði auk þess sem lítillega var farið yfir
leikskipulag og mismunandi varnar-
og sóknarafbrigði. Á lokadegi æfinga-
búðanna var svo iðkendum skipt í lið
og spilað þar sem eitt lið stóð uppi
sem sigurvegari. í lokin var svo öllum
boðið í pylsupartý.
Körfuknattleiksdeildin vill koma því
á framfæri að til stendur að gera þess-
ar æfingabúðir að árlegum viðburði
sem og um jóla- og páskahátíðarnar.
Eftir Lýð Vignisson
yfirþjálfara körfnnnar
Ungir Valsarar
Aukaæfingan
skapa meistarann
105