Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 24
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik 2009-2010. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Ásgeirsson, Bjarni Valgeirsson, Björgvin
Valentínusson, Sigurður Gunnarsson, Þorgrímur Björnsson, Sverrir Óskarsson, Yngvi Páll Gunnlaugsson. Neðri röðfrá vinstri:
Pétur Þór Jakobsson, Daníel Kazmi, Snorri Páll Sigurðsson, Sigmar Egilsson, Benedikt Pálsson, Jóhannes Árnason, Hörður
Helgi Hreiðarsson. Á myndina vantar Byron Davis og Arnar Ingvarsson. Ljósmynd: Torfi Magnússon.
Markviss uppbygging í körfuboitanum,
bæði í karla- og kvennaflokkum
Ársskýrsla körfuknattieiksdaililar árlð 2009
Árið 2009 var viðburðaríkt ár hjá körfu-
knattleiksdeild Vals. Meistaraflokkur
kvenna komst í úrslitakeppnina í úrvals-
deildinni en féll út í fyrstu umferð og
meistaraflokkur karla lék gegn Fjölni um
laust sæti í úrvalsdeild en beið lægri hlut.
Mikil gróska er hjá yngri flokkum og
eigum við Valsmenn marga upprennandi
körfuknattleiksmenn í þeim hópi. Miklar
breytingar urðu í hópi þjálfara, bæði hjá
yngri- og meistaraflokkum körfuknatt-
leiksdeildar og miklar breytingar urðu á
leikmannahópi meistaraflokka deildar-
innar. Ari Gunnarsson og Yngvi Gunn-
laugsson, sem báðir eru uppaldir Valsar-
ar, voru ráðnir þjálfarar meistaraflokka
körfuknattleiksdeildar næstu þrjú árin og
eru miklar vonir bundnir við báða þjálf-
arana.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals
2009-2010:
Lárus B\önda\,formaður
Torfi Magnússon, varaformaður
Elínborg Guðnadóttir
Gunnar Zoega
Úr stjórn gekk Hreiðar Pórðarson og
þakkar körfuknattleiksdeildin honum vel
unnin störf á liðnum árum.
Meistarflokkur karla
Robert Hodgson, þjálfaði meistaraflokk
karla keppnistímabilið 2008 til 2009 og
lék jafnframt með meistaraflokknum.
Honum til aðstoðar var Robert Newson,
sem einnig þjálfaði yngri flokka. Litlar
breytingar urðu á Valsliðinu milli tíma-
bila. Munaði litlu að Valsmenn ynnu sér
sæti í úrvalsdeild, en liðið tapaði í úrslit-
um fyrir Fjölni.
Miklar breytingar urðu á meistara-
flokki fyrir yfirstandandi tímabil. Yngvi
Gunnlaugsson tók að sér að þjálfa lið-
ið næstu þrjú árin en hann gerði kvenna-
lið Hauka að íslandsmeisturum á síð-
asta keppnistímabili. Yngvi þekkir vel
til að Hlíðarenda, en hann æfði körfu-
bolta í öllum yngri flokkum með Val.
Yngva bíður mikið starf að Hlíðarenda
en aðeins tveir leikmenn frá fyrra keppn-
istímabili eru enn með Valsliðinu, þeir
Hörður Helgi Hreiðarsson og Þorgrím-
ur Guðni Björnsson. Það eru því marg-
ir nýir leikmenn í meistaraflokki Vals og
það mun reyna á Yngva og leikmenn-
ina að hrista hópinn saman. Margir góð-
ir og efnilegir leikmenn hafa bæst í hóp-
24
Valsblaðið 2009