Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 33
ÆVÍráðum
Úskar Bjarna!
Ágúsla Edda Björnsdúttir leikur handbolta með
meistaraflokki Vals
Fæðingardagur og ár: 15. mars 1977.
Nám: Er með MA í félagsfræði, gift og
þriggja bama móðir.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í
handbolta: Gróttu, KR, Ribe HK í Dan-
mörku, Gróttu/KR, Arrahona (Spánn) og
Val. Hef verið lengst í Val af öllum þess-
um liðum.
Frægur Valsari í fjötskyldunni: Ætli
Valdi Gríms og Óskar Bjarni séu ekki
þeir frægustu.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Langafi minn Valdimar
Sveinbjörnsson sem kom með handbolt-
ann til Islands.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Slátrari.
Af hverju handbolti: Langskemmtileg-
asta liðsíþróttin og ein af fáum íþrótta-
greinum sem við getum eitthvað í á
heimsmælikvarða.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Unglingameistari í stökki í fimleikum
og vann til gullverðlauna í keilu í stelpu-
flokki á bekkjarmóti 6.B. Hver man ekki
eftir þeirri verðlaunaafhendingu.
Eftirminnilegast úr boltanum: Þeg-
ar ég varð deildarbikarmeistari með Val
vorið 2006. Það er næst því sem ég hef
komist að verða íslandsmeistari enda var
þetta hálfgerð úrslitakeppni í okkar aug-
um. Sama ár lékum við gegn rúmenska
liðinu Constanta í undanúrslitum Evr-
ópukeppninnar (Challenge Cup) og unn-
um 7 marka sigur í fullri Laugardalshöll.
Því miður dugði það ekki til en þetta var
frábær upplifun.
Koma titlar í hús hjá Val í vetur í
handbolta: Já, er það ekki bara.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Þarf
bara eitt orð: Vonbrigði.
Besti stuðningsmaðurinn: Konni er
kóngurinn na na na na na, Konni er
kóngurinn na na na na na na.
Skemmtilegustu mistök: Þegar ég ætl-
aði að taka „feik“ í víti sem tókst ekki
betur en svo að ég dúndraði boltanum
í gólfið og síðan lenti hann þægilega í
örmum markvarðarins.
Erfiðustu samherjarnir: Begga, hún
ver óþægilega mikið frá mér stundum á
æfingum.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Karl
Erlings, það þarf ekkert að útskýra það.
Stærsta stundin: Þegar ég var kjörin
handboltakona ársins 2006.
Athygtisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: íris Ásta. Mér
finnst mjög athyglisvert þegar fólk fer út
að skokka á Þjóðhátíð.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Fannar og Arnór.
Þeir eiga eftir að fara alla leið.
Hvernig tíst þér á yngri flokkana í
handbolta hjá Vat: Misvel, það eru
margir mjög efnilegir flokkar en svo eru
nokkrir sem eru alltof fámennir. Þetta
þarf að laga. En 7. og 8. flokkur karla
verða klárlega efnilegustu flokkar félags-
ins eftir veturinn.
Hvað lýsir þínum húmor best: Kald-
hæðni.
Fleygustu orð: You miss 100% of the
shots you never take.
Mottó: Hver er sinnar gæfu smiður.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Dauðþreytt uppi í sófa eftir erfiðan sigur-
leik sem vannst á lokamínútunni. Á kant-
inum er ég með eitthvað gott að borða
og drekka enda á ég það skilið eftir sig-
urinn.
Hvaða setningu notarðu oftast: Nei
Birnir, ég veit ekki hvar lyklarnir þín-
ir eru.
Fullkomið laugardagskvöld: Að elda
og borða góðan mat og hafa kósíkvöld
með strákunum mínum þremur. Seinna
um kvöldið koma góðir vinir í heimsókn
og spila og hlæja fram á nótt.
Fyrirmynd þín í handbolta: Ólafur
Stefánsson, Ivano Balic, Anja Andersen
á sínum tíma.
Draumur um atvinnumennsku í hand-
bolta: Helsti draumurinn væri að spila
með úrvalsdeildarliði í Danmörku en ég
upplifði drauminn að einhverju leyti þeg-
ar ég spilaði sem atvinnumaður á Spáni.
Besti söngvari: Freddy Mercury.
Besta hljómsveit: Bítlarnir.
Besta bíómynd: The Shawshank Red-
emption og myndir Clint Eastwood síð-
ustu ár.
Besta bók: Flugdrekahlauparinn og
Hulduslóð eru þær bækur sem hafa hreyft
mest við mér.
Besta lag: I want you með Bítlunum,
Fade Out með Radiohead, Hallelujah
Uppáhaldsvefsíðan: valur.is að sjálf-
sögðu. Sporttv.is er líka að gera mjög
gott mót.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Liverpool.
Uppáhalds erlenda handboltafélagið:
Kiel í karlaboltanum og Viborg í kvenna-
boltanum.
Eftir hverju sérðu mest: Að hafa misst
af bikarmeistaratitlinum árið 2000 eftir
tvíframlengdan úrslitaleik.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Metnaðarfullur, stríðinn, slúðurkelling,
fimmaur.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir
þú gera: Stækka klefann okkar í meist-
araflokki kvenna og setja klósett inn í
hann. Stækka lyftingasalinn og setja þar
inn fleiri upphitunartæki með sjónvarpi.
Svo myndi ég kaupa rafstýrð mörk sem
flytja sig sjálf og láta þrífa gólfið inni í
sal 2-3 sinnum á dag. Að lokum myndi
ég æviráða Óskar Bjarna.
Hvað finnst þér að eigi helst að gera
til að halda upp á 100 ára afmæli Vals
2011: Halda hátíð fyrir hverfið, gera eitt-
hvað sniðugt til að rifja upp sögu félags-
ins og halda svo gott partý.
Hvað finnst þér mikilvægast að leggja
áherslu á í íþróttaþjálfun barna og
unglinga: Að ráða hæfa og góða þjálfara
sem hafa góð tök á þjálfun þess aldurs-
hóps sem þeir eru með.
Hvað er að þínu mati góður árang-
ur hjá íþróttafélagi: Þegar félagið skil-
ar mörgum uppöldum leikmönnum upp
í meistaraflokk, leikmönnum sem fara
í atvinnumennsku og sem valdir eru í
landslið.
Valsblaöið 2009
33