Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 86
urnar eru um 15 að æfa og fór eldra árið
til Vestmannaeyja í nóvember og vann
sína deild. Duglegar og flottar stelpur
sem eiga framtíðina fyrir sér
4. flokkur karla
Veturinn í ár byrjaði á rólegu nótunum.
Það var strax ljóst að það var nr. 1,2 og
3 að komast í efstu deild. Það tókst með
miklum gæsibrag en samt sást að lið-
ið átti nokkuð í land að ná bestu liðum
landsins. Úrvalsdeildin byrjaði ekki vel
og strákana vantaði bersýnilega trú á eig-
in getu. En eftir mikla vinnu og þá helst á
andlegu hliðinni tókst liðinu að spila frá-
bærlega í nokkrum leikjum eftir áramót.
Það sem stendur upp úr eftir veturinn
er jafntefli bæði við Gróttu og Hauka í
hörkuleikjum en það voru einmitt þau lið
sem spiluðu til úrslita í 4. flokki sl. vet-
ur. Strákarnir voru svo heppnir að fá tvo
frábæra gestaþjálfara í vetur. Fyrst kom
Dagur Sigurðsson og var með dreng-
ina í flottu prógrammi í eina viku. Svo
kom enginn annar en Boris Bjarni og
kenndi strákunum í tæpan mánuð. Strák-
amir tóku þátt á Partille í sumar. Þjálf-
ari var Heimir Öm Árnason. Hann flutti
til Akureyrar með fjölskyldu sinni og em
honum þökkum góð störf fyrir félagið.
Góður þjálfari sem á örugglega eftir að
leggja það fyrir sig þegar hann hættir að
spila. Við flokknum tók Maksim Akbac-
hev, sonarsonur Borisar Akbachev og er
hann að gera góða hluti. Fámennur hópur
en áhugasamur og þjálfari kveikir í þeim
neista og drengimir hafa sýnt framfar-
ir strax. Gaman einnig að sjá þegar Max
mætir með afa sinn, Boris en sá er nú
orðinn 76 ára og getur enn kennt hand-
bolta og gott betur en það.
4. flokkur kvenna
Það vom 12 stelpur að æfa í 4. fl. sl. vet-
ur og æfðu þær með 3.H. kvenna. Flokk-
urinn fór í forkeppni í haust þar sem rað-
að var niður í deildir, liðið þurfti svo
að fara í milliriðil þar sem liðið spilaði
virkilega vel og fékk það hlutskipti að
spila í l.deild. Flokkurinn lenti í 8,sæti
í deildinni og féll út í 16-liða úrslitum í
bikarkeppni HSÍ. Þjálfari var Jóhannes
Lange. Sigfús Sigurðsson tók við flokkn-
um í haust en 4. og 3. flokkur æfðu sam-
an í fyrra en það margar stúlkur komu
upp úr 5. flokki að aðskilja þurfti æfingar
og flokkana. Það er mikill fengur að Fúsi
skuli þjálfa í félaginu og gaman fyrir
stelpurnar enda framfarir góðar og hann
duglegur að kenna þeim réttu atriðin. í
flokknum eru virkilega efnilegar stelpur
sem þarf að hugsa vel um enda þarf Val-
ur á næstu árum að hlúa vel að stúlkna-
fokkkunum til að ala upp fleiri meist-
araflokksleikmenn. Fúsa til aðstoðar er
Gunnar Emir Birgissson, duglegur og
efnilegur þjálfari og frábær Valsari.
3. flokkur karla
Það voru 10 strákar skráðir í 3. fl. sl. vet-
ur. Það var byrjað að fara í forkeppni til
þess að raða niður í deildir fyrir veturinn
og lentu strákarnir í 2. sæti í sínum riðli
og komust því í 1. deild. Liðið endaði í 9.
sæti í deildinni og duttu út í 8-liða úrslit-
um í bikarkeppni HSÍ. 3. fl. fékk mjög
góða hjálp frá 4. fl. vetur Þjálfarar voru
Heimir Ríkharðsson og Jóhannes Lange.
Heimir þjálfar áfram flokkinn sem æfir
með 2. flokki og honum til aðstoðar er
Maksim Akbachev. Strákarnir em allir á
yngra ári nema Finnbogi markvörður en
þarna eru 3 leikmenn sem hafa spreytt
sig á meistaraflokksæfingum og einn nú
þegar spilað nokkra leiki, Sveinn Aron
Sveinsson. Flokkurinn vann sér réttindi
að leika í 1. deild í haust en á enn eft-
ir að sigra leik þar og það styttist í það.
Það vantar ekki hæfileikana, sérstaklega
sóknarlega, varnarlega eru þeir að bæta
sig. Flokkurinn ætti að vera í toppbaráttu
næsta vetur og margir þarna eiga góða
möguleika að ná langt.
3. flokkur kvenna
Það voru 4 stelpur skráðar í 3. fl. í vet-
ur og æfðu því 3. og 4.fl. saman. Flokk-
urinn fór í forkeppni og lenti í 3. sæti í
henni og því varð það hlutskipti þeirra
að spila í 2. deild. Flokkurinn endaði í 8.
sæti í deildarkeppninni og féll út í 16-liða
úrslitum í bikarkeppni HSÍ. Þjálfari er
Jóhannes Lange og hafa þær náð góðum
úrslitum í undanförnum leikjum í haust.
Flokkurinn er ekki fjölmennur en þær
sem eru að æfa sinna því vel og fá aðstoð
frá 4. flokki í leikjum. Nokkrar stelpur úr
flokknum hafa æft með meistaraflokki
og þarna eru stúlkur sem hafa getu til að
spila þar á næstu árum ef þær halda rétt á
spilunum og æfa vel.
2. flokkur karla
Það vom um 8 strákar skráðir í 2. fl. sl.
vetur en 2. og 3. fl. æfðu saman, 4 sinn-
um í viku. Liðið lenti í ó.sæti í deildar-
keppninni og datt út í 16-liða úrslitum í
bikarkeppni HSÍ. Þjálfarar voru Heimir
Ríkharðsson og Jóhannes Lange. Heim-
ir er áfram þjálfari. í 2. flokki eru flest-
ir á yngsta ári, þ.e. fæddir 1991 og leika
í 1. deildinni. Nokkrir leikmenn flokks-
ins hafa komið við sögu meistaraflokks
karla og æfa mestmegnis þar. Þetta eru
Atli Már Báruson, Árni Alexander Bald-
vinsson, Ólafur Einar Ómarsson, Friðrik
Þór Sigmarsson (sonur Sigmars Þrast-
ar) og Arnar Guðmundsson (sonur Guð-
mundar Hrafnkelssonar). Flokkurinn er
i samstarf við Þrótt og þar fengum við
tvo frábæra drengi til liðs við okkur þá
Aron Guðmundsson og Styrmi Sigurðs-
son (son Sigga Sveins). Aron og Styrm-
ir leika með 2. flokki, æfa með meistara-
flokki Vals og leika einnig í 2. deild með
meistaraflokki Þróttar.
Stjórn handknattleiksdeildar Vals
starfsárið 2009-2010
Stjórn handknattleiksdeildar vill þakka
starfsmönnum félagsins ánægulegt sam-
sarf á árinu. Þjálfurum, stuðningsmönn-
um, styrktaraðilum, foreldrum og öllum
þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa
komið að starfinu er þakkað fyrir óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins.
Tvær breytingar urðu á stjórninni og
eru Lilju Valdimarsdóttur og Sigurjóni
Þráinssyni þökkuð góð störf fyrir hkd.
Vals. Einnig vil ég bjóða Ása og Gyðu
velkomin til starfa.
Stjóm handknattleiksdeildar Vals
starfsárið 2009-2010 er þannig skipuð:
Sveinn Stefánsson,formaöur
Ómar Ómarsson, varaformaður
Gunnar Þór Möller, gjaldkeri
Bjarni Már Bjarnason, meðstjórnandi
Ásmundur Sveinsson, meðstjórnandi
Gyða Jónsdóttir, meðstjórnandi
F.h. stjórnar hkd. Vals
Sveinn Stefánsson formaður
86
Valsblaðið 2009