Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 76

Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 76
Heiöa Dröfn Antonsdóttir er 17 ára og varö í sumar Islandsmeistari með 2fl. Vals, lék meö U17 landsliöinu og er í leikmannahópi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. ans í Val sé eins og eins stór Valsfjöl- skylda og geri meira saman en flestar stórfjölskyldur. Hún segir að stelpurn- ar hittist alltaf reglulega, borði saman og spjalli um heima og geima, bæði með og án maka og þá sé oft mjög glatt á hjalla. Fjölskyldurnar fari einnig oft í útilegu á sumrin og í sumarbústaðaferðir. Þá hafi hópurinn farið með fjölskyldum í skíða- ferð til Austurríkis og Akureyrar. „Þetta er eins og ein stór fjölskylda, við höldum ótrúlega vel hópinn, erum miklar vinkon- ur. Síðan förum við eins mikið á völlinn og við getum til að hvetja kvennaliðið áfram og það hefur nú aldeilis verið gam- an undanfarin ár,“ segir Ragga og brosir. Harpa Karen fremst til vinstri á fleygiferð meö 5.flokki kvenna. Valsfjölskyldan Einbeittar og eínilegar systup í fótbolta Dætur Röggu og Antons, þær Heiða Dröfn, Hildur og Harpa Karen eru allar á fullu í fótboltanum í Val. Heiða Dröfn er 17 ára og hefur æft fótbolta frá því hún var 6 ára og segist hún hafa verið í mjög góðum hópi alla tíð. Hún er nú í 2. flokki sem varð íslandsmeistari í sumar og auk þess hefur hún leikið með U17 og er nú í hópi U19. Hún var einnig í meistarara- flokkshópnum hjá Val sem vann tvö- falt í sumar, bæði íslandsmótið og bik- arkeppnina. Hún segist hafa ódrepandi áhuga á fótbolta, það sé bæði gaman að mæta á æfingar og einnig að keppa. Hún stefnir að því að festa sig í sessi í meist- araflokknum á næstu árum og stefnir auk þess að komast í A landslið kvenna. Hún er einnig með drauma um að geta stund- að háskólanám erlendis og jafnframt leik- ið þar fótbolta og fengið styrki til þess. Það má segja að Hildur og Harpa Karen hyggist feta í fótspor Heiðu, þær byrjuðu báðar í fótbolta fjögra ára og hafa nán- ast alist upp á Hlíðarenda með fótbolta á tánum. Þær hafa báðar svipaða drauma og Heiða og miklar væntingar um farsæl- an fótboltaferil. Hildur aftur á móti hef- ur verið í ótrúlega sigursælum og sam- heldnum hópi frá upphafi og hefur hún t.d. orðið íslandsmeistari með 4. flokki tvö síðustu ár. Sem dæmi má nefna þá vann 4. flokkurinn á síðasta tímabili bók- staflega öll mót tímabilsins, flest með miklum yfirburðum og liðið tapaði ekki leik allt tímabilið. Hún telur ástæðu þess- arar velgengni liggja í sterkum einstak- lingum sem þekki vel hverja aðra og séu samhentar. „Við förum í alla leiki með því hugarfari að vinna og standa okk- ur sem best og ekki síst að hafa gam- an að því að spila fótbolta sem sé mikil- vægasta af öllu. Síðast töpuðum við leik með 4. fl. í úrslitaleik Rey Cup í fyrra, en það var eini leikurinn sem tapaðist allt það tímabil.“ segir Hildur. Harpa, yngsta systirin, hefur verið í sterkum og góðum hópi og varð hún t.d. í fyrra hnátumóts- meistari í 6. flokki, sem er nokkurs kon- ar íslandsmeistaratitill. Hún stefnir að því að verða enn betri í fótbolta en systur hennar og helstu fyrirmyndir hennar eru Dóra María og Margrét Lára og Torres í Liverpool. Þær segja allar að það sé mik- ilvægt að stunda æfingar vel og hafa for- gangsröðina á hreinu og það er greinilegt að fótboltinn er í forgangi hjá þeim. Þær segjast allar hafa prófað aðrar íþrótta- Hildur Antonsdóttir er í ósigrandi 4.fl. kvenna ífótbolta hjá Val. greinar en ekkert komi í stað fótboltans. Eins hafa þær allar lagt stund á tónlistar- nám, allar lært á pianó. Það má því með sanni segja að þær systurnar séu sam- hentar og til að kóróna samheldnina þá halda þær allar með Liverpool. Frábært starf að Hlíðarenda Talið barst að starfinu á Hlíðarenda, bæði íþróttastarfinu og félagsstarfinu og er Ragga afar ánægð með starfið í kvenna- fótboltanum, sem hún þekkir best í gegn- um dætur sfnar. Henni finnst allur aðbún- aður, umgjörð, þjálfun og aðstaða allt önnur en þegar hún var sjálf í eldlínunni og stuðningur foreldra og virkni er miklu meiri en þá tíðkaðist. Einnig finnst henni frábært að krakkarnir í Val skuli hafa fyr- irmyndir í fremstu röð í eigin félagi og það telur hún að sé ákaflega mikilvægt. Hún segir að stelpurnar í Víkingi sem sé hverfafélagið þeirra þar sem sumir skólafélagar stelpnanna og vinkonur æfa hafi t.d. ekki fyrirmyndir í eigin félagi og það skipti miklu máli upp á árang- ur, þótt starfið geti að öðru leyti verið gott. Ragga segist ekki hafa undan neinu að kvarta hjá Val í sambandi við þjálf- un yngri flokkanna, en hún segist samt hafa nokkrar áhyggjur af því að félagið eins og reyndar einnig önnur félög hafi 76 Valsblaðið 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.