Valsblaðið - 01.05.2009, Side 74

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 74
Sigurvegar Old girls Vals á haustmóti 2008. Efri röð frá vinstri: Sojfía Ámundadóttir, Guðrún Sœmundsdóttir, Eva Halldórsdóttir, Sigrún Birna Norðfjörð, Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Kristbjörg Helga lngadóttir, íris Björk Eysteinsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir og Margrét Óskarsdóttir. Fótbolti er lífið Ragnheiður Víklngsdóttir lék ánum saman fðtbolta í Val í fyrsta afrekshópi fólagsins í kvennaknattspyrnu. Nó feta dætur hennar prjár, Heiða Dröfn, Hildur og Harpa Karen, í fótspor hennar í yngri flokkum Vals í fótbolta með dyggum stuðningj foreldranna, Röggu og Antons Ettir cmm mgeírsson Það fer ekkert á milli mála að Valur á stóran sess í lífi Ragnheiðar Víkingsdótt- ur og fjölskyldu hennar sem komið hef- ur sér vel fyrir í Kjalarlandi í Bústaðar- hverfinu. Blaðamaður Valsblaðsins mælti sér mót við fjölskylduna eina kvöldstund í nóvember til að ræða um tengslin við Val og hitti alla meðlimi fjölskyldunnar heima nema Anton Karl Jakobsson sem var á fundi hjá Fylki þar sem hann lék fótbolta á yngri árum. Það var notalegt að setjast niður í stofunni og ræða um Val, bæði gamla tíma og stöðuna í dag, 100 ára afmælið sem er framundan og það er greinilegt að í þeim öllum er stórt Valshjarta og sannkölluð Valsfjölskylda á ferð. Ragga lék fótbolta með Val allt frá stofnun kvennaknattspyrnu hjá Val 1977 til 1994 og vann til fjölda titla með félaginu á þeim tíma. Anton lék fótbolta á yngri árum með Fylki og hefur síðari ár stutt dyggilega við íþróttaiðkun dætranna og hafa þau bæði tekið virkan þátt í for- eldra- og félagsstarfi hjá Val. Elsta dótt- ir þeirra, Heiða Dröfn, er 17 ára og leik- ur fótbolta með 2. og meistaraflokki Vals og yngri landsliðum, Hildur er 14 ára og er nýbyrjuð í 3. flokki Vals og Harpa er yngst 10 ára í 5. flokki Vals. Þær hafa allar gríðarlega mikinn áhuga á fótbolta, mikinn metnað og stefna allar á að leika með meistaraflokki Vals, kvennalands- liðinu og verða atvinnumenn erlendis í framtíðinni. Fótbolti er mjög mikilvæg- ur fyrir fjölskylduna, er áhugamál þeirra allra og daglegt líf snýst mikið í kring- um fótboltann, enda ófáar stundirnar sem fara í æfingar, leiki, keppnisferðir, fjár- Valsfjölskyldan öflun og að starfa í kringum fótboltann og horfa á leiki. Frumbernska kvennafótboltans hjá Val Ragga var í Hvassaleitisskóla og æfði ekki íþróttir í barnæsku nema í leik- fimitímum. Það var ekki fyrr en hún var um fermingu sem hún fékk áhuga á að fara að æfa fótbolta en íþróttakennar- inn hennar hjálpaði henni að finna lið. Á þeim árum var ekkert fjallað um kvenna- knattspyrnu í fjölmiðlum og örfá lið voru með kvennadeildir. Fyrsta íslandsmótið í kvennaknattspyrnu fór fram 1972, þeg- ar Ragga var 10 ára, með örfáum Iiðum en fyrstu árin voru FH og Ármann aðal- liðin. Ragga leitaði að liðum, kynnti sér m.a. starfið hjá Ármanni, en leist ekki nægilega vel á það. Á þeim árum var ekki kvennafótbolti hjá Val, en nokkr- ar handboltastelpur höfðu áhuga á því að spila fótbolta á sumrin og þannig kynnt- ist Ragga Val, fór að æfa fótbolta með handboltastelpunum og nokkrum stelp- um úr Ármanni og fljótlega tók að mynd- ast góður kjarni. Ragga segir að þær hafi fengið tvær æfingar á viku á vet- urna en 3^1 á sumrin, þjálfunin hafi ver- ið mjög góð, fínar tækniæfingar og þær fengu mikið að spila fótbolta. Aðalþjálf- ari liðsins var Júrí Ilichef og ber Ragga honum vel söguna. I þessum kjarna voru t.d. stelpur sem áttu eftir að leika árum saman fótbolta með Val og ná langt, t.d. Bryndís Valsdóttir, Anna Eðvaldsdótt- ir, Sólrún Ástvaldsdóttir, Cora Barker, Jóhanna Pálsdóttir og Erna Lúðvíksdótt- ir. Miðað við aðstæður og umgjörð þá megi teljast sérstakt hversu sterkur hópur myndaðist strax i árdaga hjá Val. Fyrsti íslandsmeistaratitillinn og bikardrottningar Ragga segist muna mjög vel eftir þess- um fyrstu árum, áhuginn á fótbolta og leikgleðin hafi drifið stelpurnar áfram og 1977 tóku þær í fyrsta sinn þátt í íslands- móti. Strax árið á eftir lönduðu þær fyrsta íslandsmeistaratitlinum og á næsta ára- tug náðu þær fjórum titlum. „Breiðablik var langerfiðasti mótherjinn á þessum árum og síðar var Skaginn með hörkulið en það var sálrænt mjög mikilvægt hjá okkur að vinna Breiðablik í fyrsta sinn, eftir það vissum við að okkur væru all- ir vegir færir“, segir Ragga sannfærandi. Hún segir að þeim hafi gengið mun bet- 74 Valsblaðið 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.