Valsblaðið - 01.05.2009, Side 19

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 19
Æskufélagarnir Theódór Hjalti Valsson og Óskar Bjarni Óskarsson héldu sameig- inlega brúökaupsveislu í Valsheimilinu i sumar og var þessi mynd tekin á brúðkaups- daginn. Frá vinstri: Theódór Hjalti Valsson, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Einar Örn Theódórsson, Katla Margrét Óskarsdóttir, Arna Þórey Þorsteinsdóttir, Óskar Bjarni Oskarsson. Fyrir framan: Benedikt Gunnar Óskarsson, Arnór Snœr Óskarsson. allan daginn er ógleymanlegt. Þarna voru líka bestu þjálfararnir. Fyrstu tvo dagana horfði ég bara og gapti. Ég tímdi aldrei að fara út úr Ólympíuþorpinu. Varðandi liðið þótti mér alveg eins líklegt að við myndum tapa öllum leikjunum eins og að fara alla leið. ísland er með þann- ig lið. Ég einsetti mér að njóta verunnar og fá sem mest út úr hverjum degi. Sjálf- ur var ég aldrei A-landsliðsmaður og mér þótti því heiður að vera þarna. Ég fór í lyftingasalinn og hljóp reglulega, ekki síst til að vera í kringum þá bestu, læra nýjar æfingar. Andinn í Ólympíuþorpinu var ólýsanlegur. Við áttum í vandræðum með varn- arleikinn fyrir mótið og spiluðum illa í Frakklandi á síðast mótinu fyrir leik- ana. Strákarnir höfðu sín markmið og ef vörnin hefði ekki smollið hefði þetta orð- ið erfitt. Ég efast um að ég eigi eftir að upplifa eins sterka fundi fyrir leiki og áttu sér stað á Ólympíuleikunum. Þegar maður finnur fyrir þessa bullandi sjálfs- trausti leikmanna er unun af því að vera á fundum og undirbúa liðið fyrir leiki. Samvinnan, jákvæðnin og ábyrgðin voru mögnuð. Fundurinn fyrir leikinn gegn Póllandi í 8-liða úrslitum var rosalegur. Menn voru að skiptast á skoðunum um vamarleikinn og ég hef sjaldan verið eins tilbúinn að fara í leik, sannfærður um að allt myndi ganga okkur í hag. Pólland er með eina mestu skyttu heims, Bieleke og fyrir hann að komast á 12 metra er eins og fyrir aðra að komast á 6 metra. Þenn- an mann þurfti að stoppa. Við þjálfararnir komum með tvær lausnir en niðurstaðan var að grípa til þriðju lausnarinnar sem kom frá leikmönnum. Svona er hægt að Hver er Valsmaðurinn? vinna með lið sem geislar af sjálfstrausti. Þetta þriðja afbrigði gekk engan veginn á æfingum en í leiknum gekk allt upp. Ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel var að það var ekkert skemmt epli í hópnum, menn þekktu sitt hlutverk og voru eins og ein liðsheild. Fjöldi leið- toga var í hópnum og ef menn fengu ekki að spila fór þeir í ræktina, lyftu og hlupu til að vera tilbúnir í næsta leik ef þess gerðist þörf. Það var aldrei baktal í gangi og blandan var algjörlega rétt. Stundum er betra að vera með örlítið verri leik- mann ef það er betra fyrir liðsheildina, heldur en að taka betri leikmann sem fellur ekki inn í hópinn. Sturla Ásgeirs- son var lítið með af því Guðjón Valur er heimsklassa leikmaður. Hann steig hins vegar inn þegar Guðjón meiddist og spil- aði frábærlega. í næsta leik fór hann á bekkinn og var tilbúinn ef hans var þörf. Þetta er alvöru íþróttamennska. Ég er svo heppinn að þekkja þessa sig- urtilfinningu úr yngri flokkunum, meist- araflokki og með landsliðinu og veit hvað samheldni og litlu hlutirnir skipta miklu máli til að ná frábærum árangri." - Hvaða væntingar hefurðu til vetr- arins hjá Val? „Mjög góðar. Hópurinn er flottur, strákamir skemmtilegir en við getum unnið alla og líka tapað fyrir öllum. Við bjóðum upp á séræfingar sem leikmenn nýta vel og ef við bætum okkur sem lið getum við farið langt. Við erum ekki með sömu breidd og áður og þurfum að treysta á leikmenn úr 2. flokki en hinir í liðinu eru í kringum 23 ára. Það er kúnst að gera þessa leikmenn góða en það eru krefjandi verkefni framundan." - Hvernig sinnir Valur ungviðinu, bæði félagslega og íþróttalega, ekki síst hvað varðar að aia upp frábæra einstaklinga sem og íþróttamenn? „Valur er sérlega ríkt af einstaklingum sem bera hag félagsins fyrir brjósti og eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum svo að félagið verði alltaf í fremstu röð. Ég er frekar jákvæður að eðlisfari og tel þar af leiðandi að allt starf í Val sé á upp- leið. Við höfum bara verið í þessum nýju húsakynnum í tvö ár og það tekur ákveð- inn tíma að slípa starfið til að nýju. Ég vil að sjálfsögðu sjá Val gera margt mun betur en í dag en þetta er alltaf spurning um peninga, tíma og forgangsröðun. Ég myndi vilja sjá styrktarþjálfara hjá Val sem vinnur alfarið með leikmenn niður L. Valsblaðið 2009 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.