Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 8

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 8
8 og pað skrifar hann, setur pað á sig mynd lians og hljóð. Nafn hans er lært seinna, þegar til pess kemur að kenna rjettritun. pessi aðferð hefur marga kosti um fram hinar, og verður eflaust með tímanum liin algengasta. Kostirnir eru einkum peir, að barnið fær hjer verk að vinna, sem pví pykir gaman að; pví geng- ur hetur að læra stafina, ef pað myndar sjálft hvern staf jafnóðum, heldur en ef pað sjer hann að eins fyrir sjer. Börn liafa gaman af pví að geta búið stafina til sjálf, og hjálpar pað mjög til að halda áliuga þeirra valcaudi, en pað er aðalatriðið við lestrarnám, eins og allt annað nám. pó að pessi aðferð taki nokkuð lengri tíma en hinar, er pað vel til vinnandi, par sem hjer er lært tvennt í einu: að lesa og skrifa1. pó að hjer sje að eins drepið á pessar kennslu- aðferðir, og þeim lauslega lýst, hlýtur hver maður að sjá, að sú aðferð, sem nú er fylgt hjer á landi, er langt um óeðlilegri en liinar, en hver sú kennsluaðferð, sem ekki er náttúrleg, eða liugsunarlega rjett, er óhafandi, og hefur skaðleg áhrif á gáfur harnanna, enda er langt komið að útrýma henni 1 ýmsurn öðrum löndum, par sem menn eru þeirrar skoðunar, að mispirming á sálar- gáfum harna sje eigi miður vítaverð en mispirming á líkama peirra. Hin eina ástæða sem borin hefur verið fram móti pví, að leggja niður liina óeðlilegu, seinlegu og leiðin- legu kennsluaðferð í lestri, sem hjer ræðir um, er sú, að foreldrar harnanna geti pá ekki veitt peirn tilsögn, pví að þeir geti ekki kennt nerna eptir peirri aðferð, 1) Enn mætti nci'na fleiri abferðir t. d. orðkennsluaðferðina, par sem kcnnslan er byrjuð með því, ab kenna barninu að lesa heil orð, og það eigi fyr en síðar látið finna hin einstöku hljóð, sem hvert orð er myndað úr.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.