Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 12
12
pannig valið, að börn eigi hægt með að skilja það og
gjöra grein fyrir pví; er því rjettast valið til lesæfing-
ar eitthvað pess efnis, sem barnið pekkir áður. Ef
barnið er vanið á það, að gjöra grein fyrir efni þess,
sem það les, þá lagast lesturinn mikið af sjálfum sjer,
því að manni verður ósjálfrátt að leggja rjetta áherzlu
á og skipta rjett hljóðfalli á setningar, sem maður
skilur.
Kennandinn verður og að benda barninu á les-
merkin, og sýna því, hversu mikla hjálp það getur haft
af þeim, einkum þar sem efni er ekki auðskilið; þýð-
ingu lesmerkjanna skilja börn ef til vill bezt af því, ef
þeim er sýnt, hvernig setningarnar geta orðið meining-
arlausar, eða fengið allt aðra meiningu, ef lesmerkin eru
sett öðruvísi en þau eiga að standa; það þarf að benda
þeim á, hverja þýðingu hvert lesinerki út af fyrir sig
hefur, að punktur (.) aðgreinir tvær setningar, sem geta
falið sjálfstæða hugsun; að hver slík setning greinist
aptur sundur í smærri parta með öðrum merkjum,
kommu (,) eða semíkommu (;) o. s. frv. f>ó að það
taki nokkurn tíma að kenna börnum þetta og láta þau
gjöra grein fyrir því jafnóðum og þau lesa, er það vel
tilvinnandi, því að það er þeim öflug stoð til þess að
nema áheyrilegan og skilmerkilegau lestur.
Framhuröur í lestri verður mjög að fara eptir því,
hvers efnis það er, sem lesið er; þannig má ekki lesa
með sama framburði skemmtisögu og búslestur. En urn
fram allt verður að kosta kapps um, að börn lesi með
náttúrlegum framburði og með þeim málrómi, sem þeim
er lagið. J>að er því miður mjög almennt, að börn taki
upp eitthvert ljótt eða óþægilegt lestrarlag, optast nátt-
úrlega eptir þeim, sem kenna þeim, eða sein þau heyra
lesa. J>annig er það allopt, að börn, sem hafa fallegan
málróm, og tala laglega mælt mál, fara að söngla og