Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 58

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 58
58 J>ó hafa hinir samansettu kennaraskólar á Finn- landi eigi fullkomlega getað náð sinni huginynd eða frumtakmarki. Hvað er náttúrlegra á einu heimili en að sonum pess og dætrum sje kennt saman á sama tíma, á peirri stundu, pegar þeir keppa að sama tak- marki, því takmarki, sem heimtar sömu þroskun og þekkingu? Ónáttúrleg takmðrk hafa verið sett milli nemendanna, þar sem kennslan er aðskilin, og þessi ónátt- úrlegu takmörk leiða af sjer fleiri takmörk, sem svo verða til skaða fyrir allt verkið. J>ær hættur, sem kynnu að stafa af því, að láta unga menn og konur flytja saman á eina kennslustofnun, geta hvergi komið fram, nema ef það væri þar, sem kennslan er ekki sameiginleg. |>að, sem ætti að lirinda hurt hinum liugsuðu hættum, er sameiginleg kennsla. Petta verð- ur eigi að eins gegn um þau áhrif, sem í sjálfu sjer eru svo holl, er nemendur hafa hvor á annau, en líka.með því, að hin ónáttúrlegu takmörk með hræðslu sinni og skorti á fullri tiltrú falla burtu, og starf skól- ans fær sinn frjálsa, ljetta og náttúrlega gang. Eins og ekkert er til jafnæsandi fyrir sterkbyggða menn og lconur og hin »náttúrlegu takmörk«, þá er heldur ekk- ert betur lagað til að aflaga og framleiða veiklun, en einmitt liræðsla og skortur á fullri tiltrú. Bæði hinar almennu uppfræðislegu hugmyndir, sem liggja til grundvallar fyrir niðurskipun kennaraskólanna á Finnlandi, og sú reynsla, sem þegar er fengin, bend- ir þannig á hinn samsetta kennaraskóla í orðsins fullu merkingu, sem það takinark hollrar og náttúrlegrar þroskunar, sem enn þá er eigi náð.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.