Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 89
89
þýðunnar, þá hljóti löggjöfin einnig að sldpa fyrir um
menntamál hennar að einhverju leyti. J>að verður þá
ekki einungis rjettur ríkisins, heldur slcylda þess, að
hafa hönd í hagga með menntunarmálum alþýðm ) En
með því er engan veginn útilokað, að alþýðan sjálfliafi
frjálsar hendur eins og þörf er á. Eins og það er eðli-
legt, að þeir sem næst standa börnunum, kosti fje þeim
til menningar. eins er það eðlilegt, að ríkið (landssjóður),
veiti liðsinni þar sem þess er þörf. Með fjárframlögum
úr landssjóði er einnig þeim gefin hvöt til að leggja að
sjer, sem að rjettu lagi ættu að annast uppeldi barn-
anna. En það er einnig sjálfsagður rjettur hins opin-
bera, að heimta það, að fjenu sje varið samkvæmt til-
ganginum, og skylda þess að hafa eptirlit með því, að
svo sje gjört. Hið opinbera verður einnig að sjáum, að.
mönnum sje mögulegt að fullnægja þeim kröfum, sem
ríkið gjörir til þeirra. J>að er því ekki nóg, að skipa
fyrir um það með lögum, hvaða þekking er heimtuð af
borgurum ríkisins, nema sjeð sje um leið fyrir því, að
þessarar lögskipuðu þekkingar verði aflað.
Að hve miklu leyti á þá liið opinbera að taka þátt
í menntamálum alþýðunnar?
1. J>að á að leggja til fje, þar sem alþýðan getur ekki af
sjálfsdáðum menntað og uppalið börn sín svo að vel
sje.
2. ]?að á að kosta menntunarstofnanir, þar er kennend-
ur alþýðunnar geti fengið þá menntun, sem þeim er
nauðsynleg til þess þeir geti verið góðir leiðtogar
æskulýðsins.
3. J>að á að setja lög um aðalatriði kennslumálefna al-
þýðu, en gefa alþýðunni sjálfri þó með þeim lögum
svo mikið vald í hendur um uppeldis- og kennslu-
málefnin, sem hún kann með að fara.