Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 98

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 98
98 er skaðlegt og háir framförum. Skólahús eða kennslu- áhöld eru ekki nefnd á nafn, nema í einni eða tveim- ur af skýrslunum, svo að ekkert er hægt að vita um það annarstaðar. J»að sýnist að vera galli á harnasólum á pví reki, sem pessir eru, hversu margar kennslugreinir kenndar eru. |>að er einnig eins og sá misskilningur ríki hjá mörgum, að skólarnir sjeu því betri, pví fieira sem kennt er, og pví fieiri sem nemendurnir eru. En þess ber að gæta, að kostir skóla eru ekki eingöngu fólgnir í þessu. Skóli, sem ekki hefur nægilega kennslukrapta, verður að varast að reisa sjer hurðarás um öxl með of mörgum námsgreinum eða of mörgum nemendum; pess háttar viðleitni til að afkasta meiru en maður er fær um, verður að eins til þess, að maður leysir einnig þad illa af hendi, sem annars hefði getað farið þolanlega. Útlend mál, svo sem enska og danska, ættu að rjettu lagi að liggja fyrir utan verksvið barnaskóla; þeir hafa ærið verk að vinna þar fyrir utan, verk, sem ber hetri ávöxt fyrir börnin, en þó að það heiti svo, að þau haíi lært eitthvað í útlendu máli. En þetta er eðlileg af- leiðing af því, að ekkert fast skipulag er enn komið á slcóla vora, og það ætti að vera hvöt til þess að koma þeim í fastara horf, sem gefur vissu um hetri árangur.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.