Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 8
Guðbjörg Vigfúsdóttir frá Hraunhöfn í Staðarsveit. Þar bjuggu foreldrar
hennar og átti hún ættir að rekja í Staðarsveit og Breiðuvík.
Móðurafi Gunnars var Guðbrandur Þorkelsson verslunarmaður í
Ólafsvík. Hann vareinn af mörgum börnum hjónannaÞorkelsEyjólfssonar
prests á Staðastað, Borg á Mýrum og Ásum í Skaftártungu og konu hans
Ragnheiðar Pálsdóttur frá Hörgsdal á Síðu af ætt Síðupresta. Sr. Þorkell var
dóttursonur sr. Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá. Faðir Þorkels var
prestur, m.a. í Garpsdal. Bræður Guðbrandar voru m.a. Jón Þorkelsson
þjóðskjalavörður, sem þekktur er fyrir fræðistörf og skáldskap, og Einar
Þorkelsson þingvörður og fræðimaður.
Gunnar Guðbjartsson var sjötti í röð átta barna þeirra Guðbjarts og
Guðbröndu. Hin eru Alexander bóndi á Stakkhamri fæddur 1906, Guð-
brandur í Ólafsvík fæddur 1907, Kristján fyrrum bóndi í Staðarsveit oger nú
á Akranesi fæddur 1909, Sigríður Elín búsett í Reykjavík fædd 1911, Þorkell
Ágúst fæddur 1915 húsasmíðameistari, þá Gunnar, Ragnheiður búsett á
Akranesi fædd 1919 og Guðbjörg búsett í Reykjavík fædd 1920.
Þannig var Gunnar alinn upp í stórum systkinahóp á fjölmennu myndar-
heimili í þjóðbraut, þar sem margir komu og vel var fylgst með, bæði því
sem var að gerast í héraði og þjóðfélaginu öllu og félagsmálastörf voru
eðlilegur hlutur af lífi bóndans. Hann kemur til vits og starl'a, þegar kreppan
herðir að bændum og öðrum í þjóðfélaginu, en fólkið var þrátt fyrir það fullt
af bjartsýni og franifarahug sem borinn var uppi af anda og hugsjónum
ungmennafélaga og samvinnuhreyfingar. Af þessu var lífsskoðun Gunnars
Guðbjartssonar mótuð.
Hjarðarfell
Hjarðarfell í Miklaholtshreppi er með stærstu jörðum á Snæfellsnesi.
Hún liggur í sunnanverðum Snæfellsnesfjallgarði austan þjóðvegarins sem
Iiggur frá Vegamótum um Hjarðarfellsdal og yfir Kerlingarskarð til Stykkis-
hólms. Bærinn stendur í skjóli fjallsins en framundan honum var mikið
samfellt mýrlendi sem áður var forblautt en grasgefið. Nú hefur það að
mestu verið ræst og tekið vel framræslu.
Fagurt og staðarlegt er að líta heim að Hjarðarfelli neðan úrsveitinni og á
sama hátt þótti búsældarlegt að líta yfir landið þegar komið var að norðan
yfir fjallið.
Hjarðarfell var mjög í þjóðbraut, því að þar lá leiðin um hlað þegar farið
var yfir fjallið hvort sem leiðin lá norður eða suðuryfir.
Að Hjarðarfelli kom sími árið 1912 og þar var landssímastöð þar til
sjálfvirkur sími leysti þær af. Þetta hlaut aö hafa áhrif á heimilishald allt og
líf fólksins á bænum og tengja það vel við samfélagið. Enda komu miklir
félagsmálamenn frá Hjarðarfelli, svo að það varð snemma héraðsþekkt og
síðan landsþekkt býli.
VI