Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 15
störfum til að vinna að framgangi ýmissa framfara- og menningarmála svo
sem í útgáfunefnd Snæfellingasögu, byggðasafnsnefnd og náttúruverndar-
nefnd.
Af félagsmálastörfum og vinnu að framfaramálum í héraði verður
Gunnars lengi minnst fyrir þátt sinn að byggingu Laugagerðisskóla en hann
var formaður byggingarnefndar skólans 1957-1965. Um þá byggingarsögu
segir í ritinu Byggðir Snæfellsness:
„Arið 1962 tóku hrepparnir á sunnanverðu Snæfellsnesi sig til og hófu að
byggja sameiginlegan heimavistarskóla við Kolviðarnesslaug í Eyja-
hreppi. Staðarsveit tók þó ekki þátt í þessu samstarfi. Litlu síðar gerðist
svo Skógarstrandarhreppur aðili að þessari skólabyggingu, og enn síðar
Helgafellssveit.
Aðal forgöngumaður þessa stærsta verkefnis, sem nefnd sveitarfélög
hafa ráðist í til þessa, var Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli.
Hann var formaður byggingarnefndar uns verkinu var lokið. Vann hann
að málinu af fádæma dugnaði og ósérplægni. Með réttu má kalla hann
föður þessa skóla, sem við vígslu haustið 1965, hlaut nafnið Laugagerðis-
skóli. Áður en skólahúsið var reist, var þarna sundlaug 8x25 m að stærð,
sem ungmennasambandsýslunnar hafði látiðgerafyrr á árum. Hefur hún
nú fallið til skólans, sem nýtur mjög góðs af henni."
Gunnar sat síðan í skólanefnd Laugagerðisskóla árin 1962-1970, en hann
var einnig formaður fræðsluráðs Vesturlandskjördæmis árin 1974—1978.
Gunnar gegndi sem vænta mátti trúnaðarstörfum innan samvinnuhreyf-
ingarinnar. Hann sat í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga eftir að félagssvæði
þess tók yfir sveitir á Snæfellsnesi árin 1965-1978. Sem fulltrúi mjólkur-
framleiðenda á félagssvæði Mjólkurbús Kaupfélags Borgfirðinga var Gunn-
ar kosinn í stjórn Mjólkursamsölunnar 1973 og átti þar sæti til dauðadags og
var alla tíð varaformaður stjórnar.
Störfin hjá Stéttarsambandi bænda
Gunnar Guðbjartsson var annar fulltrúi Snæfellinga á stofnfundi Stéttar-
sambands bænda á Laugarvatni 1945 þá 28 ára og var yngstur þeirra er þar
mættu. Hinn fulltrúinn var séra Jósep Jónsson prestur á Setbergi. Þeir voru
og fulltrúar Snæfellinga næstu þrjá fundi. Gunnar gat ekki mætt á aðalfund
Stéttarsambandsins 1949, og aftur varð hlé á fundarsetum Gunnars hjá
Stéttarsambandinu árin 1953 til og með 1956. Þessi ár gaf hann ekki kost á
sér og munu búsannir hafa hamlað. Eftir þau sat Gunnar alla fundi sem
fulltrúi héraðs síns til ársins 1980.
Þó að Gunnar vekti þegar frá unga aldri hvarvetna athygli fyrir skelegga
framgöngu í öllum félagsmálum virðist, ef marka má fundargerðir, sem
hann hafi ekki skipað sér í allra fremstu röð Stéttarsambandsfulltrúa
XIII