Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 17
kosningu þeirra Ásgeirs og Gunnars. Úrslit málsins urðu þó þau að þeim
voru veitt full réttindi á þinginu, en kosningar skyldi endurtaka fyrir næstu
þing. Það mun hafa verið gert en báðir komu þeir aftur til þingsins og áttu
eftir að vinna því og Búnaðarfélagi íslands mikið gagn.
Gunnar lét að sér kveða á Búnaðarþingi. Hann starfaði þar að undan-
skyldu fyrsta þinginu alla tíð í allsherjarnefnd og var formaður hennar frá
1953. Til allsherjarnefndar Búnaðarþings koma jafnan flest almenn fram-
faramál sveitanna á hverjum tíma. Á sjötta- og sjöunda áratugnun var
einmitt mikið um slík baráttumál: bættar samgöngur, bætt símaþjónusta,
bættar aðstæður til félagsstarfssemi, bætt aðstaða til náms og bættir skólar í
sveitum og síðast en ekki síst rafvæðing sveitanna, sem var hvað eftir annað
til meðferðar á Búnaðarþingi og var eitt megin framfaramálið, sem barist
var fyrir frá því um 1950 og fram yfir 1970.
Það þarf enginn aö halda, að það sem unnist hefur á þessum sviðum og
miðar að því að dreifbýlisfólkið búi í reynd við svipuö kjör og ekki verri
aðstæður en bæjarfólkið hafi unnist án baráttu. Sú barátta hefur verið háð á
fjölmörgum vígstöðvum heima í hverju héraöi og á landsfundum marghátt-
aðra samtaka. Það er ljóst að Gunnar Guðbjartsson var með fremstu
mönnum í þessari baráttu bæði á heimastöðvum og á landsvísu.
Auk þess að starfa á þinginu var Gunnar kosinn í fjórar milliþinganefnd-
ir, sem unnu að álitsgerðum fyrir þingið.
Gunnar sat á Búnaöarþingi til ársins 1982. Árin 1957-1964 var hann
kjörinn endurskoðandi reikninga Búnaðarfélagsins, og sýnir það með öðru
hvaða traust var til hans borið. Hann var alla tíð traustur tengiliður milli
Stéttarsambands bænda og Búnaðarþings og Búnaðarfélags íslands, og
réttsýnn á beggja hlut. Hann var kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags
íslands árið 1987.
Önnur störf í þágu bænda
Formennsku í Stéttarsambandinu fylgdi beint eða óbeint fjölmörg önnur
trúnaðarstörf í þágu stéttarinnar. Gunnar varð því fljótlega að dveljast
langdvölum að heiman, og sakir þess að stöðugt urðu þessi störf fleiri og
umfangsmeiri krafðist formennskan daglegrar viðveru á skrifstofu Stéttar-
sambandsins;
Umfangs- og ábyrgðarmest af þessum fylgistörfum eru formennska í
Framleiðsluráði landbúnaðarins og formennska í framleiðendahluta Sex-
mannanefndar, en hvorutveggja gegndi Gunnar alla formannstíð sína hjá
Stéttarsambandinu frá 1963-1981.
Eins og þessum málum, verðlagsmálunum og framleiðslustjórninni, var
háttað á þessum tíma, þ.c. áður en búvörulögin frá 1985 tóku við af
Framleiðsluráðslögunum, voru þessi tvö störf tvímælalaust mikilvægust af
einstökum störfum sem kjörnir fulltrúar bænda unnu í þeirra þágu. Það er
XV