Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 18
heldur á engan hallað þó að fullyrt sé að til að gegna þessum flóknu og
vandasömu störfum hafði Gunnar marga hæfileika umfram flesta aðra.
Skarpskyggni hans var mikil - hæfileiki hans til að greina flókna þætti mála
og sjá, hvað voru rök með og hver á móti, var ótvíræður. Minni lians á alla
hluti var hreint ótrúlegt, sérstaklega undruðust margir hve nákvæmt hann
mundi tölur og ýmsar stærðir. Samviskusemi og nákvæmni einkenndu
Gunnar alla tíð. Hann var alltaf nákvæmur og hafði gott skipulag á málum.
Það var háttur hans hvenær sem hann sat á fundunum hvort sem var um að
ræða almenna fræðslu- eða umræðufundi, nefndarstörf eða stjórnarstörf,
að skrifa hjá sér það sem helst var sagt eða gert. Þetta hafði hann svo tiltækt
hvenær sem á þurfti að halda og var oft til mikils léttis og styrktar t.d. í
nefndarstörfum.
Af öðrum trúnaðarstörfum sem telja má afleidd af formannsstörfum í
Stéttarsambandinu eða Framleiðsluráði og Gunnar gegndi má nefna: setu í
hússtjórn Bændahallarinnar 1964-1981, ístjórn Bjargráðasjóðs 1968-1981,
setu í stjórn Grænmetisverslunar landbúnaðarins 1964—81, í stjórn Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins 1973-1981 og í stjórn Framleiðnisjóðs landbún-
aðarins 1969-1981.
Gunnar beitti sér mjög fyrir stofnun lífeyrissjóðs fyrir bændur og sat í
nefnd sem undirbjó lög um Lífeyrissjóð bænda sem samþykkt voru 1970.
Hann sat síðan í stjórn sjóðsins fyrir Stéttarsamband bænda frá upphafi 1970
til 1991.
Sem formaður Stéttarsambands bænda átti Gunnar sæti í stjórn íslands-
deildar Norrænu bændasamtakanna (NBC). Hann sótti oft ársfundi NBC
sem haldnir voru til skiptis í aðildarlöndunum. Þó að hann teldi sig bagaðan
af of lítilli málakunnáttu til svo virkrar þátttöku sem hann hefði viljað veit
ég að hann fylgdist vel með á þessum fundum og hafði af þeim þau not að
hann fylgdist vel með stefnum og straumum í landbúnaðarmálum þeirra
nágranna okkar.
Enn er ótalið að Gunnar átti sæti í Tilraunaráði Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins árin 1965-1981. Hann fylgdist vel með því, sem gerðist á
sviði tilrauna og rannsóknamála og hvatti til eflingar þeirra. Það má
örugglega þakka skilningi Gunnars á þeim málum að á fyrstu árum
Fæðudeildar RALA naut hún viðvarandi stuðnings frá Framleiðsluráði
landbúnaðarins til grundvallarrannsókna á kjöti og kjötvörum og mjólk og
mjólkurvörum. Þessi stuðningur varð m.a. til þess að festa deildina í sessi.
Gunnar átti sæti í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins árin 1969-1989 og
var formaður stjórnarinnar í tólf ár.
Það lætur að líkum að Gunnar átti sæti í fjölmörgum nefndum sem falið
var að semja lög eða endurskoða lög varðandi landbúnaðinn, þar á meðal
a.m.k. tvívegis löggjöfina um Framleiðsluráð landbúnaðarins o.fl.
XVI