Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 20
Áhugi Gunnars á þjóðmálum fylgdi lionum til síðasta dags. Þau var ekki
hægt að slíta frá málefnum bændastéttarinnnar og dreifbýlisins. Eitt af því
sem hann benti þráfaldlega á í ræðu og riti, einkum hin síðari ár, var, að það
væri bæði rökfræðilega rangt og ósanngjarnt að skrifa kostnað þjóðarinnar
af byggðastefnunni hverju sinni á reikning landbúnaðarins. Byggðastefna
og tilfærsla fjármagns í þjóðfélaginu hlyti að vera mörkuð út frá því hvað
þjóðfélaginu í heild væri til frambúðar hagkvæmast.
Eftir að Gunnar lét af störfum fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins í
árslok 1987 vann hann í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri fyrir Landssam-
band sláturleyfishafa, þá nýlega stofnað. Fyrir það vann hann í full tvö ár
eða þar til heilsan bilaði.
Gunnar var einn þeirra sem beittu sér fyrir því að gamlir Hvanneyringar,
nemendur og kennarar, bundust samtökum um að gefa skólanum myndar-
lega gjöf á 100 ára afmæli hans 1989, sundlaugina sem tekin var í notkun
fullbúin á afmælishátíðinni. Gunnar var formaður nefndarinnar sem sá um
þetta og á honum hvíldi mikill hluti starfsins.
Hann lagði mikið á sig til að hafa upp á sem flestum gömlum nemendum
skólans og skipuleggja að haft yrði samband við þá. Gunnari var það
örugglega mikið gleðiefni að geta afhent gamla skólanum sínum laugina
fullbúna á afmælinu. Enn var þó ekki öllu lokið því að enn vantaði nokkuð
uppá að safnast hefði fyrir öllum kostnaði. Því varð að halda söfnun áfram
og margt þurfti að gera í sambandi við endanlegt uppgjör. Mest hvíldi þetta
sem fyrr á Gunnari og það var eitt af síðustu verkum sem margir af þeim,
sem með Gunnari unnu urðu vitni að, er hann boðaði til fundar með
söfnunarnefndinni og skólastjóra og öðrum forsvarsmönnum á Hvanneyri
þar sem endanleg skil fóru fram.
Gunnar ritaði mikinn fjölda blaða og tímaritsgreina. Greinar hans í
Árbók landbúnaðarins bæði á meðan hann var ritstjóri og eins áður eru
margar ýtarlegar og hinar merkustu heimildir um þróun landbúnaðar og
búvörufamleiðslu.
Af öðrum ritstörfum hans má nefna: Ágrip af sögu Búnaðarsambands
Snæfellinga í ritinu Byggðir Snœfellsness sem kom út 1977, kafla í bókinni
Faðir minn - bóndinn, sem kom út 1975, og L ndbúnaður á Islandi, kafli í
yfirlitsbók um ísland og atvinnuvegi á íslandi.
Áður hefur verið getiö um og vitnað til minninga- og fróðleikskafla, sem
Gunnar tók að skrá hjá hjá sér nokkur síðustu árin. Þeir voru ekki hugsaðir
til birtingar í upphafi. Þó hafði Gunnar fullan hug á að halda áfram eftir því
sem heilsan leyfði, og hefði þá komið að því að hann hefði skráð eftir eigin
heimildum og minnisblöðum kafla um hin fjölmörgu félagsstörf sín. Að því
XVIII