Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 32
Heiðursfélagar
Heiðursfélagar Búnaðarfélags íslands eru:
Ásgeir Bjarnason í Ásgarði,
Einar Ólafsson frá Lækjarhvammi,
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri,
Gunnar Árnason, fyrrverandi skrifstofustjóri,
Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðarfelli,
Helgi Símonarson á Þverá,
Hjalti Gestsson frá Hæli,
Sigurður J. Líndal á Lækjamóti,
Teitur Björnsson á Brún.
Aðalskrifstofa félagsins
Skrifstofan starfaði með sama hætti og áður að afgreiðslum mála,
bókhaldi og greiðslum fyrir alla þætti í starfsemi félagsins og annaðist þau
verkefni, sem því eru falin, svo og fyrir Búnaðarþing.
Helstu viðfangsefni á árinu
Störf stjórnar og búnaðarmálastjóra voru með svipuðum hætti og áður.
Fjárhagur og fjárveitingar. Eins og greint var frá í síðustu ársskýrslu
batnaði fjárhagsafkoma félagsins verulega á árinu 1989, og tókst þá að
greiða halla, sem safnast hafði upp nokkur undanfarandi ár.
Reksturinn á árinu var einnig léttari en áður var. Þó varð félagið að taka á
sig launa- og starfskostnað vegna uppgjörs búreikninga frá árinu 1989 og
starfsloka við Búreikningastofu landbúnaðarins, en engin fjárveiting var til
stofunnar á fjárlögum fyrir 1990. Þessi kostnaður nam um 6,5 milljónum.
Sótt var um aukafjárveitingu vegna þessa þegar í upphafi ársins, en því var í
engu sinnt af fjármálaráðuneytinu. Við afgreiðslu á fjáraukalögum, þegar
komið var fram í desember, tók fjárveitinganefnd þó inn 4,5 milljónir til
þessa. Mismuninn verður félagið væntanlega að bera, og í fjárveitingu til
félagsins fyrir árið 1991 er ekki ætlað fyrir biðlaunum, sem greiða verður til
tveggja fyrrverandi starfsmanna Búreikningastofu fram eftir árinu.
Með breytingu á lögum um Búnaðarmálasjóð (lög nr. 41 frá 15. maí 1990)
var félaginu markaður tekjustofn til að standa straum af hinum félagslega
þœtti í starfsemi þess. Nú skulu 0,025% af verði til framleiðenda í alifugla-
og svínarækt (A-fl) og 0,075% af verði til framleiðenda af vörum og
leigusölu annarra búgreina (B-fl) renna til B.í. Búnaðarsamböndin fengu á
sama hátt 0,25% af A-fl og 0,50% af B-fl, sem skiptist á milli þeirra í
hlutfalli við framleiðslu hvers svæðis. Þá fengu búgreinafélögin sér markað-
an tekjustofn, sem getur orðið allt að 0,075% af verði til framleiðenda frá
viðkomandi búgrein. Ennfremur var með lagabreytingunni ákveðið, að
6