Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 34
samanlagðri upphæð kr. 96,3 millj. og með gjalddaga 1. ágúst 1991, voru
loks tilbúin í apríl, og bréfin vegna jarðræktarframkvæmda á árinu 1989
ekki fyrr en komið var fram í september. Þau eru með tveimur gjalddögum,
1. ágúst 1992 og 1. ágúst 1993, samtals að upphæð kr. 104,4 millj.
Hluti af þeim búfjárræktarframlögum, kr. 10,7 millj., sem greiða átti á
árinu 1989 var á sama hátt greiddur með skuldabréfum, sem hafa gjalddaga
1. ágúst 1991.
Á fjárlögum fyrir árið 1991 eru nú samanlagt kr. 280 millj. til búfjárrækt-
ar- og jarðræktarlaga, um 115 milljónir kr. þurfa að fara til að greiða
skuldabréf. Þegar frá er tekið það, sem þarf í laun ráðunauta, frjótækna og á
ræktunarstöðvum svo og til búfjárræktarframlaga, eru um 50-60 millj. kr.
til að greiða jarðræktarframlög vegna framkvæmda 1991.
Byggingaþjónustu Búnaðarfélags íslands var komið á fót á árinu. Laust
fyrir áramótin síðustu ákvað stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins að
leggja niður Byggingastofnun landbúnaðarins og leita eftir því við Búnaðar-
félag íslands, að það tæki að sér að veita bændum hliðstæða þjónustu.
Starfsfólki Byggingastofnunar var sagt upp frá 1. júlí að telja, og jafnframt
gerðu Búnaðarfélag íslands og Stofnlánadeildin með sér samning um, að
ákveðin gögn og tæki frá Byggingaþjónustu kæmu til félagsins og, að
nokkrir fjármunir frá Stofnlánadeild rynnu til B.í. til ársloka 1992.
Magnús Sigsteinsson, bygginga- og bútækniráðunautur, tók að sér að
veita byggingaþjónustunni forstöðu, Sigurður Sigvaldason, verkfræðingur,
sem lengi starfaði fyrir Landnám ríkisins og síðar við Byggingastofnunina,
réðst til félagsins til að sjá um burðarþolsteikningar og aðra verkfræðilega
ráðgjöf. Þá var ráðinn tækniteiknari, Eysteinn Traustason, sem sér um
teiknivinnu fyrir þá báða, Magnús og Sigurð. Gjaldskrá fyrir þjónustu þessa
er ísamræmi við þá, sem B.L. fóreftir. Húsnæði það, sem Búreikningastof-
an hafði á annarri hæð, var eftir smávægilegar breytingar tekið undir þessa
starfsemi, en nánar segir frá henni í starfsskýrslum þeirra Magnúsar og
Sigurðar.
Bókhaldsmál og Búreikningastofan. Starfsfólk Búreikningastofu lét af
störfum, þegar verkefnum þess við uppgjör reikninga frá árinu 1989 lauk.
Þau Þorbjörg Oddgeirsdóttir og Pétur K. Hjálmsson höfðu lokið verkefn-
um sínum í lok maí, en Jóhann Ólafsson í lok október, er hann hafði gengið
frá og gefið út ársskýrslu Búreikningastofunnar fyrir 1989, þá síðustu á
vegum Búnaðarfélags íslands. Þróun bókhaldsmála á vegum búnaðarsam-
bandanna og einstakra bænda var með eðlilegum hætti miðað við það, sem
gert var ráð fyrir. Ketill A. Hannesson og Halldór Árnason unnu að þessunr
málum, og vísast til starfsskýrslna þeirra.
Milliþinganefnd Búnaðarþings, sem kosin var á Búnaðarþingi 1989 og
starfaði mikið að framvindu bókhaldsmála á árinu, starfaði áfram eftir
8