Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 35
áramótin og fram að Búnaðarþingi og þar til málin voru komin á fastan
rekspöl.
Samstarfsnefndir og nefndir,
sem vinna að framgangi einstakra mála
Markaðsnefnd landbúnaðarins starfaði með endurnýjuðum krafti á árinu
og tók sér fyrir ný verkefni. Af þeim má nefna könnun, sem tveir
nýsjálenskir sérfræðingar önnuðust á því, hvað vinna mætti af verðmætum
úr því, sem fellur til í sláturhúsum og lítið fæst nú fyrir. Skýrsla þeirra er ekki
endanleg, en þau komu með ýmsar ábendingar. Þá beitti markaðsnefnd sér
fyrir könnun á viðhorfi almennings í landinu til landbúnaðarins, sem
Félagsmálastofnun Háskólans framkvæmdi.
Könnunin þótti sýna vinsamlegri afstöðu til landbúnaðar og meiri
skilning fólks á málefnum hans en ætla mætti miðað við það, hvað nokkrir
hópar hafa gert sér mikið far um að níða landbúnaðinn. Fulltrúi B.í. í
markaðsnefnd er sem áður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðunautur, en varamað-
ur hans Óskar ísfeld Sigurðsson.
Milliþinganefnd til að hafa umsjón með gerð heildaráætlunar um þróun
landbúnaðarins til næstu aldamóta, og getið er í undanfarandi ársskýrslum,
starfaði ekki á árinu. Ljóst má nú vera, að ekki verði af frekara starfi
þessarar nefndar. Ýmsar ástæður virðast fyrir því. Ekki ríkti fullkominn
einhugur um afstöðu til mála í nefndinni. Óvissa um búvörusamning og
landbúnaðarstefnu, eftir að gildistíma núverandi samnings líkur, dregur úr
möguleikum til að leggja málin fyrir á faglegan hátt, svo ekki sé nú rætt um
þá miklu óvissu, sem skapast hefur fyrir íslenskan landbúnað vegna þess,
sem er að gerast eða vænst er að gerist í alþjóðaviðskiptum með landbúnað-
arvörur. Enginn veit nú, hvað GATT-viðræður og viðræður um evrópskt
viðskiptasvæði geta leitt til fyrir landbúnað hér.
Milliþinganefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan félagskerfis
landbúnaðarins var skipuð í samræmi við ályktun Búnaðarþings 1988. Hún
hafði ekki lokið störfum, er kom að Búnaðarþingi 1990. Það óskaði eftir, að
nefndin starfaði áfram, en til að greiða fyrir störfum hennar var lagt til, að
fjölgað yrði í nefndinni. Tveir af fyrri nefndarmönnum, Magnús Sigurðs-
son, fulltrúi B.I., og Gunnar Sæmundsson, fulltrúi formanna búnaðarsam-
bandanna, óskuðu eftir, að aðrir kæmuí þeirrastað. Stjórn B.í. tilnefndi þá
Sigurð Þórólfsson og Stefán Halldórsson og varamenn þeirra Jón Gíslason
og Hermann Sigurjónsson. Ágúst Sigurðsson tók við af Gunnari Sæmunds-
syni og gegnir formennsku. Frá Stéttarsambandi bænda situr Haukur
Halldórsson áfram í nefndinni, og við bættist Hörður Harðarson. Nefndin
hefur starfað ötullega, og er von tillagna frá henni fyrir Búnaðarþing.
Milliþinganefnd til að vinna að endurskoðun búvörulaga, er var tilnefnd
3
9