Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 36
1988 hefur nokkuð starfað á árinu, en ekki er ljóst, hvenær hún skilar áliti.
Milliþinganefnd til að gera fullmótaðar tillögur um skipan leiðbeininga-
þjónustunnar og getið er nánar í síðustu ársskýrslu. Hún átti mikinn þátt í að
afla fjár til og skipuleggja bókhaldsmálin, eins og komið hefur fram.
Hennar hlutur var einnig góður í sambandi við tekjustofnamálið. Eftir
Búnaðarþing 1990 hefur starf hennar verið minna en áður.
Nefnd til að gera tillögur að reglugerð við lög um búfjárrœkt. Að beiðni
landbúnaðarráðuneytisins tilnefndi stjórn Búnaðarfélags íslands tvo menn,
ráðunautana Ólaf R. Dýrmundsson og Sigurgeir Þorgeirsson, til þessa
verks. Landbúnaðarráðherra tilnefndi Jón Viðar Jónmundsson formann
þessarar nefndar. Hún hefur nú gengið frá fyrstu drögum að reglugerðinni.
Aðild að stjórnum, föstum nefndum
og innlendum samtökum
Stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Jón Helgason, bóndi og alþing-
ismaður í Seglbúðum, er aðalmaður, og Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-
Fagradal, varamaður í stjórninni, tilnefndir af stjórn Búnaðarfélags íslands.
Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Jónas Jónsson á sæti í stjórninni
tilnefndur af stjórn B.í.
Stjórn Lífeyrissjóðs bœnda. Ásgeir Bjarnason átti sæti í stjórninni. Hann
baðst undan áframhaldandi setu nú, er endurskipa átti stjórnina. Magnús
Sigurðsson á Gilsbakka var tilnefndur aðalmaður í stjórnina og Steinþór
Gestsson á Hæli varamaður.
Stjórn Bjargráðasjóðs. Hjörtur E. Þórarinsson á sæti í stjórninni tilnefnd-
ur af stjórn Búnaðarfélags íslands.
Stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Jónas Jónsson átti sæti í
stjórninni, tilnefndur af stjórn B.í. Skipunartími stjórnarinnar rann út í
desember.
Tilraunaráð Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Ráðunautarnir Ólaf-
ur R. Dýrmundsson og Óttar Geirsson eru fulltrúar B.í í ráðinu, en
varamenn þeirra ráðunautarnir Jón Viðar Jónmundsson og Magnús
Ágústsson.
Veiðimálanefnd. Jónas Jónsson á sæti í nefndinni, tilnefndur af stjórn
B.f.
Stjórn Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði. Jónas Jónsson á sæti í
stjórninni.
Skipulagsnefnd fólksflutninga. Jónas Jónsson ásæti í nefndinni, tilnefnd-
ur af stjórn B.í.
Stjórn Vinnueftirlits ílandbúnaði. Jónas Jónsson er fulltrúi B.í. í nefnd-
inni.
Búfræðslunefnd. Ólafur R. Dýrmundsson og Gunnar Þórarinsson eiga
sæti í nefndinni, kosnir af Búnaðarþingi.
10