Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 37
Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins. Jónas Jónsson er aðalmaður í
stjórninni, en Ketill A. Hannesson varamaður, tilnefndir af stjórn B.í.
Stjórn Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti. Steinþór Gestsson og
Þorkell Bjarnason eru fulltrúar B.í. í stjórninni. Sveinn Runólfsson er
formaður, en að auki eru þeir Kjartan Georgsson og Þórir ísólfsson í
stjórninni.
Stjórn Hrossakynbótabúsins á Hólum. Kristinn Hugason á sæti í stjórn-
inni, tilnefndur af stjórn B.í.
Fóðureftirlits-, sáðvörueftirlits- og áburðareftirlitsnefndir starfa sam-
kvæmt lögum um framleiðslu og sölu þessara vara. Fulltrúar B.í. í
nefndunum eru í sömu röð: Gunnar Guðmundsson, Óttar Geirsson og
Björn Bjarnarson.
Búfjárræktarnefndir samkvœmt lögum um búfjárrœkt. Þærvoru kosnará
síðasta Búnaðarþingi. Formenn þeirra og fulltrúar Búnaðarfélags íslands
eru:
Nautgriparæktarnefnd, Jón Viðar Jónmundsson.
Sauðfjárræktarnefnd, Sigurgeir Þorgeirsson.
Hrossaræktarnefnd, Þorkell Bjarnason.
Loðdýraræktarnefnd, Sigurjón Jónsson Bláfeld.
Svínaræktarnefnd, Pétur Sigtryggsson.
Alifuglanefnd, Guðmundur Jónsson.
Kanínuræktarnefnd, Ingimar Sveinsson.
Samstarfsnefnd um viðurkenningu nýrra býla og félagsbúa. Jónas
Jónsson á sæti í nefndinni fyrir hönd B.I.
Dýraverndarnefnd. Jónas Jónsson á sæti í nefndinni, tilnefndur af stjórn
B.í.
Þátttaka í samtökum með öðrum þjóðum
Norrœnu bœndasamtökin (NBC). Stéttarsamband bænda, Búnaðarfélag
íslands, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband sláturleyfishafa og Sam-
tök afurðastöðva í mjólkuriðnaði mynda íslandsdeild NBC. Formaður
hennar er Haukur Halldórsson, varaformaður Jónas Jónsson og ritari
Hákon Sigurgrímsson. Formaður og ritari mættu á nokkrum fundum í
stjórnarnefnd NBC og varaformaður á einum.
Samtök norrœnna búvísindamanna (NJF). Flestir ráðunautar B.í. eru í
samtökunum, og veitir félagið íslandsdeild þeirra nokkurn stuðning.
Ráðunautar gera hver fyrir sig grein fyrir störfum sínum í deildum NJF og
þátttöku í fundum.
Búfjárrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélag Islands og Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins eru aðilar að sambandinu. Ólafur R. Dýr-
mundsson, ráðunautur, annaðist samskipti við EAAP.
Samband nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum (NÖK). Búnaðarfé-
11