Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 38
lagið hefur stutt þátttöku í samtökunum, en formaður íslandsdeildar er Jón
Viðar Jónmundsson, ráðunautur.
Alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta (FEIF) ná nú til flestra landa, þar
sem íslenskir hestar finnast. Búnaðarfélag íslands, Landssamband hesta-
mannafélaga og Félag hrossabænda koma fram fyrir Islands hönd í þessum
samtökum. Kristinn Hugason, ráðunautur, annast þessi samskipti fyrir
hönd B.Í., en mest af þeim hvílir á Landssambandi hestamannafélaga.
Fræðslustarfsemi o.fl.
Mest öll starfsemi félagsins miðar að fræðslu í einhverri mynd. Hér er
aðeins getið þess, sem sameiginlegt má kalla fyrir alla þætti. Annað kemur
fram af skýrslum einstakra ráðunauta.
Búnaðarþáttur í ríkisútvarpinu var í umsjón B.Í., svo sem ætíð hafði
verið, þar til útvarpsráð ákvað í maí sl., að hann skyldi felldur niður. Þeirri
ákvörðun fékkst ekki breytt þrátt fyrir eindregna málaleitan B.Í., og féll
flutningurþáttarinsniðurfrá 1. júní. Árni Snæbjörnsson, ráðunautur, hafði
umsjón með þáttunum. í vetrardagskrá var hins vegar tekinn upp þátturinn
„Við leik og störf“, ein stund virka daga með blönduðu efni. Af þeim tíma
eru 10 mínútur einn daginn sérstaklega helgaðar landbúnaðarmálum, og er
þar meðal annars efnis boðið upp á að koma að leiðbeinandi efni. Hallur
Magnússon dagskrárgerðarmaður annast þá þætti, sem verið hafa á
fimmtudögum. Hann hefur haft samráð við Árna Snæbjörnsson ráðunaut
um þessa „landbúnaðar“ þætti.
Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins var haldinn dagana 5.-9. febrúar. Alls voru flutt 47 fræðandi
erindi á fundunum, flest þeirra birtust í fjölrituðu hefti, sem lagt var fram á
fundinum.
Helstu efnisflokkar voru:
1. Möguleikar til lækkunar búvöruverðs.
2. Aukin gæði ullar - Breytingar á rúningstíma.
3. Skógrækt og atvinnumöguleikar bænda.
4. Fóður og fóðrun.
5. Efnainnihald mjólkur.
6. Bleikjueldi.
7. íslenskur landbúnaður - EFTA, EB og GATT.
Auk þess var sérstakur fundur landsráðunauta með héraðsráðunautum
og hálfs dags fundur um bændabókhald með verklegum æfingum fyrir þá,
sem að því ætluðu sér að vinna. Fundurinn var í heild fjölsóttur af starfsfólki
landbúnaðarstofnana og áhugamönnum um þau efni, sem tekin voru til
meðferðar.
Frjótækninámskeið. Búnaðarfélagið stóð fyrir námskeiði fyrir nýja frjó-
tækna. Það var haldið í húsakynnum Bændaskólans á Hvanneyri og stóð frá
12