Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 39
29. október-17. nóvember. Átta sóttu námskeiðið, og stóðust allir próf og
þær kröfur, sem til þeirra voru gerðar, og hlutu þar með réttindi til að
stunda nautgripasæðingar. Diðrik Jóhannsson skipulagði námskeiðið og
stóð fyrir því ásamt Jóni Viðari Jónmundssyni. Þeir önnuðust og kennslu að
mestu ásamt Þorsteini Ólafssyni, dýralækni. Auk þess kenndu þeir Aðal-
steinn Sigurgeirsson og Runólfur Sigursveinsson, kennarar á Hvanneyri,
nokkuð, og sá síðarnefndi var einnig prófdómari. Bændaskólanum á
Hvanneyri er þökkuð góð fyrirgreiðsla við námskeiðshaldið.
Önnur námskeið. Búnaðarfélagið stóð fyrir eða átti aðild að allmörgum
fræðslufundum eða námskeiðum, svo sem fram kemur af skýrslum ráðu-
nauta.
Útgáfustarfsemi
Útgáfa rita á vegum félagsins á árinu var hin sama og áður. Búnaðarrit,
Freyr (í samvinnu við Stéttarsamband bænda), Handbók bænda, Naut-
griparæktin, Sauðfjárræktin, Hrossaræktin ogÁrsskýrsla Búreikningastofu
landbúnaðarins komu út með reglubundnum hætti. Engin einstök fræðslu-
rit voru gefin út á árinu.
Landsmarkaskrá, hin fyrsta sem gefin hefur verið út, kom út á sl. sumri í
umsjá Ólafs R. Dýrmunc)ssonar. Hún er byggð á tölvufærslu allra skráðra
marka, sem unnin var hj^ félaginu fyrir síðustu útgáfu á markaskrám fyrir
einstök markaumdæmi. Þessi útgáfa á markaskrá fyrir allt landið hefur
mælst vel fyrir.
Vegna góðrar sölu á afriiælisriti B.í. Bœndasamtök á íslandi 150 ára var
upplag á þrotum, og var ritið endurprentað á árinu í 800 eintökum. Fyrri
prentun var 1500 eintök. Mikill hluti endurprentunarinnar er nú þegar
seldur.
Formannafundur búnaðarsambandanna
Hinn árlegi fundur með formönnum búnaðarsambandanna var haldinn í
Bændahöllinni, laugardaginn 3. mars. Til stóð, að hann yrði á Akureyri,
mánudaginn 26. febrúar, en sakir óveðurs og ófærðar varð að aflýsa fundi
þann dag. Enn hamlaði óveður og erfiðar samgöngur för nokkurra fulltrúa,
er fundurinn var haldinn.
Aðalefni þessa fundar voru fjármál búnaðarsambandanna, félagskerfi
Iandbúnaðarins og Hagþjónusta landbúnaðarins og bókhaldsmál. Fundur-
inn samþykkti nokkrar ályktanir, sem vísað var til Búnaðarþings.
Ferðalög, fundir o.fl.
Formaður og búnaðarmálastjóri mættu á aðalfundi Stéttarsambands bænda
á Reykjum í Hrútafirði 28.-30. ágúst. Formaður, búnaðarmálastjóri og
Steinþór Gestsson sóttu landsmót hestamanna á Vindheimamelum 6. til 8.
13