Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 41
manna sátu landbúnaðarráðherra og Gísli Karlsson fyrir svörum við
spurningum fundarmanna að erindum loknum. Fundurinn var fjölsóttur og
hinn athyglisverðasti, ekki hvað síst vegna erindis Vengers, sem gjörþekkir
þessi mál vegna langrar baráttu norsku bændasamtakanna. Þrátt fyrir þetta
lýsti lítið upp í svartnætti íslenskrar fjölmiðlamennsku, sem undanfarin
misseri hefur þjónað þeim öflum í þjóðfélaginu, sem mest geipa um, að
þjóðin eigi að falla fyrir erlendum völdum á þessu sem öðrum sviðum.
Búnaðarfélagið eða einstakir starfmenn þess tóku á móti eða veittu
fyrirgreiðslu mörgum öðrum erlendum gestum, sendinefndum eða einstak-
lingum, sem hingað komu tii að kynna sér ýmsa þætti í landbúnaði. Sumra
þeirra er getið í skýrslum ráðunauta.
Grænlenskir sauðfjárræktarnemar
Um síðustu áramót voru grænlenskir nemar, sem hér dvöldust, sex að tölu.
Þrír þeirra á síðara ári. Þeir fóru til síns heima um mitt sumar. Af þeim, sem
þá voru eftir, fór einn heim í lok október, en tveir dveljast nú í Leirhöfn og á
Gilsbakka. Engir nýir nemar komu frá skólanum þetta haust. Vegna þessa
var leitað eftir því, hvort nokkrir af þeim ungu mönnum, sem áður höfðu
dvalist á „grænlendingabæjum", vildu koma til vinnu hjá viðkomandi
bændum. Það var auðsótt, og komu nú í byrjun desember þrír piltar, sem
réðust að Sauðanesi, Gunnarsstöðum og Syðra-Skörðugili.
Eiríkur Helgason og undirritaður önnuðust sem fyrr þessa fyrirgreiðslu.
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
Búnaðarfélag íslands er sem fyrr aðili að Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins og greiðir sem svarar 7 af hundraði af kostnaði við hana, en mestan hluta
greiðir Framleiðsluráð landbúnaðarins. Nýr forstöðumaður var ráðinn á
árinu: Helga Guðrún Jónasdóttir, fjölmiðlafræðingur.
Forfallaþjónustan
Búnaðarfélagið hefur sem fyrr yfirumsjón með forfalla- og afleysingaþjón-
ustu í sveitum. Greint hefur verið frá þeirri breytingu, sem varð á
fjárútvegun til hennar. Þau Þorbjörg Oddgeirsdóttir og Gunnar Hólm-
steinsson önnuðust þessi mál.
Stóðhestastöð
Búnaðarfélagið sér um fjárhagslegan rekstur Stóðhestastöðvarinnar í
Gunnarsholti. Þau Eiríkur Guðmundsson og Rúna Einarsdóttir sáu um
stöðina, hirðingu, tamningar og alla umsjón með hestum. Byggingu hins
nýja stöðvarhúss miðaði vel áfram, og varð húsið fokhelt á haustnóttum.
Alla umsjón með þeim framkvæmdum hafði stjórnarformaður, Sveinn
15