Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 42
Runólfsson landgræðslustjóri. Vorsýning stóðhesta, sem haldin var 5. maí,
tókst vel og var fjölsóttari en nokkru sinni.
Stofnverndarsjóður
Stofnverndarsjóður íslenska hrossastofnsins er í vörslu B.í. Með gildistöku
nýju búfjárræktarlaganna breyttist stjórn sjóðsins, og er hún nú falin
hrossaræktarnefnd. Eftir er að setja reglugerð við lögin, og verða þar
væntanlega nánari ákvæði um starfsemi sjóðsins.
Hrossaræktarmál
Málefni hrossaræktarinnar voru óvenju mikið til umfjöllunar hjá stjórn
félagsins á árinu. Því ollu m.a. deilur, sem hér verða að nokkru raktar.
Er að því kom að skipa hrossaræktarnefnd samkvæmt breyttum búfjár-
ræktarlögum, en hún skyldi m.a. taka við hlutverki sýningarnefndar,
kynbótanefndar Stóðhestastöðvar og stjórnar Stofnverndarsjóðs, óskuðu
bæði Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga hvort fyrir
sig eftir að eiga tvo fulltrúa í nefndinni. Þá þótti ekki annað hlýða en
Hrossaræktarsamband íslands ætti fulltrúa í nefndinni. Var þá erfitt að
fullnægja ákvæðum Iaganna um, að fulltrúar bænda og héraðsráðunautar
skuli vera jafnmargir í búfjárræktarnefndum. Eftir allmiklar umræður
náðist samkomulag um að leggja til við Búnaðarþing, að nefndin yrði
skipuð sjö mönnum, tveimur að ábendingu frá L.H., tveimur að ábendingu
frá Félagi hrossabænda og að héraðsráðunautar yrðu tveir og annar af þeim
væri framkvæmdastjóri hrossaræktarsambands. í nefndinni eiga sæti auk
formanns tveir starfandi ráðunautar, fjórir starfandi bændur, en af þeim
tveir fyrrverandi ráðunautar.
Deilt hefur verið á, að hér hafi ekki verið farið eftir ströngum bókstaf
laganna. Hins vegar var vonast eftir, að þessi skipun nefndarinnar yrði til
þess að tryggja, að góð samstaða næðist um starfsemi og stefnu í hrossarækt-
inni.
Nefndin kom fjórum sinnum saman (28. mars, 18. apríl, 24. apríl og 2.
maí), áður en forskoðun og sýningar til undirbúnings landsmóts hófust.
Meðal þess, sem samkomulag varð um í nefndinni, var að auka dreifingu í
einkunnagjöf á sýningarhrossum. Skyldi þessi aukna dreifing á einkunnum
jafnt vera til hækkunar sem lækkunar frá meðaltali. Hrossaræktarráðunaut-
ar skyldu síðan gera nefndinni grein fyrir niðurstöðum á haustnóttum og þá
taka ákvarðanir um framhald þessa, jafnframt því sem gengið yrði frá s.n.
stigunarkvarða, sem unnið hafði verið að um nokkurt skeið. Stigunarkvarð-
inn er hugsaður sem leiðbeinandi forskrift fyrir dómstörfin, að svo miklu
Ieyti sem hægt er að gefa hana í orðum.
Er nokkuð var liðið á sýningarhaldið, hafði formaður Félags hrossa-
bænda samband við búnaðarmálastjóra og lýsti því, að mikil óánægja væri
16