Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 43
komin upp meðal ýmissa hrossaeigenda yfir því, hve dómar á hrossum væru
nú harðir. Hann taldi, að í það stefndi, að mikið færri hross, hlutfallslega,
næðu viðurkenningum, kæmust í ættbók eða næðu fyrstu verðlaunum.
Jafnframt kom fram, að hann, sem formaður Félags hrossabænda, teldi sig
þurfa að sinna þessum kvörtunum.
Þá óskaði hann fyrir hönd meirihluta í hrossaræktarnefnd (þ.e. fulltrúa
L.H. og F.hrb.) eftir fundi í nefndinni þá þegar. Formaður nefndarinnar
taldi sér skylt að verða við þeirri ósk, og var haldinn aukafundur í nefndinni
að kvöldi 31. maí. Á þessum fundi lýstu báðir fulltrúar F.hrb. og annar
fulltrúi L.H. þeirri almennu óánægju, sem þeir töldu vera með dóma
ráðunauta við úrtöku hrossa fyrir landsmót. Þeir þrír kváðust hafa fengið
fjölda hringinga frá fólki, sem kvartaði yfir uómhörku. Hinn fulltrúi L.H.
kvaðst engrar slíkrar óánægju hafa orðið var.
Ráðunautar kváðust ekki geta á þessari stundu gefið tölulegt yfirlit yfir
niðurstöður dóma og töldu þennan fund með öllu ótímabæran, m.a. með
tilliti til þess, sem ákveðið hefði verið í nefndinni, að meta niðurstöður
dóma að öllum sýningum loknum. Niðurstöður fundarins urðu:
,,A) Að nefndin hittist að lokinni úrtöku kynbótahrossa, líklegast 14.6., þar
sem farið verður yfir niðurstöður forskoðunar m.t.t. inntökuskilyrða á
Landsmót.
B) í lok sýningarárs mun nefndin koma saman og fjalla um árangur
starfsins, sértaklega verður fjallað um notkun dómkvarðans og verðlauna-
flokka kynbótahrossa. Þá verður viðmiðunarmörkum hugsanlega breytt í
samræmi dreifingu einkunna starfsársins."
Annar aukafundur var haldinn í hrossaræktarnefnd 20. júní að forskoð-
unum fyrir landsmót loknum. Þar var lagt fram til bráðabirgða tölfræðilegt
yfirlit yfir niðurstöður dóma, sem komnir voru, og þeir bornir saman við
sambærilega dóma frá árinu 1989. Ráðunautar töldu þetta yfirlit sýna, að
dreifing einkunna hefði greinilega aukist, á því væri raunhæfur munur, en
ekki væri raunhæfur munur á meðaltalseinkunnum frá þessu sumri fyrir
einstaka eiginleika, hvorki í byggingar- eða hæfileikadómum, borið saman
við dóma frá árinu 1989. Pá kom og fram, að ekki höfðu færri gripir náð því
lágmarki, sem sett var til þátttöku í landsmóti en ráð var gert fyrir, áður en
forskoðun hófst. FuIItrúar F.hrb. gagnrýndu enn störf ráðunauta, einkum
stranga dóma og ósamræmi í dómum, sem þeir töldu hvort tveggja valda
mikilli óánægju. I máli þeirra kom m.a. sérstök gagnrýni á störf og
framkomu Kristins Hugasonar, ráðunauts. Þrátt fyrir þetta varð nefndin
sammála um, að ekki væri ástæða til sérstakra aðgerða eða breytinga á
dómstörfum eða dómnefnd á landsmóti.
Nokkru eftir landsmót hestamanna hafði formaður Félags hrossabænda
17