Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 46
Liður2
Stjórnin tekur undir þá ábendingu, að framkvæmd kynbótadóma verði
öll endurskoðuð. Hún bendir á, að nú er unnið að setningu reglugerðar
við hin nýju búfjárræktarlög. Þar eiga heima m.a. ákvæði um tilhögun
sýninga í hrossarækt og e.t.v. fleiri atriði varðandi framkvæmd dóma og
skýrsluhald.
Nákvæmar þarf þó að kveða á um framkvæmd kynbótadóma, svo sem um
gildi dóma frá mismunandi stigum sýninga og með því að setja stigunar-
kvarða fyrir dóma. Þetta er eðli sínu samkvæmt hlutverk hrossaræktar-
nefndar, og er Búnaðarfélagið reiðubúið til að leggja til þá faglega vinnu,
sem þörf kann að vera á, til að undirbúa slíkar reglur.
Liður3
Með tilliti til þess, að ráðunautar félagsins í hrossarækt hafa tjáðstjórn-
inni, að alltaf hafi staðið til að meta árangur og afleiðingar þeirra
breytinga á notkun dómskala og á vægjum einstaka þátta, sem hrossa-
ræktarnefnd varð sammáia um, að sýningatímabilinu loknu, telur
stjórnin einsýnt, að orðið verði við þessum tilmælum, þannig að dómar
frá árinu 1990 verði með kerfisbundnum hætti bornir saman við dóma
undanfarinna ára. Stjórnin mun beita sér fyrir því, að það verði gert. Að
þeirri vinnu lokinni leggi hrossaræktarnefnd mat á niðurstöður og hafi til
hliðsjónar við setningu nýrra reglna sbr. lið 2 hér að framan.
Liður4
Stjórnin telur, að engin tök séu á, að eigendum hrossa verði heimilað að
afturkalla dóma frá formlegum, löglegum sýningum, en vísar þessu erindi
þó til hrossaræktarnefndar til athugunar.“
Á fundi hrossaræktarnefndar á Akureyri 19. október og aðalfundi
Hrossaræktarsambands Islands þann 20. lagði Halldór Árnason fram og
kynnti tölfræðilegan samanburð á niðurstöðum dóma frá sumrinu við dóma
undangenginna ára. Þessi samanburður sýndi, að í heild var mjög gott
samræmi á milli einkunnagjafa þessi ár, meðaltal aðaleinkunna hrossa í
hverjum sýningahópi var nær hið sama, þó að dreifing einkunna væri
verulega meiri árið 1990. Nokkur frávik voru á meðaltalseinkunnum fyrir
einstaka eiginleika, ýmist þannig, að þær voru nokkuð lægri eða hærri í ár
en samanburðarárin. Ein eða tvær byggingareinkunnir virtust merkjanlega
lægri, aðrar voru nokkuð hærri. Þá sýndi þessi samanburður, að síst færri
hross náðu því að komast í ættbók en áður, en verulega fleiri hross náðu
fyrstu verðlaunum. Þessar athuganir bentu því alls ekki til, að hrossadómar
frá síðasta sumri hefðu átt að gefa tilefni til þeirrar miklu óánægju, sem talin
var vera uppi.
20