Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 57
færu illa út úr hreti, sem gerði í júní, þá eru horfur góðar í ár. Éghef reynt að
fylgjast með sölu- og markaðsmálum eftir því, sem tök eru á. Sala dúns
virðist ganga mjög vel, eftirspurn er mikil og verð hefur hækkað. Framtíðar-
horfur í greininni virðast því býsna góðar, enda augljóst, að áhugi á þessari
búgrein fer vaxandi.
Heimsóknir til æðarbænda voru með svipuðu sniði og undanfarin ár, en
alls kom ég til um 50 bænda eða annarra áhugamanna, sem eru að fást við
æðarrækt eða þá að reyna að koma slíku upp. Aðallega fór ég að þessu sinni
um Borgarfjörð, Vestfirði og Strandir. En fyrirhugaða ferð um vestureyjar
Breiðafjarðar varð ég að hætta við vegna veðurs. Á ferðum sem þessum
gefst kostur á persónulegum leiðbeiningum og eins því að kynnast margvís-
legum aðstæðum, sem greinin býr við. Nokkrum aðilum var leiðbeint um,
hvernig kveikja mætti varp, öðrum um lagfæringar á varplandi, svo sem
skreytingu, hreiðurgerð, girðingar, gerð tjarna o.fl., sem að gagni má
koma.
Þar sem komið hefur fyrir, að lágflug flugvéla hefur spillt æðarvarpi á
stöku stað, var unnið að því á árinu að fá fram skýrar reglur um, hver væri
lofthelgi friðlýstra æðarvarpa. Sú lausn hefur nú fengist í þessu máli, að
Flugráð hefur samþykkt að mæla með ákveðnum reglum fyrir flugmenn að
fara eftir, ef æðarbændur merkja varpsvæði sín á tilskilinn hátt. Niðurstaða
þessa máls hefur verið kynnt meðal æðarbænda. Þá var á árinu lögð talsverð
vinna í að fá úr því skorið, hvernig að friðlýsingu skuli staðið, og er nú beðið
svara við því frá yfirvöldum.
Á árinu var haft samráð við Samband ísl. sveitarfélaga og Hollustuvernd
ríkisins um samræmdar aðgerðir til fækkunar vargs og bætta meðferð sorps
m.t.t. hættu á salmonella sýkingu. Einnig var unnið að skipulagningu á
byrjendanámskeiði í æðarrækt við Bændaskólann á Hvanneyri í samvinnu
við skólann. f*á hefur verið talsverð umræða í gangi um fjölgun dúnmats-
manna. Ég hef reynt að koma af stað umræðu um, að æðarvarp fáist metið
við ábúendaskipti á ríkisjörðum, og er það mál í vinnslu.
Dálítið er um, að menn noti sk. gasbyssur til að fæla varg frá æðarvörp-
um. Á árinu gerði ég lítils háttar könnun á þeirri reynslu, sem komin er, og
greindi frá því í bréfi til allra félagsmanna í ÆÍ. Einnig var þar fjallað um
greiðslu VSK af æðardún.
Á árinu sat ég á fundi hjá allmörgum æðarræktardeildum og hélt þar
erindi. Á N- og NA-landi voru fundir á Raufarhöfn, Akureyri, Sauðár-
króki og Laugarbakka. Einnig á Reykhólum og í Borgarnesi. Fundir þessir
voru flestir vel sóttir og sýndu vel þann vaxandi áhuga, sem ríkir á
æðarrækt. Að venju hef ég setið alla stjórnarfundi ÆÍ og ritað þar
fundargerðir. Þá sótti ég námskeið sl. haust, þar sem kennt var, hvernig
hreinsa á olíu úr fuglum. Eins og oftast áður kenndi ég æðarrækt við
Bændaskólann á Hvanneyri. Á Ráðunautafundi í febrúar hélt ég erindi um
31