Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 58
æðarrækt og önnur hlunnindi. Auk tveggja búnaðarþátta í ríkisútvarpi
höfðu ýmsir aðrir fjölmiðlar viðtal við mig um æðarrækt og önnur hlunn-
indi. Þá skrifaði ég grein í Frey um uppeldi æðarunga og grein til birtingar í
Handbók bænda um lofthelgi friðlýstra æðarvarpa. Þá skrifaði ég pistil í
tímaritið Sveitarsjórnarmál um fækkun vargfugls og úrbætur í sorpmálum.
Ég hef átt mikið og gott samstarf við Æðarræktarfélag íslands á árinu og
séð um reikninga félagsins og félagaskrá þess. Á aðalfundi félagsins flutti ég
skýrslu um starfið. Ég vil leggja áherslu á, hversu mikill styrkur það starf,
sem ÆÍ vinnur, er fyrir ráðunautinn.
Selur. Ásamt stjórn Samtaka selabænda og fleirum var áfram reynt að
vinna í markaðsmálum selskinna bæði innanlands og utan. Búvörudeild
Sambandsins fékk pöntun frá Danmörku sl. vetur um kaup á nokkur
hundruð skinnum. Einnig pöntuðu grænlenskir aðilar dálítið magn. í
samvinnu við stjórn Samtaka selabænda vann ég í því að safna skinnum upp
í þessar pantanir. Á haustdögum kom svo í ljós, að Danir ætla ekki að
standa við sína pöntun, en dálítið magn er farið til Grænlands. Þótt svona
hafi tekist til, er það trú margra, að markaður fyrir selskinn muni rétta við í
framtíðinni.
Innlendir aðilar hafa sýnt vaxandi áhuga á að nýta sér selskinn til
fatagerðar og í ýmsa smámuni. Saumaðir hafa verið nokkrir pelsar til
reynslu, og í ráði er að gera fleiri. Þá hefur íslenskur áhugamaður gert
skýrslu og kostnaðaráætlun um að nýta selskinn í smáiðnað. í samvinnu við
Samtök selabænda hefur verið unnið talsvert í þessu máli, og verður
vonandi hægt að útvega fjármagn til þess að hrinda þessu tilraunaverkefni af
stað á árinu 1991.
Á árinu hafði Hringormanefnd milligöngu um greiðslu fyrir veiddan sei,
en nú er aðeins greitt fyrir útsel.
Ég hef átt gott samstarf við stjórn Samtaka selabænda um málefni
greinarinnar og flutti skýrslu á aðalfundi samtakanna sl. haust. Á þeim
fundi kom vel í ljós, að þótt hægt gangi, bíða menn í þeirri von að
endurvekja megi þessa fornu hlunnindagrein.
Reki. Enn sem fyrr er reynt að leita nýrra leiða til að nýta betur þann
rekavið, sem til landsins berst. Gerð var könnun á því, hvort þeir aðilar,
sem versla með innflutt timbur, væru reiðubúnir að kaupa sagaðan rekavið
af bændum á svipuðu verði og innflutt timbur kostar. Áf þeim örfáu, sem
svar fékkst frá, var aðeins einn tilbúinn til slíkra kaupa. Þarna reyndist því
þyngra fyrir fæti en búast hefði mátt við. Þá var kannað við Vegagerð
ríkisins, hvort hún vildi kaupa sagaðar spírur af bændum til að nota við
merkingar á vegköntum o.fl. Ekki reyndist áhugi á því. í samráði við
nokkra bændur og með innflutningsverð á timbri í huga var á miðju ári
ákveðið sk. viðmiðunarverð á girðingarstaurum úr rekavið, kr. 140-150 á