Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 59
hvern 180 cm staur. Þótt staurasala hafi dregist saman eftir því sem best er
vitað, er talsvert um, að menn leyti eftir og noti sér þessa verðviðmiðun.
Silungsverkefni. Á árinu var ég skipaður fulltrúi Búnaðarfélags íslands í
nefnd, sem hefur það verkefni að efla silungsstangveiði í vötnum og þar
með að auka tekjur þeirra bænda, sem vötnin eiga. í nefndinni sitja: fulltrúi
frá Landssambandi veiðifélaga, Landssambandi stangveiðifélaga, Ferða-
þjónustu bænda og Vatnafangi (samtökum silungsveiðibænda) auk mín.
Nefndinni er ætlað að benda á, hvernig bæta megi aðstöðu við veiðivötn til
þess að auka nýtingu þeirra til stangveiði, ásamt því að koma upp í
samvinnu við bændur búnaði, sem bætir aðstöðu veiðimanna. Nefndin
hefur haldið 8 fundi og gert yfirlit yfir meira en 100 vötn og kannað verð o .fl.
varðandi búnað, sem til þarf. Þá hefur nefndin valið út 4 vötn, þar sem
reyna á þessar hugmyndir í framkvæmd, ef samstaða næst meðal landeig-
enda um málið. Hugmyndin er, að þessi fjögur vötn gætu orðið nk.
fyrirmynd um, hvað hægt er að gera. Þess er vænst að fara megi af stað með
tilraun þessa strax næsta sumar.
Annað. Á haustmánuðum tók ég þátt í að kynna nokkrum hópum úr
grunnskólum borgarinnar íslenskan landbúnað, og tók ég fyrir nýtingu og
verðmæti hinna ýmsu hlunnindagreina.
Að venju var talsvert um leiðbeiningar varðandi rétt manna á bótum fyrir
malarnám, fyrir land, sem tapast undir vegi, land vegna sumarbústaða o.fl.
varðandi landréttindi.
Samstarfsfólki öllu þakka ég ánægjulega samvinnu á liðnu ári.
Ritskrá:
Staða hlunnindabúskapar og framtíðarmöguleikar. Ráðunautafundur 1990. 46-51.
Um endurbætur á framræslu lands með vatnsrásum. Freyr 86 (20), 807-809.
Um tilbúinn áburð. Handbók bœnda 1990, 133-145.
Um uppeldi æðarunga. Freyr 86 (11), 459-463.
33