Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 66
Nautgriparækt
Ólafur E. Stefánsson
Hreinrœktun Gallowayhjarðarinnar í Hrísey.
Búnaðarfélag íslands hafði á árinu á hendi
hreinræktun hjarðarinnar eins og verið hef-
ur, og sá ég áfram um þann þátt. I árslok voru
gripir á stöðinni með færra móti, þ.e. 55
talsins. Lágu til þess nokkrar ástæður, m.a.
sú, að árlegri sæðistöku til notkunar í landi
var lokið í maí vegna góðrar skipulagningar.
Var því hægt að fella sæðingarnautin óvenju
snemma. Þá olli það nokkurri röskun, að í
byrjun ársins veiktust gripir af hósta. Rénaði
veikin, eftir að farið var að bleyta heyið fyrir
gjöf, en það var vel verkað og sá ekki á því.
Bornar kýr voru í lok ársins 21 á aldrinum tveggja til sex ára. Voru 15
þeirra að 3. ættlið og sex að fjórða. Tveggja ára kvígur, óbornar, voru
fjórar, þ.e. tvær að 3. og sín að hvorum, 4. og 5. ættlið. Kvígur fæddar 1989
voru níu alls, átta að 4. ættlið og ein að fimmta. Kvígukálfar, fæddir 1990,
voru sex, þ.e. fimm að 4. ættlið og einn að fimmta. Alls voru því á stöðinni
40 kýr og kvígur, sem mynda ræktunarhjörðina, þ.e. 17 að 3. ættlið, 20 að 4.
og þrjár að fimmta. Má því segja, að meiri hluti hjarðarinnar sé að verða svo
til hreinræktaður.
Naut og nautkálfar voru 15 í árslok, þ.e. fimm fædd 1989 og tíu 1990, flest
(12) að 4. ættlið, eitt að fimmta. Nokkur sæðistaka úr eldri nautunum í lok
ársins hafði komið til álita, en var frestað vegna fyrirhugaðrar breytingar á
stöðinni, sem fæli í sér, að sæðistaka yrði færð í land til frambúðar. Á
Nautastöðinni á Hvanneyri eru nú birgðir holdanautasæðis til þriggja ára.
Vegna vals og skoðunar á gripum fór ég tvær ferðir til Hríseyjar á árinu,
þ.e. 5.-6. júlí og 27.-28. sept. Gripir, aðrir en kýr, eru vegnir og mældir
mánaðarlega á stöðinni. Fæ ég öll gögn um þá send jafnóðum til varðveizlu
og úrvinnslu. Mörg mál stöðvarinnar gagnvart ásetningi og ræktun eru rædd
og leyst í símtölum.
Lög um innflutning dýra og nefndarskipan. Hinn 16. maí 1990 öðluðust
gildi ný lög um innflutning dýra. Fer um starfsemi sóttvarnarstöðvar ríkisins
í Hrísey eftir þessum lögum. Samkvæmt þeim voru felldar úr gildi þær
greinar eldri búfjárræktarlaga frá 1973, sem fjölluðu um ræktun erlendra