Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 67
búfjárkynja og blöndun þeirra við innlent búfé. Skipaði landbúnaðarráð-
herra hinn 13. júlí fimm manna nefnd til að gera tillögur um notkun
sóttvarnarstöðvarinnar í Hrísey í framtíðinni og framræktun Galloway-
hjarðarinnar þar í landi. Er formaður nefndarinnar Sveinbjörn Eyjólfsson,
landbúnaðarráðuneyti, en aðrir Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir, Jón
Viðar Jónmundsson, tilnefndur af nautgriparæktarnefnd, undirritaður,
tilnefndur af stjórn Búnaðarfélags íslands, og Stefán Tryggvason, tilnefnd-
ur af Stéttarsambandi bænda. Að beiðni formanns nefndarinnar sendi ég
honum eldri tillögur um ræktun Galloway-kynsins í landi og skýrslu um
það, hvernig ég teldi, að standa ætti að henni. Nefndin hélt 4 fundi á árinu
(þar af einn á Akureyri og í Hrísey) og skilaði áfangaskýrslu til ráðherra. í
sambandi við þetta mál óskaði formaður nefndarinnar eftir því, að Búnað-
arfélag Islands semdi drög að samningi við aðila, sem tækju að sér
varðveizlu og framræktun gripa í landi út af hjörðinni í Hrísey, og gerði
búnaðarmálastjóri það ásamt okkur Jóni Viðari Jónmundssyni.
Önnur málefni í tengslum við Gallowayhjörðina í Hrísey. Meira var um
fyrirspurnir en undanfarin ár um holdanaut og framleiðslu nautakjöts.
Ég kom á síðasta fund Kynbótanefndar (eins og hún var jafnan nefnd,
meðan kynbótanefndum hafði ekki verið komið á fót í öðrum búfjárgrein-
um en nautgriparækt). Var sáfundur haldinn 29. jan. Einnig var égboðaður
á fyrsta fund nýskipaðrar nautgriparæktarnefndar 14. maí og aftur 22. nóv.
Er ég að vísu varaformaður þeirrar nefndar. A þessum fundum skýrði ég frá
sæðistöku í Hrísey, stærð hjarðarinnar þar og skorti á samtakavilja fram-
Ieiðenda nautakjöts til þess að vinna félagslega að því að efla þessa búgrein.
Með hinum nýju lögum um búfjárrækt frá 1989 og um innflutning dýra frá
1990 mun nautgriparæktarnefnd koma meira við sögu holdanautaræktunar
en var, meðan kynbótanefnd starfaði.
Ég sat fund, sem haldinn var í landbúnaðarráðuneytinu 25. jan. um mat á
nautakjöti, en forstöðumaður yfirkjötmats, Andrés Jóhannesson, hafði
boðað til fundarins. Þangað voru komnir fulltrúar ýmissa félaga, sambanda
og stofnana, sem vinna við nautakjöt frá framleiðslustigi til þess, að það er
tilbúið til neyzlu í ýmsu formi. Var athyglisvert, hve áhugi allra var mikill á
því að bæta framleiðsluna og alla meðferð kjötvara og leiðbeiningar til
neytenda.
Hinn 3. apríl sat ég fund framkvæmdanefndar Landssambands kúabænda
og fund í fagráði nautgriparæktar að Keldnaholti 23. nóv. Ég sat að nokkru
ráðunautafund í febrúar og var við slit frjótækninámskeiðs í Borgarnesi 17.
nóv.
Talsverðum tíma var varið til að færa myndasafn um hjörðina í Hrísey í
betra horf og merkja myndir af einstökum gripum. Voru myndir fengnar til
eftirtöku til að auka safnið. Var ætlun mín að láta taka eftir flestum
myndum í safni Freys um hjörðina, einkum fyrstu árin. í ljós kom, að það
5
41